Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2022 22:50 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Arnar Halldórsson Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá flutningaskip Smyril-Line, Akranes, sigla inn til Þorlákshafnar frá Rotterdam. Siglingar færeyska skipafélagsins frá Evrópu hófust fyrir fimm árum með einu skipi á viku, þau eru núna orðin þrjú á viku. Segullinn er staðsetning gagnvart Reykjavík. Hákon Hjartarson er svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson „Þetta náttúrlega styttir leiðina til Evrópu. Þetta er sólarhringur, fram og til baka, að sigla leiðina fyrir Reykjanesið. Við erum að ná að sigla til Rotterdam á tveimur og hálfum sólarhring,“ segir Hákon Hjartarson, svæðisstjóri Smyril Line. Þorlákshöfn hefur á skömmum tíma orðið ein umsvifamesta vöruhöfn landsins. Til að mæta þörfinni er verið að lengja aðalhafnargarðinn, dýpka höfnina og endurnýja bryggjur. Suðurverk annast lengingu hafnargarðsins og breytingu á Suðurvararbryggju en Hagtak endurnýjun Svartaskersbryggju. Séð yfir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Áætlað er að hafnarframkvæmdirnar muni kosta fjóra til fimm milljarða króna. Eftir þær mun höfnin geta tekið við mun stærri skipum. Í stað allt að 130 metra langra skipa munu fast að 200 metra löng skip geta nýtt höfnina. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri, sér höfnina eflast enn frekar. „Hér er alveg nægt landrými og við getum stækkað hérna í allar áttir,“ segir Benjamín Ómar. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Miklar framkvæmdir eru við fiskeldi sem og við smíði íbúða en bæjarstjórinn Elliði Vignisson segir hundruð íbúða í byggingu. Íbúafjöldi Þorlákshafnar nálgast tvöþúsund en árleg fjölgun er óvíða meiri. „Það er svona sex til níu prósenta fjölgun á íbúum. Samfélagið er að yngjast,“ segir Elliði. „Það er vegna þess að svona hefðbundin fjölskylda sem hingað flytur, hún kemur mjög gjarnan af höfuðborgarsvæðinu, og er með svona tvö til þrjú börn á leik- og grunnskólaaldri. Og þegar samfélag er að stækka svona hratt, eins og við erum að gera, þá þarf að hafa augun mjög fast á boltanum til að tryggja fræðslumál og félagsþjónustu.“ Nýr leikskóli er í smíðum og stækkun grunnskólans áformuð. Og þegar við biðjum bæjarstjórann að spá um fjölgun íbúa næstu árin svarar hann: „Ég sé fyrir mér að innan fimm ára þá verði þeir orðnir allavega svona 3.500 íbúar hérna. Innan 10-15 ára, þetta sveitarfélag verður orðið sjö til tíu þúsund manna sveitarfélag,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá flutningaskip Smyril-Line, Akranes, sigla inn til Þorlákshafnar frá Rotterdam. Siglingar færeyska skipafélagsins frá Evrópu hófust fyrir fimm árum með einu skipi á viku, þau eru núna orðin þrjú á viku. Segullinn er staðsetning gagnvart Reykjavík. Hákon Hjartarson er svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson „Þetta náttúrlega styttir leiðina til Evrópu. Þetta er sólarhringur, fram og til baka, að sigla leiðina fyrir Reykjanesið. Við erum að ná að sigla til Rotterdam á tveimur og hálfum sólarhring,“ segir Hákon Hjartarson, svæðisstjóri Smyril Line. Þorlákshöfn hefur á skömmum tíma orðið ein umsvifamesta vöruhöfn landsins. Til að mæta þörfinni er verið að lengja aðalhafnargarðinn, dýpka höfnina og endurnýja bryggjur. Suðurverk annast lengingu hafnargarðsins og breytingu á Suðurvararbryggju en Hagtak endurnýjun Svartaskersbryggju. Séð yfir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Áætlað er að hafnarframkvæmdirnar muni kosta fjóra til fimm milljarða króna. Eftir þær mun höfnin geta tekið við mun stærri skipum. Í stað allt að 130 metra langra skipa munu fast að 200 metra löng skip geta nýtt höfnina. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri, sér höfnina eflast enn frekar. „Hér er alveg nægt landrými og við getum stækkað hérna í allar áttir,“ segir Benjamín Ómar. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Miklar framkvæmdir eru við fiskeldi sem og við smíði íbúða en bæjarstjórinn Elliði Vignisson segir hundruð íbúða í byggingu. Íbúafjöldi Þorlákshafnar nálgast tvöþúsund en árleg fjölgun er óvíða meiri. „Það er svona sex til níu prósenta fjölgun á íbúum. Samfélagið er að yngjast,“ segir Elliði. „Það er vegna þess að svona hefðbundin fjölskylda sem hingað flytur, hún kemur mjög gjarnan af höfuðborgarsvæðinu, og er með svona tvö til þrjú börn á leik- og grunnskólaaldri. Og þegar samfélag er að stækka svona hratt, eins og við erum að gera, þá þarf að hafa augun mjög fast á boltanum til að tryggja fræðslumál og félagsþjónustu.“ Nýr leikskóli er í smíðum og stækkun grunnskólans áformuð. Og þegar við biðjum bæjarstjórann að spá um fjölgun íbúa næstu árin svarar hann: „Ég sé fyrir mér að innan fimm ára þá verði þeir orðnir allavega svona 3.500 íbúar hérna. Innan 10-15 ára, þetta sveitarfélag verður orðið sjö til tíu þúsund manna sveitarfélag,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26
Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42
Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41