Á Akureyri.net er greint frá því að Alusovski hafi verið rekinn í morgun. Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi hans.
Alusovski skilur við Þór í 7. sæti Grill 66 deildarinnar. Liðið hefur aðeins fengið fimm stig í fyrstu sjö leikjum sínum á tímabilinu.
Mikla athygli vakti þegar Alusovski var ráðinn þjálfari Þórs í fyrra. Þar á undan hafði hann stýrt norður-makedónska stórliðinu Vardar Skopje.
Á síðasta tímabili endaði Þór í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og tapaði fyrir Fjölni í umspili um sæti í Olís-deildinni.