Með bundnu slitlagi koma fleiri tækifæri Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 10:31 Af hverju Dalabyggð? Það hefur komið fyrir að íbúar Dalabyggðar séu spurðir af hverju við veljum að búa hérna á sama tíma og við kvörtum yfir ástandi vega, fjarskipta og flutningsöryggi rafmagns. Jú, hérna er minna kapphlaup, það þarf ekki að eiga allt eða hafa allt innan seilingar. Það eru styttri boðleiðir, meiri nánd í samfélaginu. Hérna þarf ekki að borga sig inn í afslöppunarsetur til að upplifa kyrr og ró, það er nóg að fara út fyrir dyr. Þátttaka í hverskyns félagsstarfi miðar að því að skilja eitthvað eftir í samfélaginu. Samfélag þar sem er ekkert mál að lána eða redda, því slíkt er borgað til baka, við hjálpumst að við að láta hjólin snúast. Hérna er hægt að hafa nóg fyrir stafni dag eftir dag ef maður vill og einnig hægt að hafa ekkert á dagskrá þegar maður þarfnast þess. Þrátt fyrir þessi lífsgæði sem draga úr leiða, álagi og kulnun, þá megum við og eigum að láta vita af vanköntum. Við megum sem skattgreiðendur, þjónustunotendur, viðskiptavinir, fyrirtækjaeigendur, foreldrar og almennir íbúar tjá okkur um það sem mætti fara betur. Tækifæri Dalabyggðar eru svo gífurlega mörg og við viljum leita allra leiða svo hægt sé að nýta þau. Hver er staðan? Íbúar Dalabyggðar búa við það að Skógarstrandarvegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags, þar sem um 40km án slitlags standa innan Dalabyggðar. Klofningsvegur er um 83km þar sem aðeins er bundið slitlag við nokkur lögbýli á leiðinni. Einnig má nefna Orrahólsveg, Staðarhólsveg, Hjarðarholtsveg, Haukadalsveg, Hlíðarveg, Hálsbæjaveg, Hörðudalsvegi og svo framvegis. Hér erum við ekki að tala um vegi á heimsminjaskrá UNESCO þó þeir virki oft þannig í augum gesta. Þetta eru vegir þar sem býr fólk, þar sem skólabílar aka, þar sem rekin eru fyrirtæki. Þetta eru vegirnir sem færa okkur aðföng og flytja frá okkur vörur. Vegirnir sem við ferðumst um til að komast til vinnu eða heimsækja vini og vegirnir sem við bjóðum ferðamönnum að aka um þegar þeir koma inn á svæðið. Kemur við atvinnurekstur Sumarið 2022 var ferðaþjónum í Dalabyggð gott, gistirými vel nýtt og margir ferðaþjónar sem völdu að hafa opið lengra inn í haustið heldur en vanalega vegna eftirspurnar. Þetta sýnir hvað svæðið á ótrúlega mikið inni og við finnum fyrir auknum þrýstingi. Þrýstingi umferðar utan frá Snæfellsnesi um að hægt verði að opna hringleið með slitlagi um Snæfellsnes yfir í Dali. Það er ekkert launungamál að ferðaskrifstofur banna bílstjórum sínum að aka um Skógarstrandarveg á hópferðabílum og að ferðamönnum er ráðlagt að fara ekki um þennan veg á ferð sinni um landið vegna ástands hans. Á sama tíma hvetja ferðamenn sem fara þarna um aðra ferðamenn til að láta ástand vegarins ekki stoppa sig í að fara þessa leið eða heimsækja ferðaþjóna sem þar eru, því umhverfið og náttúran séu einstök. Náum fram árangri Það er ekki bara fúlt fyrir skólabörn að skrölta um þessa vegi tvisvar á dag eða fyrir íbúa við þessa vegi að geta aldrei verið fyllilega lausir við rykský á hlaðinu og óhreina bíla eða þurfa ætíð að hafa nokkur varadekk meðferðis. Heldur er það einnig fúlt fyrir fyrirtæki, sem missa viðskipti vegna þess að gestir treysta sér ekki til að aka til þeirra eða þeir fá lægri einkunn og færri stjörnur, þrátt fyrir fyrirmyndaraðstöðu aðeins vegna ástands vega á leiðinni. Ástand vegakerfis og umferðaröryggi hafa komið mjög illa út í Dalabyggð í íbúakönnunum undanfarin ár. Ákall íbúa Dalabyggðar um lagningu slitlags á vegi í sveitarfélaginu snertir ekki aðeins á mikilvægi samgangna heldur einnig byggðarmálum, atvinnu og öryggi. Fundir, ályktanir, greinaskrif, símtöl og samtöl um þessi mál miða öll að því að við getum fullnýtt möguleika Dalabyggðar og bætt lífsskilyrði íbúa sveitarfélagsins til muna. Leggjumst á eitt og náum fram árangri, fyrir íbúa Dalabyggðar. Höfundur er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála hjá Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Vegagerð