Það er handboltasíðan handball-planet sem stendur fyrir valinu, en þetta er níunda árið sem verðlaunin eru veitt. Lesendum síðunnar gefst tækifæri á að segja sína skoðun með því að kjósa á síðunni, en hægt er að kjósa með því að smella hér.
Fjórir leikmenn eru tilnefndir í hverja stöðu fyrir sig og loks verður efnilegasti leikmaður heims útnefndur. Leikmenn fæddir árið 2000 og síðar eru gjaldgengir í valið.
Hópur fjölmiðlamanna í Evrópu sá um að tilnefna fjóra leikmenn í hverja stöðu fyrir sig, en eins og áður segir er það svo í höndum lesenda að skera úr um úrslitin.