Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 18:30 Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra telur skipan í stöðu þjóðminjavarðar farsæla. Vísir/Arnar Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. Menningarmálaráðherra skipaði Hörpu Þórsdóttur safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar í lok ágúst. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga, Félag fornleifafræðinga og BHM voru á meðal þeirra sem gerðu alvarlegar athugasemdir við að staðan hefði ekki verið auglýst. Málið var enn fremur til umræðu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Í umfjöllun um málið kom svo fram að menningarmálaráðherra hefði sagt á Safnaþingi á Austfjörðum að hún harmaði að hafa skipað án auglýsingar í stöðuna. Hún sagði svo síðar að hún hafnaði að hafa harmað skipanina. Harpa Þórsdóttir tók svo við sem við sem þjóðminjavörður þann 17. október síðastliðinn. Ánægður menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir Menningarmálaráðherra er ánægð með skipanina. „Hún er einstaklega hæfur stjórnandi og hún er að byrja mjög vel í starfi sínu sem þjóðminjavörður,“ segir Lilja. Lilja segir að allt ferlið hafi verið lærdómsríkt. „Eitt af því sem við erum að gera núna er að við erum að samræma skipunartíma höfuðsafnanna. Listasafns Íslands, Þjóðminjasafnsins og Náttúrugripasafnsins. Þannig að hann er nú fimm ár. Þannig að það er ýmislegt sem kemur út úr þessu en þessi skipun er mjög farsæl,“ segir Lilja. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. 2. september 2022 21:02 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Menningarmálaráðherra skipaði Hörpu Þórsdóttur safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar í lok ágúst. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga, Félag fornleifafræðinga og BHM voru á meðal þeirra sem gerðu alvarlegar athugasemdir við að staðan hefði ekki verið auglýst. Málið var enn fremur til umræðu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Í umfjöllun um málið kom svo fram að menningarmálaráðherra hefði sagt á Safnaþingi á Austfjörðum að hún harmaði að hafa skipað án auglýsingar í stöðuna. Hún sagði svo síðar að hún hafnaði að hafa harmað skipanina. Harpa Þórsdóttir tók svo við sem við sem þjóðminjavörður þann 17. október síðastliðinn. Ánægður menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir Menningarmálaráðherra er ánægð með skipanina. „Hún er einstaklega hæfur stjórnandi og hún er að byrja mjög vel í starfi sínu sem þjóðminjavörður,“ segir Lilja. Lilja segir að allt ferlið hafi verið lærdómsríkt. „Eitt af því sem við erum að gera núna er að við erum að samræma skipunartíma höfuðsafnanna. Listasafns Íslands, Þjóðminjasafnsins og Náttúrugripasafnsins. Þannig að hann er nú fimm ár. Þannig að það er ýmislegt sem kemur út úr þessu en þessi skipun er mjög farsæl,“ segir Lilja.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. 2. september 2022 21:02 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47
Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47
Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54
Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28
„Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. 2. september 2022 21:02
Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39