Þetta er haft eftir ísraelskum yfirvöldum og segir að tveir af þessum fimmtán hafi særst alvarlega.
Önnur sprengjan sprakk nærri strætisvagnastöð í útjaðri Jerúsalems og segir að lögreglu gruni að herskáir Palestínumenn standi að baki árásinni. Sömuleiðis hafa borist fréttir af annarri sprengjuárás í hverfinu Ramot norður af Jerúsalem.
Mikil spenna hefur verið í samskiptum Ísraela og Palestínumanna síðustu misserin. Guardian segir frá því að rúmlega 130 Palestínumenn hafi látið lítið í átökum á Vesturbakkanum og Austur-Jersúsalem það sem af er ári. Talsmenn ísraelska hersins segja þá látnu hafa verið herskáa vígamenn, en að ungmenni sem hafi kastað steinum og aðrir sem hafi ekki átt þátt í beinum átökum hafi einnig látið lífið.
Þá segir að fimm hið minnsta hafi látið lítið í árásum Palesínumanna gegn Ísraelsmönnum á síðustu vikum.