Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2022 08:41 Minnisvarði með myndum af fórnarlömbunum fimm sem létust í skotárásinni á Club Q-næturklúbbnum á laugardagskvöld. AP/David Zalubowski Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs náðu að snúa niður 22 ára gamlan byssumanninn eftir að hann réðst inn og hóf skothríð á laugardagskvöld. Þeir náðu þó ekki að koma í veg fyrir að hann skyti fimm manns til bana og særði fleiri. Klúbburinn er þekktur sem griðarstaður fyrir LGBTQ-samfélagið í borginni sem er að öðru leyti íhaldssöm, að sögn AP-fréttastofunnar. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir en yfirvöld hafa sagt að byssumaðurinn gæti verið ákærður fyrir morð og hatursglæp, Til þess að hægt væri að ákæra fyrir hatursglæp þyrftu alríkissaksóknarar að sýna fram á að byssumaðurinn hafi verið knúinn áfram af fordómum, til dæmis fyrir raunverulegri eða ætlaðri kynhneigð eða kyngervi fórnarlambanna. Í nokkrum greinargerðum sem skipaðir verjendur byssumannsins hafa lagt fram til þessa segja þeir að hann sé kynsegin og notist við persónufornafnið „hán“. AP segir að verjendurnir leggi ekki frekar út af því atriði í greinargerðunum. Byssumaðurinn heitir Anderson Lee Aldrich. Fram kom í gær að nafni háns var breytt þegar hán var táningur fyrir sex árum. Ástæðan sem hán gaf fyrir því var að hán vildi verja sig fyrir föður sínum sem hafði meðal annars beitt móður háns ofbeldi. Í umsókn um nafnabreytinguna var talað um að Aldrich vildi verja „sjálfan“ sig í karlkyni. Afi háns og amma lögðu umsóknina fram þar sem hán var undir lögaldri og þeir forráðamenn háns. Faðir Aldrich er sagður bardagaíþróttamaður og klámleikari með langan sakaferil að baki. Hann hlaut meðal annars dóm fyrir að berja móður Aldrich bæði fyrir og eftir að hán fæddist. Um tíma var honum bannað að nálgast Aldrich og móður háns. Aldrich á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi í dag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs náðu að snúa niður 22 ára gamlan byssumanninn eftir að hann réðst inn og hóf skothríð á laugardagskvöld. Þeir náðu þó ekki að koma í veg fyrir að hann skyti fimm manns til bana og særði fleiri. Klúbburinn er þekktur sem griðarstaður fyrir LGBTQ-samfélagið í borginni sem er að öðru leyti íhaldssöm, að sögn AP-fréttastofunnar. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir en yfirvöld hafa sagt að byssumaðurinn gæti verið ákærður fyrir morð og hatursglæp, Til þess að hægt væri að ákæra fyrir hatursglæp þyrftu alríkissaksóknarar að sýna fram á að byssumaðurinn hafi verið knúinn áfram af fordómum, til dæmis fyrir raunverulegri eða ætlaðri kynhneigð eða kyngervi fórnarlambanna. Í nokkrum greinargerðum sem skipaðir verjendur byssumannsins hafa lagt fram til þessa segja þeir að hann sé kynsegin og notist við persónufornafnið „hán“. AP segir að verjendurnir leggi ekki frekar út af því atriði í greinargerðunum. Byssumaðurinn heitir Anderson Lee Aldrich. Fram kom í gær að nafni háns var breytt þegar hán var táningur fyrir sex árum. Ástæðan sem hán gaf fyrir því var að hán vildi verja sig fyrir föður sínum sem hafði meðal annars beitt móður háns ofbeldi. Í umsókn um nafnabreytinguna var talað um að Aldrich vildi verja „sjálfan“ sig í karlkyni. Afi háns og amma lögðu umsóknina fram þar sem hán var undir lögaldri og þeir forráðamenn háns. Faðir Aldrich er sagður bardagaíþróttamaður og klámleikari með langan sakaferil að baki. Hann hlaut meðal annars dóm fyrir að berja móður Aldrich bæði fyrir og eftir að hán fæddist. Um tíma var honum bannað að nálgast Aldrich og móður háns. Aldrich á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi í dag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29
Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34