Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 10:28 Úkraínsk leyniskytta að störfum í Kherson-héraði. Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir berjast við rússneska hermenn um Kinburn-skaga, sem þykir mjög mikilvægur. AP/Bernat Armangue Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Hart hefur verið barist um þennan mikilvæga skaga í gegnum aldirnar. Árið 1855 grönduðu flotar Bretlands og Frakklands rússnesku virki sem hafði verið byggt þar. Þá átti sér stað stærðarinnar orrusta þar árið 1787 þegar Ottómanar reyndu að ná svæðinu aftur af rússneska keisaraveldinu. Þó tæpar tvær vikur séu frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro og Kherson-borg búast sérfræðingar sem ræddu við New York Times við því að Rússar muni verja miklu púðri í að verja skagann. Nái Úkraínumenn tökum á skaganum myndi það veita þeim fótfestu á austurbakkanum og þannig væru helstu birgðaleiðir Rússa frá Krímskaga í færi Úkraínumanna. Yfirráðum Rússa yfir sjálfum Krímskaga væri sömuleiðis ógnað. Talskona Úkraínuhers í suðurhluta landsins vildi ekki veita Wall Street Journal frekari upplýsingar um sóknina á Kinburn eða hvenær hún hófst. Hún sagði þó að slæmt veður á svæðinu hefði reynst Úkraínumönnum vel. Meira en vika er síðan fregnir bárust af því að Úkraínumenn væru með hermenn á skaganum en þær fregnir hafa aldrei verið staðfestar. Undanfarna daga hafa rússneskir herbloggarar haldið því fram að Rússar hefðu varist árásum Úkraínumanna á skaganum. Ríkisstjóri Míkólaív-héraðs hélt því þó fram í morgun að úkraínskir hermenn þyrftu einungis að ná tökum á þremur þorpum til að tryggja yfirráð þeirra yfir skaganum öllum, samkvæmt frétt WSJ. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Hart hefur verið barist um þennan mikilvæga skaga í gegnum aldirnar. Árið 1855 grönduðu flotar Bretlands og Frakklands rússnesku virki sem hafði verið byggt þar. Þá átti sér stað stærðarinnar orrusta þar árið 1787 þegar Ottómanar reyndu að ná svæðinu aftur af rússneska keisaraveldinu. Þó tæpar tvær vikur séu frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro og Kherson-borg búast sérfræðingar sem ræddu við New York Times við því að Rússar muni verja miklu púðri í að verja skagann. Nái Úkraínumenn tökum á skaganum myndi það veita þeim fótfestu á austurbakkanum og þannig væru helstu birgðaleiðir Rússa frá Krímskaga í færi Úkraínumanna. Yfirráðum Rússa yfir sjálfum Krímskaga væri sömuleiðis ógnað. Talskona Úkraínuhers í suðurhluta landsins vildi ekki veita Wall Street Journal frekari upplýsingar um sóknina á Kinburn eða hvenær hún hófst. Hún sagði þó að slæmt veður á svæðinu hefði reynst Úkraínumönnum vel. Meira en vika er síðan fregnir bárust af því að Úkraínumenn væru með hermenn á skaganum en þær fregnir hafa aldrei verið staðfestar. Undanfarna daga hafa rússneskir herbloggarar haldið því fram að Rússar hefðu varist árásum Úkraínumanna á skaganum. Ríkisstjóri Míkólaív-héraðs hélt því þó fram í morgun að úkraínskir hermenn þyrftu einungis að ná tökum á þremur þorpum til að tryggja yfirráð þeirra yfir skaganum öllum, samkvæmt frétt WSJ.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19
Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05
Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46