Fjarskipti Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Af hverju Dalabyggð? Það hefur komið fyrir að íbúar Dalabyggðar séu spurðir af hverju við veljum að búa hérna á sama tíma og við kvörtum yfir ástandi vega, fjarskipta og flutningsöryggi rafmagns. Jú, hérna er minna kapphlaup, það þarf ekki að eiga allt eða hafa allt innan seilingar. Það eru styttri boðleiðir, meiri nánd í samfélaginu. Hérna þarf ekki að borga sig inn í afslöppunarsetur til að upplifa kyrr og ró, það er nóg að fara út fyrir dyr. Þátttaka í hverskyns félagsstarfi miðar að því að skilja eitthvað eftir í samfélaginu. Samfélag þar sem er ekkert mál að lána eða redda, því slíkt er borgað til baka, við hjálpumst að við að láta hjólin snúast. Hérna er hægt að hafa nóg fyrir stafni dag eftir dag ef maður vill og einnig hægt að hafa ekkert á dagskrá þegar maður þarfnast þess. Þrátt fyrir þessi lífsgæði sem draga úr leiða, álagi og kulnun, þá megum við og eigum að láta vita af vanköntum. Við megum sem skattgreiðendur, þjónustunotendur, viðskiptavinir, fyrirtækjaeigendur, foreldrar og almennir íbúar tjá okkur um það sem mætti fara betur. Tækifæri Dalabyggðar eru svo gífurlega mörg og við viljum leita allra leiða svo hægt sé að nýta þau. Hver er staðan? Íbúar Dalabyggðar búa við það að Skógarstrandarvegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags, þar sem um 40km án slitlags standa innan Dalabyggðar. Klofningsvegur er um 83km þar sem aðeins er bundið slitlag við nokkur lögbýli á leiðinni. Einnig má nefna Orrahólsveg, Staðarhólsveg, Hjarðarholtsveg, Haukadalsveg, Hlíðarveg, Hálsbæjaveg, Hörðudalsvegi og svo framvegis. Hér erum við ekki að tala um vegi á heimsminjaskrá UNESCO þó þeir virki oft þannig í augum gesta. Þetta eru vegir þar sem býr fólk, þar sem skólabílar aka, þar sem rekin eru fyrirtæki. Þetta eru vegirnir sem færa okkur aðföng og flytja frá okkur vörur. Vegirnir sem við ferðumst um til að komast til vinnu eða heimsækja vini og vegirnir sem við bjóðum ferðamönnum að aka um þegar þeir koma inn á svæðið. Kemur við atvinnurekstur Sumarið 2022 var ferðaþjónum í Dalabyggð gott, gistirými vel nýtt og margir ferðaþjónar sem völdu að hafa opið lengra inn í haustið heldur en vanalega vegna eftirspurnar. Þetta sýnir hvað svæðið á ótrúlega mikið inni og við finnum fyrir auknum þrýstingi. Þrýstingi umferðar utan frá Snæfellsnesi um að hægt verði að opna hringleið með slitlagi um Snæfellsnes yfir í Dali. Það er ekkert launungamál að ferðaskrifstofur banna bílstjórum sínum að aka um Skógarstrandarveg á hópferðabílum og að ferðamönnum er ráðlagt að fara ekki um þennan veg á ferð sinni um landið vegna ástands hans. Á sama tíma hvetja ferðamenn sem fara þarna um aðra ferðamenn til að láta ástand vegarins ekki stoppa sig í að fara þessa leið eða heimsækja ferðaþjóna sem þar eru, því umhverfið og náttúran séu einstök. Náum fram árangri Það er ekki bara fúlt fyrir skólabörn að skrölta um þessa vegi tvisvar á dag eða fyrir íbúa við þessa vegi að geta aldrei verið fyllilega lausir við rykský á hlaðinu og óhreina bíla eða þurfa ætíð að hafa nokkur varadekk meðferðis. Heldur er það einnig fúlt fyrir fyrirtæki, sem missa viðskipti vegna þess að gestir treysta sér ekki til að aka til þeirra eða þeir fá lægri einkunn og færri stjörnur, þrátt fyrir fyrirmyndaraðstöðu aðeins vegna ástands vega á leiðinni. Ástand vegakerfis og umferðaröryggi hafa komið mjög illa út í Dalabyggð í íbúakönnunum undanfarin ár. Ákall íbúa Dalabyggðar um lagningu slitlags á vegi í sveitarfélaginu snertir ekki aðeins á mikilvægi samgangna heldur einnig byggðarmálum, atvinnu og öryggi. Fundir, ályktanir, greinaskrif, símtöl og samtöl um þessi mál miða öll að því að við getum fullnýtt möguleika Dalabyggðar og bætt lífsskilyrði íbúa sveitarfélagsins til muna. Leggjumst á eitt og náum fram árangri, fyrir íbúa Dalabyggðar. Höfundur er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála hjá Dalabyggð.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun