Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 23:41 Lögreglumenn á vettvangi sprengingarinnar í þorpinu Przewodow í kvöld. Vísir/EPA Utanríkisráðuneyti Póllands fullyrti í kvöld að flugskeyti sem varð tveimur að bana í austanverðu landinu síðdegis í dag hafi verið framleitt í Rússlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hafði áður hafnað því að rússnesk vopn hafi valdið mannfallinu. Tveir fórust þegar flugskeyti féll við þorpið Przewodów í austanverðu Póllandi aðeins örfáum kílómetrum frá landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. Þjóðaröryggisráð Póllands var kallað saman vegna þess og var viðbúnaður hersins aukinn að honum loknum. Ekki lá fyrir í upphafi hvaðan flugskeytið kom en AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustumanni að það hefði verið rússneskt. Það hafði þó ekki verið staðfest og Rússar höfðu hafnað því. Nú segir pólska utanríkisráðuneytið að flugskeytið hafi sannarlega verið rússneskt. Zbigniew Rau, utanríkisráðherra, hafi kallað rússneska sendiherrann á sinn fund og krafist tafarlausra og ítarlegra skýringa. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafði fyrr í kvöld fullyrt að flugskeytið sem lenti í Póllandi hefði verið rússneskt en lagði ekki fram sannanir fyrir staðhæfingunni. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins komi saman til fundar um málið að beiðni Pólverja á morgun. Samkvæmt stofnsáttmála NATO geta ríki farið fram á fund ef þau telja öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmálinn skyldar NATO-ríkin einnig til þess að bregðast við ef ráðist er á eitt þeirra. Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tveir fórust þegar flugskeyti féll við þorpið Przewodów í austanverðu Póllandi aðeins örfáum kílómetrum frá landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. Þjóðaröryggisráð Póllands var kallað saman vegna þess og var viðbúnaður hersins aukinn að honum loknum. Ekki lá fyrir í upphafi hvaðan flugskeytið kom en AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustumanni að það hefði verið rússneskt. Það hafði þó ekki verið staðfest og Rússar höfðu hafnað því. Nú segir pólska utanríkisráðuneytið að flugskeytið hafi sannarlega verið rússneskt. Zbigniew Rau, utanríkisráðherra, hafi kallað rússneska sendiherrann á sinn fund og krafist tafarlausra og ítarlegra skýringa. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafði fyrr í kvöld fullyrt að flugskeytið sem lenti í Póllandi hefði verið rússneskt en lagði ekki fram sannanir fyrir staðhæfingunni. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins komi saman til fundar um málið að beiðni Pólverja á morgun. Samkvæmt stofnsáttmála NATO geta ríki farið fram á fund ef þau telja öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmálinn skyldar NATO-ríkin einnig til þess að bregðast við ef ráðist er á eitt þeirra.
Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37
Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43
Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58