Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2022 08:41 Minnisvarði með myndum af fórnarlömbunum fimm sem létust í skotárásinni á Club Q-næturklúbbnum á laugardagskvöld. AP/David Zalubowski Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs náðu að snúa niður 22 ára gamlan byssumanninn eftir að hann réðst inn og hóf skothríð á laugardagskvöld. Þeir náðu þó ekki að koma í veg fyrir að hann skyti fimm manns til bana og særði fleiri. Klúbburinn er þekktur sem griðarstaður fyrir LGBTQ-samfélagið í borginni sem er að öðru leyti íhaldssöm, að sögn AP-fréttastofunnar. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir en yfirvöld hafa sagt að byssumaðurinn gæti verið ákærður fyrir morð og hatursglæp, Til þess að hægt væri að ákæra fyrir hatursglæp þyrftu alríkissaksóknarar að sýna fram á að byssumaðurinn hafi verið knúinn áfram af fordómum, til dæmis fyrir raunverulegri eða ætlaðri kynhneigð eða kyngervi fórnarlambanna. Í nokkrum greinargerðum sem skipaðir verjendur byssumannsins hafa lagt fram til þessa segja þeir að hann sé kynsegin og notist við persónufornafnið „hán“. AP segir að verjendurnir leggi ekki frekar út af því atriði í greinargerðunum. Byssumaðurinn heitir Anderson Lee Aldrich. Fram kom í gær að nafni háns var breytt þegar hán var táningur fyrir sex árum. Ástæðan sem hán gaf fyrir því var að hán vildi verja sig fyrir föður sínum sem hafði meðal annars beitt móður háns ofbeldi. Í umsókn um nafnabreytinguna var talað um að Aldrich vildi verja „sjálfan“ sig í karlkyni. Afi háns og amma lögðu umsóknina fram þar sem hán var undir lögaldri og þeir forráðamenn háns. Faðir Aldrich er sagður bardagaíþróttamaður og klámleikari með langan sakaferil að baki. Hann hlaut meðal annars dóm fyrir að berja móður Aldrich bæði fyrir og eftir að hán fæddist. Um tíma var honum bannað að nálgast Aldrich og móður háns. Aldrich á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi í dag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs náðu að snúa niður 22 ára gamlan byssumanninn eftir að hann réðst inn og hóf skothríð á laugardagskvöld. Þeir náðu þó ekki að koma í veg fyrir að hann skyti fimm manns til bana og særði fleiri. Klúbburinn er þekktur sem griðarstaður fyrir LGBTQ-samfélagið í borginni sem er að öðru leyti íhaldssöm, að sögn AP-fréttastofunnar. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir en yfirvöld hafa sagt að byssumaðurinn gæti verið ákærður fyrir morð og hatursglæp, Til þess að hægt væri að ákæra fyrir hatursglæp þyrftu alríkissaksóknarar að sýna fram á að byssumaðurinn hafi verið knúinn áfram af fordómum, til dæmis fyrir raunverulegri eða ætlaðri kynhneigð eða kyngervi fórnarlambanna. Í nokkrum greinargerðum sem skipaðir verjendur byssumannsins hafa lagt fram til þessa segja þeir að hann sé kynsegin og notist við persónufornafnið „hán“. AP segir að verjendurnir leggi ekki frekar út af því atriði í greinargerðunum. Byssumaðurinn heitir Anderson Lee Aldrich. Fram kom í gær að nafni háns var breytt þegar hán var táningur fyrir sex árum. Ástæðan sem hán gaf fyrir því var að hán vildi verja sig fyrir föður sínum sem hafði meðal annars beitt móður háns ofbeldi. Í umsókn um nafnabreytinguna var talað um að Aldrich vildi verja „sjálfan“ sig í karlkyni. Afi háns og amma lögðu umsóknina fram þar sem hán var undir lögaldri og þeir forráðamenn háns. Faðir Aldrich er sagður bardagaíþróttamaður og klámleikari með langan sakaferil að baki. Hann hlaut meðal annars dóm fyrir að berja móður Aldrich bæði fyrir og eftir að hán fæddist. Um tíma var honum bannað að nálgast Aldrich og móður háns. Aldrich á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi í dag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29
Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34