Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2022 07:30 Úkraínuforseti segir harðast barist í Donetsk. Myndin sýnir Úkraínumenn berjast nærri Bakhmut. AP/LIBKOS Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu gert 400 loftárásir á skotmörk í austurhluta landsins frá því um morguninn. Harðast væri barist í Donetsk en Úkraínumenn væru að sækja fram í Luhansk. Bandaríkjamenn segja auknar loftárásir Rússa meðal annars ætlað að gera Úkraínumenn uppiskroppa með skotfæri fyrir loftvarnakerfi sín. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú vinna að því að efla varnir sínar umhverfis Svatove í Luhansk. Ráðuneytið segir leiðtoga Rússlands líklega vilja forgangsraða því að halda Svatove en skortur á þjálfuðum hermönnum og skotfærum séu að valda þeim vandræðum. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 21 November 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/NxOEkA8yFf #StandWithUkraine pic.twitter.com/0J5AAllnxg— Ministry of Defence (@DefenceHQ) November 21, 2022 Alþjóðakjarnorkumálastofnunin mun meta stöðu mála í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í dag, eftir árásir á verið yfir helgina. Byggingar og innviðir í kjarnorkuverinu eru sagðir hafa skemmst í árásunum en þær eru þó ekki taldar hafa ógnað öryggi versins. Rafael Grossi, framkvæmdastjóri IAEA, segir menn hins vegar „leika sér að eldinum“ með árásum umhverfis kjarnorkuverið. Mykhaylo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, segir tilraunir Vesturlanda til að koma Úkraínumönnum og Rússum að samningaborðinu undarlegar í ljósi sigra Úkraínumanna á vígvellinum. Hann sagði það myndu þýða uppgjöf þess sem hefði nú yfirhöndina. Frakkar hafa sent tvö eldflaugakerfi til viðbótar til Úkraínu og þá hafa nýkjörinn stjórnvöld á Ítalíu lagt fram frumvarp um stuðning við Úkraínu út næsta ár. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Bandaríkjamenn segja auknar loftárásir Rússa meðal annars ætlað að gera Úkraínumenn uppiskroppa með skotfæri fyrir loftvarnakerfi sín. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú vinna að því að efla varnir sínar umhverfis Svatove í Luhansk. Ráðuneytið segir leiðtoga Rússlands líklega vilja forgangsraða því að halda Svatove en skortur á þjálfuðum hermönnum og skotfærum séu að valda þeim vandræðum. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 21 November 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/NxOEkA8yFf #StandWithUkraine pic.twitter.com/0J5AAllnxg— Ministry of Defence (@DefenceHQ) November 21, 2022 Alþjóðakjarnorkumálastofnunin mun meta stöðu mála í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í dag, eftir árásir á verið yfir helgina. Byggingar og innviðir í kjarnorkuverinu eru sagðir hafa skemmst í árásunum en þær eru þó ekki taldar hafa ógnað öryggi versins. Rafael Grossi, framkvæmdastjóri IAEA, segir menn hins vegar „leika sér að eldinum“ með árásum umhverfis kjarnorkuverið. Mykhaylo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, segir tilraunir Vesturlanda til að koma Úkraínumönnum og Rússum að samningaborðinu undarlegar í ljósi sigra Úkraínumanna á vígvellinum. Hann sagði það myndu þýða uppgjöf þess sem hefði nú yfirhöndina. Frakkar hafa sent tvö eldflaugakerfi til viðbótar til Úkraínu og þá hafa nýkjörinn stjórnvöld á Ítalíu lagt fram frumvarp um stuðning við Úkraínu út næsta ár.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira