Hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Veðmál í gangi hjá KA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 13:31 Hilmar Bjarki Gíslason, Dagur Árni Heimisson og Skarphéðinn Ívar Einarsson eru ungir strákar sem fá að spila hjá KA. S2 Sport Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson fóru saman yfir umferð helgarinnar í Olís deild karla í handbolta í nýjasta hlaðvarpþætti Seinni bylgjunnar. Tíunda umferðin hefst annað kvöld með leik Vals og Stjörnunnar og klárast síðan með tveimur leikjum á mánudagskvöldið. Fjórir leikir verða sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport en það eru leikir Vals og Stjörnunnar á föstudaginn (Kl. 19.30), leikur Fram og KA annars vegar (Kl. 16.15) og leikur Hauka og ÍBV hins vegar (Kl. 17.30) á laugardaginn og loks leiksins Aftureldingar og Selfoss á mánudagskvöldið (Kl. 19.30). „Níunda umferðin var algjörlega geggjuð. Leikur Selfoss og Stjörnunnar var ekki spennandi en aðrir leikir voru frekar frábærir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunarinnar um tíundu umferðina. „Enn og aftur fullt af útisigrum. Heimavöllurinn ekki að gefa mikið í deildinni. Þetta lítur mjög vel út og hefur verið mjög skemmtilegt hingað til,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson. Stefán Árni og Ingvi fóru yfir alla leiki umferðarinnar og þar á meðal leik Fram og KA sem hefst klukkan 16.15 á laugardaginn. „Á laugardaginn þá erum við með flottan leik á Stöð 2 Sport á milli Fram og KA klukkan fjögur á laugardegi. Framarar voru í basli á móti Herði í síðasta leik og KA-menn eru bara í basli yfirleitt,“ sagði Stefán Árni. „Ég skil KA-menn. Þeir eru með ákveðið veðmál í gangi. Í staðinn fyrir að spila á fínum leikmönnum eins og Patreki og Arnóri Ísaki þá eru þeir að spila á leikmönnum sem eru mjög ungir en geta orðið mjög góðir. Dagur Árni, Hilmar á línunni og Skarphéðinn. Ég er hrifinn af þessu í staðinn fyrir að vera í einhverri meðalmennsku að taka bara þetta ár, það geta komið vaxtarverkir en ég held að þetta geti líka orðið gott til framtíðar,“ sagði Ingvi. „Bara fjárfesting,“ skaut Stefán inn í. „Þetta er fjárfesting til framtíðar og svo verður KA að hætta að hugsa þannig að það lagist allt þegar Óli Gúst kemur aftur. Við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og í hvernig ástandi hann verður. Svo meiðist hann alltaf fljótt eftir að hann kemur til baka,“ sagði Ingvi. Það má hlusta á þá félaga fara yfir alla leikina hér fyrir ofan. Seinni bylgjan fylgist vel með öllum leikjunum og gerir svo umferðina upp á mánudagskvöldið. Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Tíunda umferðin hefst annað kvöld með leik Vals og Stjörnunnar og klárast síðan með tveimur leikjum á mánudagskvöldið. Fjórir leikir verða sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport en það eru leikir Vals og Stjörnunnar á föstudaginn (Kl. 19.30), leikur Fram og KA annars vegar (Kl. 16.15) og leikur Hauka og ÍBV hins vegar (Kl. 17.30) á laugardaginn og loks leiksins Aftureldingar og Selfoss á mánudagskvöldið (Kl. 19.30). „Níunda umferðin var algjörlega geggjuð. Leikur Selfoss og Stjörnunnar var ekki spennandi en aðrir leikir voru frekar frábærir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunarinnar um tíundu umferðina. „Enn og aftur fullt af útisigrum. Heimavöllurinn ekki að gefa mikið í deildinni. Þetta lítur mjög vel út og hefur verið mjög skemmtilegt hingað til,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson. Stefán Árni og Ingvi fóru yfir alla leiki umferðarinnar og þar á meðal leik Fram og KA sem hefst klukkan 16.15 á laugardaginn. „Á laugardaginn þá erum við með flottan leik á Stöð 2 Sport á milli Fram og KA klukkan fjögur á laugardegi. Framarar voru í basli á móti Herði í síðasta leik og KA-menn eru bara í basli yfirleitt,“ sagði Stefán Árni. „Ég skil KA-menn. Þeir eru með ákveðið veðmál í gangi. Í staðinn fyrir að spila á fínum leikmönnum eins og Patreki og Arnóri Ísaki þá eru þeir að spila á leikmönnum sem eru mjög ungir en geta orðið mjög góðir. Dagur Árni, Hilmar á línunni og Skarphéðinn. Ég er hrifinn af þessu í staðinn fyrir að vera í einhverri meðalmennsku að taka bara þetta ár, það geta komið vaxtarverkir en ég held að þetta geti líka orðið gott til framtíðar,“ sagði Ingvi. „Bara fjárfesting,“ skaut Stefán inn í. „Þetta er fjárfesting til framtíðar og svo verður KA að hætta að hugsa þannig að það lagist allt þegar Óli Gúst kemur aftur. Við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og í hvernig ástandi hann verður. Svo meiðist hann alltaf fljótt eftir að hann kemur til baka,“ sagði Ingvi. Það má hlusta á þá félaga fara yfir alla leikina hér fyrir ofan. Seinni bylgjan fylgist vel með öllum leikjunum og gerir svo umferðina upp á mánudagskvöldið.
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða