Lyfjaafgreiðsla í Laugarási í lausu lofti eftir lokun Lyfju Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 14:12 Afgreiðsla Lyfju í Laugarási. Já.is Útibúi Lyfju í Laugarási var lokað um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur óskað eftir því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) taki við lyfjaafgreiðslu en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Íbúar Laugaráss í Bláskógabyggð hafa hingað til getað fengið afgreiðslu lyfja í lyfjaafgreiðslu Lyfju. Lyfjaafgreiðslan var starfrækt á móti húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í sveitarfélaginu. Fjallað var um fyrirhugaða lokun lyfjaafgreiðslunnar hér á Vísi í byrjun október. Þá lýstu bæði sveitarstjórn Bláskógabyggðar og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps yfir áhyggjum sínum vegna áforma Lyfju. Fram kom í fundargerðum sveitarfélaganna að Lyfja leitaðist eftir samningum um að HSU tæki við lyfjaafgreiðslunni. Þann 1. nóvember síðastliðinn var útibúi Lyfju hins vegar lokað, án þess að búið væri að ákveða hver tæki við. Í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá því í síðustu viku segir að lokunin verði að teljast afar slæm fyrir íbúa svæðisins. Þá sé hún ekki til þess fallin að styrkja starfsemi HSU í Laugarási. „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar þessa niðurstöðu, sem veldur miklum vonbrigðum, og hvetur til þess að HSU leiti allra leiða til að fá annað apótek til samstarfs,“ segir í fundargerðinni. Í samtali við fréttastofu segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, að enn hafi ekki náðst samkomulag um hvernig lyfjaafgreiðsla á heilsugæslunni ætti að útfærast. Þá á hún ekki von á að svo verði. „Þetta er ekki okkar rekstur. Auðvitað hörmum það að hafa ekki þessa þjónustu við heilsugæsluna. Það er auðvitað sorglegt. Þetta eru bara aðilar sem reka þetta og taka þessar ákvarðanir. Við höfum lítið um það að segja,“ segir Díana. Bláskógabyggð Heilbrigðismál Lyf Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Íbúar Laugaráss í Bláskógabyggð hafa hingað til getað fengið afgreiðslu lyfja í lyfjaafgreiðslu Lyfju. Lyfjaafgreiðslan var starfrækt á móti húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í sveitarfélaginu. Fjallað var um fyrirhugaða lokun lyfjaafgreiðslunnar hér á Vísi í byrjun október. Þá lýstu bæði sveitarstjórn Bláskógabyggðar og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps yfir áhyggjum sínum vegna áforma Lyfju. Fram kom í fundargerðum sveitarfélaganna að Lyfja leitaðist eftir samningum um að HSU tæki við lyfjaafgreiðslunni. Þann 1. nóvember síðastliðinn var útibúi Lyfju hins vegar lokað, án þess að búið væri að ákveða hver tæki við. Í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá því í síðustu viku segir að lokunin verði að teljast afar slæm fyrir íbúa svæðisins. Þá sé hún ekki til þess fallin að styrkja starfsemi HSU í Laugarási. „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar þessa niðurstöðu, sem veldur miklum vonbrigðum, og hvetur til þess að HSU leiti allra leiða til að fá annað apótek til samstarfs,“ segir í fundargerðinni. Í samtali við fréttastofu segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, að enn hafi ekki náðst samkomulag um hvernig lyfjaafgreiðsla á heilsugæslunni ætti að útfærast. Þá á hún ekki von á að svo verði. „Þetta er ekki okkar rekstur. Auðvitað hörmum það að hafa ekki þessa þjónustu við heilsugæsluna. Það er auðvitað sorglegt. Þetta eru bara aðilar sem reka þetta og taka þessar ákvarðanir. Við höfum lítið um það að segja,“ segir Díana.
Bláskógabyggð Heilbrigðismál Lyf Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira