Handboltalandsliðið ekki laust við Covid: „Hugsar með hryllingi til síðasta móts“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 08:26 Kórónuveiran gerði íslenska landsliðinu mjög erfitt fyrir á EM í handbolta í byrjun ársins en samt tókst íslenska liðinu að gera flotta hluti. Getty/ Nikola Krstic Alþjóða handknattleikssambandið verður með áfram strangar reglur vegna Covid 19 á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst i Svíþjóð og Póllandi í byrjun janúar á næsta ári. „Við vorum að fá upplýsingar um það fyrir tveimur vikum að það verða allir leikmenn og starfsmenn sem fara á HM að vera fullbólusettir. Það verður að viðurkennast að þetta kom okkur gríðarlega á óvart miðað við það sem búið var að ræða í aðdragandanum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Tímamörk sem þeir þurfa að fara eftir „Við erum að lesa úr þessum reglum núna og átta okkur á því hver staðan er varðandi alla leikmennina okkar því það eru líka ákveðin tímamörk á þessu sem við þurfum að fara eftir,“ sagði Róbert Geir. Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Covid-reglur IHF á HM Þátttökuþjóðirnar á heimsmeistaramótinu eru ekki ánægðar með þetta. „Þessu var mótmælt strax og í kjölfarið seinkaði IHF lokafresti fyrir skilum á leikmannalistum. Sambandið seinkaði því um hálfan mánuð og sendi okkur síðan á föstudaginn ítarefni til að fara yfir vegna bólusetninganna,“ sagði Róbert. Búast við ströngum reglum „Við erum enn að bíða eftir því hvað verður með Covid reglur á mótinu sjálfu en það er ljóst að við gerum ráð fyrir því að það verði prófað og að þetta verði tiltölulega strangt miðað við það sem búist var við,“ sagði Róbert. Íslenska landsliðið lenti illa í kórónuveirunni á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Þessu er ekki lokið á stóra sviði handboltans. Hræðilegt ástand sem við lentum í „Þessu er aldeilis ekki lokið og maður hugsar með hryllingi til síðasta móts. Þetta var náttúrulega hræðilegt ástand sem við lentum í. Vonandi verða reglurnar ekki með sama sniði í ár en við höfum ekki séð endanlegar Covid-reglur,“ sagði Róbert. „Hins vegar er ljóst að það þurfa allir að vera bólusettir og við þurfum að fara yfir það með leikmönnum okkar, hverjir eru fullbólusettir og hverjir þurfa að fara í bólusetningu fyrir janúar. Þetta mun ekki hjálpa til, það er ljóst,“ sagði Róbert. Ef leikmenn eru ekki fullbólusettir þá fá þeir ekki að taka þátt í mótinu. „Nei, ef þú ert ekki fullbólusettur eða búinn að vera með Covid þá færðu ekki þátttökuheimild á HM. Það er staðan eins og hún er núna,“ sagði Róbert. Leikmenn og starfsmenn ekki ánægðir Er þetta íþyngjandi? „Þetta er það. Það er að mörgu leyti galið að við séum að tala um leikmenn sem eru fullheilbrigðir, í toppstandi og þurfa núna að láta bólusetja sig aftur. Það eru alls konar rannsóknir búnar að koma fram með þessi bóluefni og sitt sýnist hverjum. Ég veit að bæði leikmenn og starfsmenn eru ekkert ánægðir með að þurfa að fara í bólusetningar, jafnvel að óþörfu ,“ sagði Róbert. „Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hinar þátttökuþjóðirnar margar hverjar líka. Þær eru mjög vonsviknar með þessa ákvörðun,“ sagði Róbert. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
„Við vorum að fá upplýsingar um það fyrir tveimur vikum að það verða allir leikmenn og starfsmenn sem fara á HM að vera fullbólusettir. Það verður að viðurkennast að þetta kom okkur gríðarlega á óvart miðað við það sem búið var að ræða í aðdragandanum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Tímamörk sem þeir þurfa að fara eftir „Við erum að lesa úr þessum reglum núna og átta okkur á því hver staðan er varðandi alla leikmennina okkar því það eru líka ákveðin tímamörk á þessu sem við þurfum að fara eftir,“ sagði Róbert Geir. Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Covid-reglur IHF á HM Þátttökuþjóðirnar á heimsmeistaramótinu eru ekki ánægðar með þetta. „Þessu var mótmælt strax og í kjölfarið seinkaði IHF lokafresti fyrir skilum á leikmannalistum. Sambandið seinkaði því um hálfan mánuð og sendi okkur síðan á föstudaginn ítarefni til að fara yfir vegna bólusetninganna,“ sagði Róbert. Búast við ströngum reglum „Við erum enn að bíða eftir því hvað verður með Covid reglur á mótinu sjálfu en það er ljóst að við gerum ráð fyrir því að það verði prófað og að þetta verði tiltölulega strangt miðað við það sem búist var við,“ sagði Róbert. Íslenska landsliðið lenti illa í kórónuveirunni á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Þessu er ekki lokið á stóra sviði handboltans. Hræðilegt ástand sem við lentum í „Þessu er aldeilis ekki lokið og maður hugsar með hryllingi til síðasta móts. Þetta var náttúrulega hræðilegt ástand sem við lentum í. Vonandi verða reglurnar ekki með sama sniði í ár en við höfum ekki séð endanlegar Covid-reglur,“ sagði Róbert. „Hins vegar er ljóst að það þurfa allir að vera bólusettir og við þurfum að fara yfir það með leikmönnum okkar, hverjir eru fullbólusettir og hverjir þurfa að fara í bólusetningu fyrir janúar. Þetta mun ekki hjálpa til, það er ljóst,“ sagði Róbert. Ef leikmenn eru ekki fullbólusettir þá fá þeir ekki að taka þátt í mótinu. „Nei, ef þú ert ekki fullbólusettur eða búinn að vera með Covid þá færðu ekki þátttökuheimild á HM. Það er staðan eins og hún er núna,“ sagði Róbert. Leikmenn og starfsmenn ekki ánægðir Er þetta íþyngjandi? „Þetta er það. Það er að mörgu leyti galið að við séum að tala um leikmenn sem eru fullheilbrigðir, í toppstandi og þurfa núna að láta bólusetja sig aftur. Það eru alls konar rannsóknir búnar að koma fram með þessi bóluefni og sitt sýnist hverjum. Ég veit að bæði leikmenn og starfsmenn eru ekkert ánægðir með að þurfa að fara í bólusetningar, jafnvel að óþörfu ,“ sagði Róbert. „Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hinar þátttökuþjóðirnar margar hverjar líka. Þær eru mjög vonsviknar með þessa ákvörðun,“ sagði Róbert. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti