Annað heimilið sem þau þurfa að yfirgefa á þessu ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 21:01 Hjónin Viktoría og Anton Garbar þurfa að yfirgefa Ísland í fyrramálið. Þau eru rússnesk og komu hingað til lands í byrjun árs en þau hafa mótmælt yfirvöldum í Rússlandi og stríðsrekstri þeirra í Úkraínu harðlega. Vísir/Arnar Rússnesk hjón sem hafa mótmælt stríðinu í Úkraínu fá ekki pólitískt hæli á Íslandi og verða flutt til Ítalíu á morgun. Í nokkur ár hafa hjónin komið reglulega til Íslands með ferðamenn og hafa þegar fengið atvinnutilboð. Kærunefnd Útlendingamála taldi það ekki næga ástæðu til að veita þeim hæli. Hjónin Anton og Viktoria Garbar ráku ferðaskrifstofu í heimalandi sínu Rússlandi í nokkur ár og ferðuðust meðal annars með hópa fólks til Íslands. Eftir að stríðið braust út í Úkraínu flúðu hjónin til Íslands. „Við neyddumst til að yfirgefa Rússland vegna mótmæla okkar gegn hernaði og ríkisstjórninni, gegn stjórn Pútíns og gegn öllu því sem landið okkar gerir í Úkraínu,“ segir Anton. Hjónin hafa verið á Íslandi í sjö mánuði og vegna vinnu sinnar hér undanfarin ár og standandi atvinnutilboða töldu þau sig hafa næg tengsl til landsins til að uppfylla skilyrði Útlendingastofnunar um sérstök tengsl. „Við töldum okkur hafa tengsl við Ísland eins og kveðið er á um í lögum um sérstök tengsl. Við héldum að við hefðum þau. Við eigum marga vini sem skrifuðu meðmælabréf um okkur til Útlendingastofnunar,“ segir Anton. Vinkona þeirra hefur útvegað hjónunum tímabundið húsnæði á Ítalíu en þau segjast hrædd. „Í byrjun þessa árs, í febrúar, neyddumst við til að yfirgefa eitt heimili. Eftir þessa sjö mánuði var Ísland orðið okkar annað heimili og nú neyðumst við til að yfirgefa annað heimili okkar,“ segir Anton. „Það er hræðilegt, það er mjög ógnvekjandi. Ég veit ekki hvað við gerum þar.“ Viktoria tekur undir með eiginmanni sínum. „Við kunnum ekki ítölsku. Af hverju var ég að læra íslensku? En þetta reddast.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Tengdar fréttir Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00 Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Hjónin Anton og Viktoria Garbar ráku ferðaskrifstofu í heimalandi sínu Rússlandi í nokkur ár og ferðuðust meðal annars með hópa fólks til Íslands. Eftir að stríðið braust út í Úkraínu flúðu hjónin til Íslands. „Við neyddumst til að yfirgefa Rússland vegna mótmæla okkar gegn hernaði og ríkisstjórninni, gegn stjórn Pútíns og gegn öllu því sem landið okkar gerir í Úkraínu,“ segir Anton. Hjónin hafa verið á Íslandi í sjö mánuði og vegna vinnu sinnar hér undanfarin ár og standandi atvinnutilboða töldu þau sig hafa næg tengsl til landsins til að uppfylla skilyrði Útlendingastofnunar um sérstök tengsl. „Við töldum okkur hafa tengsl við Ísland eins og kveðið er á um í lögum um sérstök tengsl. Við héldum að við hefðum þau. Við eigum marga vini sem skrifuðu meðmælabréf um okkur til Útlendingastofnunar,“ segir Anton. Vinkona þeirra hefur útvegað hjónunum tímabundið húsnæði á Ítalíu en þau segjast hrædd. „Í byrjun þessa árs, í febrúar, neyddumst við til að yfirgefa eitt heimili. Eftir þessa sjö mánuði var Ísland orðið okkar annað heimili og nú neyðumst við til að yfirgefa annað heimili okkar,“ segir Anton. „Það er hræðilegt, það er mjög ógnvekjandi. Ég veit ekki hvað við gerum þar.“ Viktoria tekur undir með eiginmanni sínum. „Við kunnum ekki ítölsku. Af hverju var ég að læra íslensku? En þetta reddast.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Tengdar fréttir Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00 Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00
Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels