Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 14:12 Nautgripirnir verða fluttir af bænum. Steinunn Árnadóttir Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra í Borgarfirði síðan í ágúst. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs átstands í október en þau sem eftir voru sögð í viðkvæmu ásandi af MAST. Þá var sauðfé fjarlægt þaðan í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Aðgerðir Matvælastofnunar við fjarlægingu nautgripanna hófst í gær en íbúi í Borgarnesi, sem hefur fylgst náið með ástandi dýranna, segir marga nautgripina varla hafa komist í vatn og fóður undanfarnar vikur. „Þetta byrjaði upp úr klukkan eitt, þá komu bílar aðvífandi. Lögreglubílar og frá Matvælastofnun og sláturbílar og það var byrjað að taka nautgripi ú rþessum útihúsum,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Inni í húsunum hafi verið tæplega 150 nautgripir og úti í kring um þrjátíu. Hún hafi engin svör fengið frá Matvælastofnun. „Ég er margbúin að senda þeim ðóst og ekki í eitt einasta skipti fengið viðbrögð við þeim póstum,“ segir Steinunn. Lögregla og MAST eru nú á staðnum.Steinunn Árnadóttir Skipaður var bústjóri á bænum um helgina, sem tryggði meðal annars að dýrin væru fóðruð. „Þeir fengu örugglega í fyrsta skipti í langan tíma gott fóður.“ Hefði ekki þurft að gera það miklu fyrr? „Ju, það er margt þarna sem hefði þurft að gera miklu fyrr.“ Lögreglan á Vesturlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið MAST innan handar í aðgerðunum. Dýralæknir hjá MAST, sem fréttastofa ræddi við í dag, sagði í samtali við fréttastofu að dýrin á bænum hafi ekki verið vannærð eða níðst á þeim. Einfaldlega hafi ábúendur ekki uppfyllt þau skilyrði og réttindi sem dýrin eigi með lögum og umsjón heilt yfir verið slæm. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra í Borgarfirði síðan í ágúst. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs átstands í október en þau sem eftir voru sögð í viðkvæmu ásandi af MAST. Þá var sauðfé fjarlægt þaðan í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Aðgerðir Matvælastofnunar við fjarlægingu nautgripanna hófst í gær en íbúi í Borgarnesi, sem hefur fylgst náið með ástandi dýranna, segir marga nautgripina varla hafa komist í vatn og fóður undanfarnar vikur. „Þetta byrjaði upp úr klukkan eitt, þá komu bílar aðvífandi. Lögreglubílar og frá Matvælastofnun og sláturbílar og það var byrjað að taka nautgripi ú rþessum útihúsum,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Inni í húsunum hafi verið tæplega 150 nautgripir og úti í kring um þrjátíu. Hún hafi engin svör fengið frá Matvælastofnun. „Ég er margbúin að senda þeim ðóst og ekki í eitt einasta skipti fengið viðbrögð við þeim póstum,“ segir Steinunn. Lögregla og MAST eru nú á staðnum.Steinunn Árnadóttir Skipaður var bústjóri á bænum um helgina, sem tryggði meðal annars að dýrin væru fóðruð. „Þeir fengu örugglega í fyrsta skipti í langan tíma gott fóður.“ Hefði ekki þurft að gera það miklu fyrr? „Ju, það er margt þarna sem hefði þurft að gera miklu fyrr.“ Lögreglan á Vesturlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið MAST innan handar í aðgerðunum. Dýralæknir hjá MAST, sem fréttastofa ræddi við í dag, sagði í samtali við fréttastofu að dýrin á bænum hafi ekki verið vannærð eða níðst á þeim. Einfaldlega hafi ábúendur ekki uppfyllt þau skilyrði og réttindi sem dýrin eigi með lögum og umsjón heilt yfir verið slæm.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20
Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31