Undir Stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar hafa Óðinn Þór og félagar hafa nú unnið tvo leiki í röð í Evrópudeildinni og liðið er með fjögur stig í A-riðli, líkt og Göppingen og Benfica í öðru til fjórða sæti riðilsins.
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður vallarins í sigri Kadetten í kvöld með níu mörk, en liðið náði mest tíu marka forskoti gegn Presov og vann að lokum öruggan sex marka sigur, 31-37.
Í B-riðli Valsmanna gerði sænska liðið Ystads góða ferð til Benidorm og vann þar tveggja marka sigur, 27-29.
Ystads er því með tvö stig í riðlinum, líkt og Ferencváros, í fjórða til fimmta sæti, en Benidorm rekur lestina án stiga.