Handboltalandsliðið ekki laust við Covid: „Hugsar með hryllingi til síðasta móts“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 08:26 Kórónuveiran gerði íslenska landsliðinu mjög erfitt fyrir á EM í handbolta í byrjun ársins en samt tókst íslenska liðinu að gera flotta hluti. Getty/ Nikola Krstic Alþjóða handknattleikssambandið verður með áfram strangar reglur vegna Covid 19 á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst i Svíþjóð og Póllandi í byrjun janúar á næsta ári. „Við vorum að fá upplýsingar um það fyrir tveimur vikum að það verða allir leikmenn og starfsmenn sem fara á HM að vera fullbólusettir. Það verður að viðurkennast að þetta kom okkur gríðarlega á óvart miðað við það sem búið var að ræða í aðdragandanum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Tímamörk sem þeir þurfa að fara eftir „Við erum að lesa úr þessum reglum núna og átta okkur á því hver staðan er varðandi alla leikmennina okkar því það eru líka ákveðin tímamörk á þessu sem við þurfum að fara eftir,“ sagði Róbert Geir. Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Covid-reglur IHF á HM Þátttökuþjóðirnar á heimsmeistaramótinu eru ekki ánægðar með þetta. „Þessu var mótmælt strax og í kjölfarið seinkaði IHF lokafresti fyrir skilum á leikmannalistum. Sambandið seinkaði því um hálfan mánuð og sendi okkur síðan á föstudaginn ítarefni til að fara yfir vegna bólusetninganna,“ sagði Róbert. Búast við ströngum reglum „Við erum enn að bíða eftir því hvað verður með Covid reglur á mótinu sjálfu en það er ljóst að við gerum ráð fyrir því að það verði prófað og að þetta verði tiltölulega strangt miðað við það sem búist var við,“ sagði Róbert. Íslenska landsliðið lenti illa í kórónuveirunni á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Þessu er ekki lokið á stóra sviði handboltans. Hræðilegt ástand sem við lentum í „Þessu er aldeilis ekki lokið og maður hugsar með hryllingi til síðasta móts. Þetta var náttúrulega hræðilegt ástand sem við lentum í. Vonandi verða reglurnar ekki með sama sniði í ár en við höfum ekki séð endanlegar Covid-reglur,“ sagði Róbert. „Hins vegar er ljóst að það þurfa allir að vera bólusettir og við þurfum að fara yfir það með leikmönnum okkar, hverjir eru fullbólusettir og hverjir þurfa að fara í bólusetningu fyrir janúar. Þetta mun ekki hjálpa til, það er ljóst,“ sagði Róbert. Ef leikmenn eru ekki fullbólusettir þá fá þeir ekki að taka þátt í mótinu. „Nei, ef þú ert ekki fullbólusettur eða búinn að vera með Covid þá færðu ekki þátttökuheimild á HM. Það er staðan eins og hún er núna,“ sagði Róbert. Leikmenn og starfsmenn ekki ánægðir Er þetta íþyngjandi? „Þetta er það. Það er að mörgu leyti galið að við séum að tala um leikmenn sem eru fullheilbrigðir, í toppstandi og þurfa núna að láta bólusetja sig aftur. Það eru alls konar rannsóknir búnar að koma fram með þessi bóluefni og sitt sýnist hverjum. Ég veit að bæði leikmenn og starfsmenn eru ekkert ánægðir með að þurfa að fara í bólusetningar, jafnvel að óþörfu ,“ sagði Róbert. „Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hinar þátttökuþjóðirnar margar hverjar líka. Þær eru mjög vonsviknar með þessa ákvörðun,“ sagði Róbert. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
„Við vorum að fá upplýsingar um það fyrir tveimur vikum að það verða allir leikmenn og starfsmenn sem fara á HM að vera fullbólusettir. Það verður að viðurkennast að þetta kom okkur gríðarlega á óvart miðað við það sem búið var að ræða í aðdragandanum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Tímamörk sem þeir þurfa að fara eftir „Við erum að lesa úr þessum reglum núna og átta okkur á því hver staðan er varðandi alla leikmennina okkar því það eru líka ákveðin tímamörk á þessu sem við þurfum að fara eftir,“ sagði Róbert Geir. Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Covid-reglur IHF á HM Þátttökuþjóðirnar á heimsmeistaramótinu eru ekki ánægðar með þetta. „Þessu var mótmælt strax og í kjölfarið seinkaði IHF lokafresti fyrir skilum á leikmannalistum. Sambandið seinkaði því um hálfan mánuð og sendi okkur síðan á föstudaginn ítarefni til að fara yfir vegna bólusetninganna,“ sagði Róbert. Búast við ströngum reglum „Við erum enn að bíða eftir því hvað verður með Covid reglur á mótinu sjálfu en það er ljóst að við gerum ráð fyrir því að það verði prófað og að þetta verði tiltölulega strangt miðað við það sem búist var við,“ sagði Róbert. Íslenska landsliðið lenti illa í kórónuveirunni á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Þessu er ekki lokið á stóra sviði handboltans. Hræðilegt ástand sem við lentum í „Þessu er aldeilis ekki lokið og maður hugsar með hryllingi til síðasta móts. Þetta var náttúrulega hræðilegt ástand sem við lentum í. Vonandi verða reglurnar ekki með sama sniði í ár en við höfum ekki séð endanlegar Covid-reglur,“ sagði Róbert. „Hins vegar er ljóst að það þurfa allir að vera bólusettir og við þurfum að fara yfir það með leikmönnum okkar, hverjir eru fullbólusettir og hverjir þurfa að fara í bólusetningu fyrir janúar. Þetta mun ekki hjálpa til, það er ljóst,“ sagði Róbert. Ef leikmenn eru ekki fullbólusettir þá fá þeir ekki að taka þátt í mótinu. „Nei, ef þú ert ekki fullbólusettur eða búinn að vera með Covid þá færðu ekki þátttökuheimild á HM. Það er staðan eins og hún er núna,“ sagði Róbert. Leikmenn og starfsmenn ekki ánægðir Er þetta íþyngjandi? „Þetta er það. Það er að mörgu leyti galið að við séum að tala um leikmenn sem eru fullheilbrigðir, í toppstandi og þurfa núna að láta bólusetja sig aftur. Það eru alls konar rannsóknir búnar að koma fram með þessi bóluefni og sitt sýnist hverjum. Ég veit að bæði leikmenn og starfsmenn eru ekkert ánægðir með að þurfa að fara í bólusetningar, jafnvel að óþörfu ,“ sagði Róbert. „Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hinar þátttökuþjóðirnar margar hverjar líka. Þær eru mjög vonsviknar með þessa ákvörðun,“ sagði Róbert. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira