„Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2022 07:03 Útgerðarmenn segja stjórnvöld hindra stefnumótun og þróun greinarinnar. Vísir/Vilhelm „Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn, það er bara þannig,“ segir Daði Hjálmarsson, útgerðarstjóri KG Fiskverkunar og stjórnarmaður í stjórn Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi. Daði ræddi við Fréttablaðið um niðurstöður nýrrar rannsóknar Kristjáns Vigfússonar, kennara við Háskólann í Reykajvík, sem birtist í tímaritinu Marine Policy. Samkvæmt rannsókninni segja útgerðarmenn háværa og neikvæða pólitíska umræðu um sjávarútveg, og þar með óvissa um framtíð greinarinnar, hafa mikil og vond áhrif á það hvernig þeir upplifa starfsumhverfi sitt. Daði tekur undir þetta og segist tengja við niðurstöðurnar. „Mér finnst umræða um að kerfið sé óréttlátt vera mjög vitlaus. Ég lendi oft í að þá er verið að vísa til einhvers sem gerðist löngu áður en ég fæddist,“ segir hann. Daði vandar fjölmiðlum heldur ekki kveðjurnar og segir þá apa staðreyndir eftir stjórnmálamönnum án þess að kanna staðreyndir. Þá segir hann „spillingarpotta“ stjórnmálamanna, sértækan byggðakvóta, virka öfugt og skaða orðspor greinarinnar. Sjálfur segir Kristján, höfundur rannsóknarinnar, að það sem hafi komið honum mest á óvart væri hversu mikill tími og orka færi í það hjá æðstu stjórnendum að takast á við stjórnvöld og bregðast við pólitískri umræðu í fjölmiðlum. „Einnig finnst mér áhugavert hvernig skortur á framtíðarsýn stjórnvalda og getuleysi til að ná sátt um sjávarútveginn hefur áhrif á greinina og viðheldur sífelldum átökum sem ekki sér fyrir endann á,“ segir hann. Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Daði ræddi við Fréttablaðið um niðurstöður nýrrar rannsóknar Kristjáns Vigfússonar, kennara við Háskólann í Reykajvík, sem birtist í tímaritinu Marine Policy. Samkvæmt rannsókninni segja útgerðarmenn háværa og neikvæða pólitíska umræðu um sjávarútveg, og þar með óvissa um framtíð greinarinnar, hafa mikil og vond áhrif á það hvernig þeir upplifa starfsumhverfi sitt. Daði tekur undir þetta og segist tengja við niðurstöðurnar. „Mér finnst umræða um að kerfið sé óréttlátt vera mjög vitlaus. Ég lendi oft í að þá er verið að vísa til einhvers sem gerðist löngu áður en ég fæddist,“ segir hann. Daði vandar fjölmiðlum heldur ekki kveðjurnar og segir þá apa staðreyndir eftir stjórnmálamönnum án þess að kanna staðreyndir. Þá segir hann „spillingarpotta“ stjórnmálamanna, sértækan byggðakvóta, virka öfugt og skaða orðspor greinarinnar. Sjálfur segir Kristján, höfundur rannsóknarinnar, að það sem hafi komið honum mest á óvart væri hversu mikill tími og orka færi í það hjá æðstu stjórnendum að takast á við stjórnvöld og bregðast við pólitískri umræðu í fjölmiðlum. „Einnig finnst mér áhugavert hvernig skortur á framtíðarsýn stjórnvalda og getuleysi til að ná sátt um sjávarútveginn hefur áhrif á greinina og viðheldur sífelldum átökum sem ekki sér fyrir endann á,“ segir hann.
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira