Frumvarp Jóns um lögreglu afgreitt úr ríkisstjórn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. nóvember 2022 12:10 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að bíða með að grípa til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi. vísir/vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögreglulögum, sem felur meðal annars í sér heimildir til forvirkra rannsókna og vopnaburð lögreglu, var afgreitt af ríkisstjórn í morgun. Ráðherranna telur raunhæft að frumvarpið verði að lögum fljótlega eftir áramótin. Frumvarpið hefur verið í nokkur tíma í smíðum og voru drög að þeim meðal annars í Samráðsgátt um tíma. Í morgun afgreiddi svo ríkisstjórnin frumvarpið. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á von að frumvarpið fari í framhaldinu til þingflokkanna á morgun. „Það er nú fyrst og fremst bara verið að opna hér á heimildir lögreglu til að stuðla að auknum afbrotavörnum með eftirliti á þeim þáttum sem geta snúið að skipulagðri brotastarfsemi og nánar um öryggi ríkisins eða gagnvart hryðjuverkaógn. Það er það sem að þetta frumvarp gengur út á og við erum að reyna að færa okkur þar svona nær því sem að gengur og gerist í nágrannalöndum okkar í starfsumhverfi lögreglunnar.“ Í frumvarpinu er gert ráð fyrir vopnaburði lögreglu og heimildum til forvirkara rannsókna. „Við köllum það afbrotavarnir og það snýst um það að lögreglan geti hafið rannsókn þegar um er að ræða einstaklinga sem að kannski ekki eru grunaðir um ákveðin brot en eru taldir tengjast skipulagðri brotastarfsemi eða annarri starfsemi sem eru þá ógn gagnvart öryggi ríkisins en slíkar ákvarðanir yrðu alltaf teknar af lögreglustjóra eða yfirmönnum lögreglu. Við munum koma líka á embætti innra eftirlits hjá lögreglunni sem alltaf er tilkynnt þá um slíkar aðgerðir og eins er það þá upplýst til eftirlitsnefndar eins fljótt og verða má.“ Jón vonast til að frumvarpið geti orðið að lögum nokkuð hratt. „Ég er að vonast til að þingflokkar afgreiði þetta mál á morgun og ég fái þá að mæla fyrir því helst í næstu viku og þá er það auðvitað þingnefndarinnar að fjalla um þetta. Ég veit það er mikið álag á allsherjarnefnd þingsins þannig það verður að koma í ljós hvernig það gengur. Ég held að það sé alveg raunhæft að gera sér væntingar um það þetta verði klárað þá mjög fljótlega eftir áramótin ef að það næst ekki fyrir jól.“ Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 Fleiri telja líkur á hryðjuverkaárás á Íslandi en áður Margfalt fleiri landsmenn telja líklegra en áður að mannskæð hryðjuverk verði framin á Íslandi. Þetta sýnir ný könnun en afbrotafræðingur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart og vera viðbrögð við nýlegum fréttum. 28. september 2022 19:13 Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Frumvarpið hefur verið í nokkur tíma í smíðum og voru drög að þeim meðal annars í Samráðsgátt um tíma. Í morgun afgreiddi svo ríkisstjórnin frumvarpið. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á von að frumvarpið fari í framhaldinu til þingflokkanna á morgun. „Það er nú fyrst og fremst bara verið að opna hér á heimildir lögreglu til að stuðla að auknum afbrotavörnum með eftirliti á þeim þáttum sem geta snúið að skipulagðri brotastarfsemi og nánar um öryggi ríkisins eða gagnvart hryðjuverkaógn. Það er það sem að þetta frumvarp gengur út á og við erum að reyna að færa okkur þar svona nær því sem að gengur og gerist í nágrannalöndum okkar í starfsumhverfi lögreglunnar.“ Í frumvarpinu er gert ráð fyrir vopnaburði lögreglu og heimildum til forvirkara rannsókna. „Við köllum það afbrotavarnir og það snýst um það að lögreglan geti hafið rannsókn þegar um er að ræða einstaklinga sem að kannski ekki eru grunaðir um ákveðin brot en eru taldir tengjast skipulagðri brotastarfsemi eða annarri starfsemi sem eru þá ógn gagnvart öryggi ríkisins en slíkar ákvarðanir yrðu alltaf teknar af lögreglustjóra eða yfirmönnum lögreglu. Við munum koma líka á embætti innra eftirlits hjá lögreglunni sem alltaf er tilkynnt þá um slíkar aðgerðir og eins er það þá upplýst til eftirlitsnefndar eins fljótt og verða má.“ Jón vonast til að frumvarpið geti orðið að lögum nokkuð hratt. „Ég er að vonast til að þingflokkar afgreiði þetta mál á morgun og ég fái þá að mæla fyrir því helst í næstu viku og þá er það auðvitað þingnefndarinnar að fjalla um þetta. Ég veit það er mikið álag á allsherjarnefnd þingsins þannig það verður að koma í ljós hvernig það gengur. Ég held að það sé alveg raunhæft að gera sér væntingar um það þetta verði klárað þá mjög fljótlega eftir áramótin ef að það næst ekki fyrir jól.“
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 Fleiri telja líkur á hryðjuverkaárás á Íslandi en áður Margfalt fleiri landsmenn telja líklegra en áður að mannskæð hryðjuverk verði framin á Íslandi. Þetta sýnir ný könnun en afbrotafræðingur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart og vera viðbrögð við nýlegum fréttum. 28. september 2022 19:13 Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58
Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20
Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26
Fleiri telja líkur á hryðjuverkaárás á Íslandi en áður Margfalt fleiri landsmenn telja líklegra en áður að mannskæð hryðjuverk verði framin á Íslandi. Þetta sýnir ný könnun en afbrotafræðingur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart og vera viðbrögð við nýlegum fréttum. 28. september 2022 19:13
Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31