Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. „Já, það er vitað hver þetta var. Þetta var maður á sjötugsaldri.“
Margeir segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum sem gerðar voru á vettvangi í gær og að það muni taka sinn tíma. Ekki sé þó grunur um saknæmt athæfi.
Lögreglunni barst tilkynning eldinn um klukkan sex í gærmorgun. Lögregla og slökkvilið mætti þá á staðinn og var bíllinn þá alelda.