Reykjanesbraut lokuð í sólarhring Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2022 09:07 Lokunina má rekja til þess að til stendur að malbika Reykjanesbraut á um 2,7 km kafla við álverið í Straumsvík. Vegagerðin Reykjanesbraut verður lokað í kvöld á kaflanum frá Grindavíkurvegi og í átt að Hafnarfirði vegna malbiksframkvæmda. Veginum verður lokað klukkan 20 í kvöld og er áætlað að opnað verði á ný klukkan 20 annað kvöld. Á vef Vegagerðarinnar segir að hjáleið verði um Krýsuvíkurveg og að opið verði fyrir umferð í átt að Keflavíkurflugvelli. Lokunina má rekja til þess að til stendur að malbika Reykjanesbraut á um 2,7 km kafla við álverið í Straumsvík. „Reykjanesbrautin verður opin fyrir umferð til Suðurnesja og á flugvöllinn allan framkvæmdatímann. Vegurinn verður lokaður við Grindavíkurveg, fyrir umferð í átt til Reykjavíkur en opið verður fyrir íbúa og þá sem eiga erindi í Voga og á Vatnsleysuströnd. Hjáleið verður um Grindavíkurveg (43), Suðurstrandarveg (427) og Krýsuvíkurveg (42) fyrir þá sem eru á leið til höfuðborgarinnar. Sú leið er lengri og því þurfa ökumenn að gera ráð fyrir lengri ferðatíma. Einnig er bent á að umferðartafir gætu orðið nokkrar og ökumenn beðnir um að aka varlega og sýna tillitssemi. Hraði á Krýsuvíkurvegi verður tekinn niður í 50 km/klst. á nokkrum stöðum auk þess sem hugað verður að aukinni vetrarþjónustu á veginum ef á þarf að halda. Til stóð að malbika þennan kafla Reykjanesbrautarinnar sumarið 2023 en hjólför hafa myndast hraðar en ráð var fyrir gert og því talið nauðsynlegt að ráðast í þessar framkvæmdir fyrir veturinn til að gæta fyllsta öryggis vegfarenda. Dagsetning framkvæmdanna nú er valin vegna hagstæða veðurskilyrða í vikunni. Björgunarsveitarfólk og starfsfólk Vegagerðarinnar verður við lokunarstöðvar og helstu gatnamót. Þetta er gert til að auka öryggi og til að bregðast við ef hleypa þarf í gegn viðbragðsaðilum í forgangsakstri. Lokun Reykjanesbrautarinnar eru unnin í góðri samvinnu við helstu hagaðila,“ segir í tilkynningunni á vef Vegagerðarinnar. Vegagerð Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Umferð Vogar Suðurnesjabær Grindavík Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Á vef Vegagerðarinnar segir að hjáleið verði um Krýsuvíkurveg og að opið verði fyrir umferð í átt að Keflavíkurflugvelli. Lokunina má rekja til þess að til stendur að malbika Reykjanesbraut á um 2,7 km kafla við álverið í Straumsvík. „Reykjanesbrautin verður opin fyrir umferð til Suðurnesja og á flugvöllinn allan framkvæmdatímann. Vegurinn verður lokaður við Grindavíkurveg, fyrir umferð í átt til Reykjavíkur en opið verður fyrir íbúa og þá sem eiga erindi í Voga og á Vatnsleysuströnd. Hjáleið verður um Grindavíkurveg (43), Suðurstrandarveg (427) og Krýsuvíkurveg (42) fyrir þá sem eru á leið til höfuðborgarinnar. Sú leið er lengri og því þurfa ökumenn að gera ráð fyrir lengri ferðatíma. Einnig er bent á að umferðartafir gætu orðið nokkrar og ökumenn beðnir um að aka varlega og sýna tillitssemi. Hraði á Krýsuvíkurvegi verður tekinn niður í 50 km/klst. á nokkrum stöðum auk þess sem hugað verður að aukinni vetrarþjónustu á veginum ef á þarf að halda. Til stóð að malbika þennan kafla Reykjanesbrautarinnar sumarið 2023 en hjólför hafa myndast hraðar en ráð var fyrir gert og því talið nauðsynlegt að ráðast í þessar framkvæmdir fyrir veturinn til að gæta fyllsta öryggis vegfarenda. Dagsetning framkvæmdanna nú er valin vegna hagstæða veðurskilyrða í vikunni. Björgunarsveitarfólk og starfsfólk Vegagerðarinnar verður við lokunarstöðvar og helstu gatnamót. Þetta er gert til að auka öryggi og til að bregðast við ef hleypa þarf í gegn viðbragðsaðilum í forgangsakstri. Lokun Reykjanesbrautarinnar eru unnin í góðri samvinnu við helstu hagaðila,“ segir í tilkynningunni á vef Vegagerðarinnar.
Vegagerð Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Umferð Vogar Suðurnesjabær Grindavík Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira