Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynnt hafi verið um að ekið hafi verið á átta ára dreng á reiðhjóli þegar hann fór yfir akbraut á gangbraut í póstnúmeri 105 klukkan rúmlega átta í morgun. Drengurinn hafi fallið í götuna og fundið til eymsla í hné.
Ökumaður bifreiðarinnar hafi ekki séð til drengsins og hún hafi verið á litlum hraða. Drengurinn er sagður hafa verið nokkuð brattur þegar afi hans kom og sótti hann.
Innan við klukkustund í sama hverfi var tilkynnt um að ekið hefði verið á hjólreiðamann. Sá var með aflögun á fingri og kvartaði undan verk í baki og herðablaði. Hann var fluttir með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild. Ekki kom fleira fram um hvernig slysið atvikaðist í dagbók lögreglunnar.