Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Bjarki Sigurðsson skrifar 17. nóvember 2022 13:59 Hagfræðideild Landsbankans spáir 9,3 prósent verðbólgu í nóvember. Vísir/Vilhelm Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Deildin hafði spáð 0,44 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs og raunveruleg hækkun því meiri en von var á. Deildin segir að mesta hækkun á matvöruverði síðan í maí árið 2020 skýri hækkunina. Kjöt hækkaði um 4,8 prósent í verði milli mánaða. Verð á lambakjöti hækkaði mest eða um 16,7 prósent. Húsaleiga og verð á húsgögnum hækka Í Hagsjánni segir að spáð sé 0,27 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Ef svo fer mun tólf mánaða verðbólga fara aftur niður í 9,3 prósent. Spáð er 0,89 prósent hækkun á húsaleigu og mun sú hækkun bera ábyrgð á helmingi hækkun vísitölu neysluverðs. Þá mun verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækka um 0,77 prósent. Veikst hratt á skömmum tíma Hagfræðideildin segir gengi krónunnar hafa veikst hratt á stuttum tíma. Evran var 143 krónur í upphafi mánaðar en fór yfir 150 evrur fyrir þremur dögum síðan. „Þetta er mjög hröð veiking á stuttum tíma en veikinguna má að mestu leyti rekja til aukins vöruskiptahalla á síðustu mánuðum. Hann skýrist svo aftur bæði af auknum vöruinnflutningi og minni vöruútflutningi,“ segir í Hagsjánni. Gengisþróun meginóvissuþáttur Spáð er umtalsvert hærri verðbólgu á næstu mánuðum en spáð var í síðasta mánuði. Upphaflega var spáð 8,8 prósent verðbólgu í nóvember en því var síðar breytt í 9,3 prósent. Nú er spáð 9,5 prósent verðbólgu í desember en gert ráð fyrir að hún falli fljótt eftir það. Hún verði komin í 8,8 prósent í janúar og 8,4 prósent í febrúar. „Líkt og oft áður er gengisþróun krónunnar einn meginóvissuþátturinn í spánni. Sem fyrr segir gerum við samt ráð fyrir því að krónan muni leita til styrkingar til lengri tíma litið og skýrist það af því að við teljum að strax á næsta ári verði afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir í Hagsjánni. Neytendur Íslenska krónan Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Deildin hafði spáð 0,44 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs og raunveruleg hækkun því meiri en von var á. Deildin segir að mesta hækkun á matvöruverði síðan í maí árið 2020 skýri hækkunina. Kjöt hækkaði um 4,8 prósent í verði milli mánaða. Verð á lambakjöti hækkaði mest eða um 16,7 prósent. Húsaleiga og verð á húsgögnum hækka Í Hagsjánni segir að spáð sé 0,27 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Ef svo fer mun tólf mánaða verðbólga fara aftur niður í 9,3 prósent. Spáð er 0,89 prósent hækkun á húsaleigu og mun sú hækkun bera ábyrgð á helmingi hækkun vísitölu neysluverðs. Þá mun verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækka um 0,77 prósent. Veikst hratt á skömmum tíma Hagfræðideildin segir gengi krónunnar hafa veikst hratt á stuttum tíma. Evran var 143 krónur í upphafi mánaðar en fór yfir 150 evrur fyrir þremur dögum síðan. „Þetta er mjög hröð veiking á stuttum tíma en veikinguna má að mestu leyti rekja til aukins vöruskiptahalla á síðustu mánuðum. Hann skýrist svo aftur bæði af auknum vöruinnflutningi og minni vöruútflutningi,“ segir í Hagsjánni. Gengisþróun meginóvissuþáttur Spáð er umtalsvert hærri verðbólgu á næstu mánuðum en spáð var í síðasta mánuði. Upphaflega var spáð 8,8 prósent verðbólgu í nóvember en því var síðar breytt í 9,3 prósent. Nú er spáð 9,5 prósent verðbólgu í desember en gert ráð fyrir að hún falli fljótt eftir það. Hún verði komin í 8,8 prósent í janúar og 8,4 prósent í febrúar. „Líkt og oft áður er gengisþróun krónunnar einn meginóvissuþátturinn í spánni. Sem fyrr segir gerum við samt ráð fyrir því að krónan muni leita til styrkingar til lengri tíma litið og skýrist það af því að við teljum að strax á næsta ári verði afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir í Hagsjánni.
Neytendur Íslenska krónan Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf