Handboltalandsliðið ekki laust við Covid: „Hugsar með hryllingi til síðasta móts“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 08:26 Kórónuveiran gerði íslenska landsliðinu mjög erfitt fyrir á EM í handbolta í byrjun ársins en samt tókst íslenska liðinu að gera flotta hluti. Getty/ Nikola Krstic Alþjóða handknattleikssambandið verður með áfram strangar reglur vegna Covid 19 á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst i Svíþjóð og Póllandi í byrjun janúar á næsta ári. „Við vorum að fá upplýsingar um það fyrir tveimur vikum að það verða allir leikmenn og starfsmenn sem fara á HM að vera fullbólusettir. Það verður að viðurkennast að þetta kom okkur gríðarlega á óvart miðað við það sem búið var að ræða í aðdragandanum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Tímamörk sem þeir þurfa að fara eftir „Við erum að lesa úr þessum reglum núna og átta okkur á því hver staðan er varðandi alla leikmennina okkar því það eru líka ákveðin tímamörk á þessu sem við þurfum að fara eftir,“ sagði Róbert Geir. Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Covid-reglur IHF á HM Þátttökuþjóðirnar á heimsmeistaramótinu eru ekki ánægðar með þetta. „Þessu var mótmælt strax og í kjölfarið seinkaði IHF lokafresti fyrir skilum á leikmannalistum. Sambandið seinkaði því um hálfan mánuð og sendi okkur síðan á föstudaginn ítarefni til að fara yfir vegna bólusetninganna,“ sagði Róbert. Búast við ströngum reglum „Við erum enn að bíða eftir því hvað verður með Covid reglur á mótinu sjálfu en það er ljóst að við gerum ráð fyrir því að það verði prófað og að þetta verði tiltölulega strangt miðað við það sem búist var við,“ sagði Róbert. Íslenska landsliðið lenti illa í kórónuveirunni á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Þessu er ekki lokið á stóra sviði handboltans. Hræðilegt ástand sem við lentum í „Þessu er aldeilis ekki lokið og maður hugsar með hryllingi til síðasta móts. Þetta var náttúrulega hræðilegt ástand sem við lentum í. Vonandi verða reglurnar ekki með sama sniði í ár en við höfum ekki séð endanlegar Covid-reglur,“ sagði Róbert. „Hins vegar er ljóst að það þurfa allir að vera bólusettir og við þurfum að fara yfir það með leikmönnum okkar, hverjir eru fullbólusettir og hverjir þurfa að fara í bólusetningu fyrir janúar. Þetta mun ekki hjálpa til, það er ljóst,“ sagði Róbert. Ef leikmenn eru ekki fullbólusettir þá fá þeir ekki að taka þátt í mótinu. „Nei, ef þú ert ekki fullbólusettur eða búinn að vera með Covid þá færðu ekki þátttökuheimild á HM. Það er staðan eins og hún er núna,“ sagði Róbert. Leikmenn og starfsmenn ekki ánægðir Er þetta íþyngjandi? „Þetta er það. Það er að mörgu leyti galið að við séum að tala um leikmenn sem eru fullheilbrigðir, í toppstandi og þurfa núna að láta bólusetja sig aftur. Það eru alls konar rannsóknir búnar að koma fram með þessi bóluefni og sitt sýnist hverjum. Ég veit að bæði leikmenn og starfsmenn eru ekkert ánægðir með að þurfa að fara í bólusetningar, jafnvel að óþörfu ,“ sagði Róbert. „Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hinar þátttökuþjóðirnar margar hverjar líka. Þær eru mjög vonsviknar með þessa ákvörðun,“ sagði Róbert. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
„Við vorum að fá upplýsingar um það fyrir tveimur vikum að það verða allir leikmenn og starfsmenn sem fara á HM að vera fullbólusettir. Það verður að viðurkennast að þetta kom okkur gríðarlega á óvart miðað við það sem búið var að ræða í aðdragandanum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Tímamörk sem þeir þurfa að fara eftir „Við erum að lesa úr þessum reglum núna og átta okkur á því hver staðan er varðandi alla leikmennina okkar því það eru líka ákveðin tímamörk á þessu sem við þurfum að fara eftir,“ sagði Róbert Geir. Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Covid-reglur IHF á HM Þátttökuþjóðirnar á heimsmeistaramótinu eru ekki ánægðar með þetta. „Þessu var mótmælt strax og í kjölfarið seinkaði IHF lokafresti fyrir skilum á leikmannalistum. Sambandið seinkaði því um hálfan mánuð og sendi okkur síðan á föstudaginn ítarefni til að fara yfir vegna bólusetninganna,“ sagði Róbert. Búast við ströngum reglum „Við erum enn að bíða eftir því hvað verður með Covid reglur á mótinu sjálfu en það er ljóst að við gerum ráð fyrir því að það verði prófað og að þetta verði tiltölulega strangt miðað við það sem búist var við,“ sagði Róbert. Íslenska landsliðið lenti illa í kórónuveirunni á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Þessu er ekki lokið á stóra sviði handboltans. Hræðilegt ástand sem við lentum í „Þessu er aldeilis ekki lokið og maður hugsar með hryllingi til síðasta móts. Þetta var náttúrulega hræðilegt ástand sem við lentum í. Vonandi verða reglurnar ekki með sama sniði í ár en við höfum ekki séð endanlegar Covid-reglur,“ sagði Róbert. „Hins vegar er ljóst að það þurfa allir að vera bólusettir og við þurfum að fara yfir það með leikmönnum okkar, hverjir eru fullbólusettir og hverjir þurfa að fara í bólusetningu fyrir janúar. Þetta mun ekki hjálpa til, það er ljóst,“ sagði Róbert. Ef leikmenn eru ekki fullbólusettir þá fá þeir ekki að taka þátt í mótinu. „Nei, ef þú ert ekki fullbólusettur eða búinn að vera með Covid þá færðu ekki þátttökuheimild á HM. Það er staðan eins og hún er núna,“ sagði Róbert. Leikmenn og starfsmenn ekki ánægðir Er þetta íþyngjandi? „Þetta er það. Það er að mörgu leyti galið að við séum að tala um leikmenn sem eru fullheilbrigðir, í toppstandi og þurfa núna að láta bólusetja sig aftur. Það eru alls konar rannsóknir búnar að koma fram með þessi bóluefni og sitt sýnist hverjum. Ég veit að bæði leikmenn og starfsmenn eru ekkert ánægðir með að þurfa að fara í bólusetningar, jafnvel að óþörfu ,“ sagði Róbert. „Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hinar þátttökuþjóðirnar margar hverjar líka. Þær eru mjög vonsviknar með þessa ákvörðun,“ sagði Róbert. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira