Samflot iðn- og tæknifólks vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 20:32 Skrifstofur Ríkissáttasemjara Vísir/Egill Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl. Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í dag kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. Að samfloti iðn- og tæknifólks standa MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna aðildarfélaga, Samiðn vegna aðildarfélaga og VM félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Í tilkynningu segir að Samninganefnd iðn- og tæknifólks hafi lagt áherslu á að viðhalda kaupmætti sinna félagsmanna auk þess að leggja áherslu á fjölskyldu- og manneskjulegt starfsumhverfi t.d með því að taka annað skref í styttingu vinnuvikunnar þannig að vinnutímastytting henti öllu félagsfólki. Félögin hafi lagt fram töluleg gögn sem sýna fram á mun lakari launaþróun iðnaðarmanna samanborið við aðra hópa á vinnumarkaði og mikilvægi þess að taxtar iðnaðarmanna hækki í takt við þann mismun. „Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur nálgast verkefnið með ábyrgum hætti og lagt sig fram við að hugsa í lausnum og hlusta á viðsemjendur. Við munum þó aldrei samþykkja þá skoðun sem virðist vera ríkjandi við samningaborðið að eingöngu launafólk eigi að viðhalda stöðuleika og halda niðri verðbólgu í íslensku samfélagi.“ Stjórnvöld og sveitarfélög hafa boðað gjaldskrár- og skattahækkanir um næstu áramót, að undanförnu hafa dunið á launafólki hækkanir vegna vaxtahækkana Seðlabankans og á almennri neysluvöru. Stéttarfélög iðnaðarmanna fara því fram með sanngjarna kröfu um að verja og auka kaupmátt til framtíðar. „Það er réttlát krafa að iðn- og tæknifólk fái sanngjarna hlutdeild af þeirri verðmætasköpun sem þau leggja til íslensku hagkerfi.“ Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í dag kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. Að samfloti iðn- og tæknifólks standa MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna aðildarfélaga, Samiðn vegna aðildarfélaga og VM félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Í tilkynningu segir að Samninganefnd iðn- og tæknifólks hafi lagt áherslu á að viðhalda kaupmætti sinna félagsmanna auk þess að leggja áherslu á fjölskyldu- og manneskjulegt starfsumhverfi t.d með því að taka annað skref í styttingu vinnuvikunnar þannig að vinnutímastytting henti öllu félagsfólki. Félögin hafi lagt fram töluleg gögn sem sýna fram á mun lakari launaþróun iðnaðarmanna samanborið við aðra hópa á vinnumarkaði og mikilvægi þess að taxtar iðnaðarmanna hækki í takt við þann mismun. „Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur nálgast verkefnið með ábyrgum hætti og lagt sig fram við að hugsa í lausnum og hlusta á viðsemjendur. Við munum þó aldrei samþykkja þá skoðun sem virðist vera ríkjandi við samningaborðið að eingöngu launafólk eigi að viðhalda stöðuleika og halda niðri verðbólgu í íslensku samfélagi.“ Stjórnvöld og sveitarfélög hafa boðað gjaldskrár- og skattahækkanir um næstu áramót, að undanförnu hafa dunið á launafólki hækkanir vegna vaxtahækkana Seðlabankans og á almennri neysluvöru. Stéttarfélög iðnaðarmanna fara því fram með sanngjarna kröfu um að verja og auka kaupmátt til framtíðar. „Það er réttlát krafa að iðn- og tæknifólk fái sanngjarna hlutdeild af þeirri verðmætasköpun sem þau leggja til íslensku hagkerfi.“
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49