Breytingar á lögum um geymslu fósturvísa í samráðsgátt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 07:01 Vísir/Vilhelm Frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að breyta ákvæðum laganna með þeim hætti að ekki sé skylt að eyða fósturvísum við ákveðnar aðstæður aðila. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota fósturvísa nema í samræmi við samþykktan tilgang geymslunnar. Samkvæmt gildandi lögum skal eyða geymdum fósturvísum ef viðkomandi par slítur hjúskap eða óvígðri sambúð sinni þegar hámarksgeymslutími fósturvísa er ekki liðinn. Sama gildir ef annar aðilinn andast, nema um gjöf kynfrumna til notkunar við tæknifrjóvgun hafi verið að ræða. Í frumvarpinu kemur fram að orðalag ákvæðisins bendi til þess að gert sé ráð fyrir að par sem samþykkir geymslu fósturvísa hafi hvort um sig lagt til kynfrumur sem urðu að fósturvísum. Svo virðist sem löggjafinn hafi ekki gert ráð fyrir því að staðan yrði önnur ef einungis annar aðilinn leggur til kynfrumur eða að réttarstaðan breytist ef aðstæður breytast. „Í ljósi sífellt fjölbreytilegri fjölskylduforma geta komið upp tilvik sem gildandi lög ná ekki til eða hreinlega bjóða upp á mismunun. Nefna má sem dæmi þegar að tvær konur sem eignast fósturvísa í hjónabandi eða sambúð með gjafasæði og kynfrumum annarrar þeirra. Samkvæmt gildandi lögum ber að eyða fósturvísunum, þó að vilji beggja standi til þess að sú sem lagði til kynfrumurnar eða þær báðar nýti fósturvísana. Þessu þarf löggjafinn að breyta og þess vegna mun heilbrigðisráðherra leggja fram frumvarp, sem breytir ákvæðunum laganna með þeim hætti að ekki skuli eyða fósturvísum ef fyrir liggur upplýst samþykki aðila um að slíkt skuli ekki gera. Um er að ræða mikið réttlætismál og ríkir hagsmunir standa til þess að þessu verði breytt sem allra fyrst. Við vinnuna verður hugað að annarri löggjöf sem breytingin gæti haft áhrif á, eins og erfðalöggjöf,“ segir jafnframt í frumvarpinu. Hér er hægt að skoða málið nánar eða senda inn umsögn. Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. 26. september 2022 07:00 Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. 25. ágúst 2022 21:01 Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. 12. júní 2022 21:42 „Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt“ Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram frumvarp til breytinga á löggjöf um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvganir ásamt auknu frelsi og trausti til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun. 20. maí 2022 14:27 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira
Samkvæmt gildandi lögum skal eyða geymdum fósturvísum ef viðkomandi par slítur hjúskap eða óvígðri sambúð sinni þegar hámarksgeymslutími fósturvísa er ekki liðinn. Sama gildir ef annar aðilinn andast, nema um gjöf kynfrumna til notkunar við tæknifrjóvgun hafi verið að ræða. Í frumvarpinu kemur fram að orðalag ákvæðisins bendi til þess að gert sé ráð fyrir að par sem samþykkir geymslu fósturvísa hafi hvort um sig lagt til kynfrumur sem urðu að fósturvísum. Svo virðist sem löggjafinn hafi ekki gert ráð fyrir því að staðan yrði önnur ef einungis annar aðilinn leggur til kynfrumur eða að réttarstaðan breytist ef aðstæður breytast. „Í ljósi sífellt fjölbreytilegri fjölskylduforma geta komið upp tilvik sem gildandi lög ná ekki til eða hreinlega bjóða upp á mismunun. Nefna má sem dæmi þegar að tvær konur sem eignast fósturvísa í hjónabandi eða sambúð með gjafasæði og kynfrumum annarrar þeirra. Samkvæmt gildandi lögum ber að eyða fósturvísunum, þó að vilji beggja standi til þess að sú sem lagði til kynfrumurnar eða þær báðar nýti fósturvísana. Þessu þarf löggjafinn að breyta og þess vegna mun heilbrigðisráðherra leggja fram frumvarp, sem breytir ákvæðunum laganna með þeim hætti að ekki skuli eyða fósturvísum ef fyrir liggur upplýst samþykki aðila um að slíkt skuli ekki gera. Um er að ræða mikið réttlætismál og ríkir hagsmunir standa til þess að þessu verði breytt sem allra fyrst. Við vinnuna verður hugað að annarri löggjöf sem breytingin gæti haft áhrif á, eins og erfðalöggjöf,“ segir jafnframt í frumvarpinu. Hér er hægt að skoða málið nánar eða senda inn umsögn.
Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. 26. september 2022 07:00 Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. 25. ágúst 2022 21:01 Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. 12. júní 2022 21:42 „Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt“ Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram frumvarp til breytinga á löggjöf um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvganir ásamt auknu frelsi og trausti til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun. 20. maí 2022 14:27 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira
Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. 26. september 2022 07:00
Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. 25. ágúst 2022 21:01
Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. 12. júní 2022 21:42
„Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt“ Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram frumvarp til breytinga á löggjöf um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvganir ásamt auknu frelsi og trausti til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun. 20. maí 2022 14:27