Með bundnu slitlagi koma fleiri tækifæri Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 10:31 Af hverju Dalabyggð? Það hefur komið fyrir að íbúar Dalabyggðar séu spurðir af hverju við veljum að búa hérna á sama tíma og við kvörtum yfir ástandi vega, fjarskipta og flutningsöryggi rafmagns. Jú, hérna er minna kapphlaup, það þarf ekki að eiga allt eða hafa allt innan seilingar. Það eru styttri boðleiðir, meiri nánd í samfélaginu. Hérna þarf ekki að borga sig inn í afslöppunarsetur til að upplifa kyrr og ró, það er nóg að fara út fyrir dyr. Þátttaka í hverskyns félagsstarfi miðar að því að skilja eitthvað eftir í samfélaginu. Samfélag þar sem er ekkert mál að lána eða redda, því slíkt er borgað til baka, við hjálpumst að við að láta hjólin snúast. Hérna er hægt að hafa nóg fyrir stafni dag eftir dag ef maður vill og einnig hægt að hafa ekkert á dagskrá þegar maður þarfnast þess. Þrátt fyrir þessi lífsgæði sem draga úr leiða, álagi og kulnun, þá megum við og eigum að láta vita af vanköntum. Við megum sem skattgreiðendur, þjónustunotendur, viðskiptavinir, fyrirtækjaeigendur, foreldrar og almennir íbúar tjá okkur um það sem mætti fara betur. Tækifæri Dalabyggðar eru svo gífurlega mörg og við viljum leita allra leiða svo hægt sé að nýta þau. Hver er staðan? Íbúar Dalabyggðar búa við það að Skógarstrandarvegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags, þar sem um 40km án slitlags standa innan Dalabyggðar. Klofningsvegur er um 83km þar sem aðeins er bundið slitlag við nokkur lögbýli á leiðinni. Einnig má nefna Orrahólsveg, Staðarhólsveg, Hjarðarholtsveg, Haukadalsveg, Hlíðarveg, Hálsbæjaveg, Hörðudalsvegi og svo framvegis. Hér erum við ekki að tala um vegi á heimsminjaskrá UNESCO þó þeir virki oft þannig í augum gesta. Þetta eru vegir þar sem býr fólk, þar sem skólabílar aka, þar sem rekin eru fyrirtæki. Þetta eru vegirnir sem færa okkur aðföng og flytja frá okkur vörur. Vegirnir sem við ferðumst um til að komast til vinnu eða heimsækja vini og vegirnir sem við bjóðum ferðamönnum að aka um þegar þeir koma inn á svæðið. Kemur við atvinnurekstur Sumarið 2022 var ferðaþjónum í Dalabyggð gott, gistirými vel nýtt og margir ferðaþjónar sem völdu að hafa opið lengra inn í haustið heldur en vanalega vegna eftirspurnar. Þetta sýnir hvað svæðið á ótrúlega mikið inni og við finnum fyrir auknum þrýstingi. Þrýstingi umferðar utan frá Snæfellsnesi um að hægt verði að opna hringleið með slitlagi um Snæfellsnes yfir í Dali. Það er ekkert launungamál að ferðaskrifstofur banna bílstjórum sínum að aka um Skógarstrandarveg á hópferðabílum og að ferðamönnum er ráðlagt að fara ekki um þennan veg á ferð sinni um landið vegna ástands hans. Á sama tíma hvetja ferðamenn sem fara þarna um aðra ferðamenn til að láta ástand vegarins ekki stoppa sig í að fara þessa leið eða heimsækja ferðaþjóna sem þar eru, því umhverfið og náttúran séu einstök. Náum fram árangri Það er ekki bara fúlt fyrir skólabörn að skrölta um þessa vegi tvisvar á dag eða fyrir íbúa við þessa vegi að geta aldrei verið fyllilega lausir við rykský á hlaðinu og óhreina bíla eða þurfa ætíð að hafa nokkur varadekk meðferðis. Heldur er það einnig fúlt fyrir fyrirtæki, sem missa viðskipti vegna þess að gestir treysta sér ekki til að aka til þeirra eða þeir fá lægri einkunn og færri stjörnur, þrátt fyrir fyrirmyndaraðstöðu aðeins vegna ástands vega á leiðinni. Ástand vegakerfis og umferðaröryggi hafa komið mjög illa út í Dalabyggð í íbúakönnunum undanfarin ár. Ákall íbúa Dalabyggðar um lagningu slitlags á vegi í sveitarfélaginu snertir ekki aðeins á mikilvægi samgangna heldur einnig byggðarmálum, atvinnu og öryggi. Fundir, ályktanir, greinaskrif, símtöl og samtöl um þessi mál miða öll að því að við getum fullnýtt möguleika Dalabyggðar og bætt lífsskilyrði íbúa sveitarfélagsins til muna. Leggjumst á eitt og náum fram árangri, fyrir íbúa Dalabyggðar. Höfundur er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála hjá Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Vegagerð Fjarskipti Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Af hverju Dalabyggð? Það hefur komið fyrir að íbúar Dalabyggðar séu spurðir af hverju við veljum að búa hérna á sama tíma og við kvörtum yfir ástandi vega, fjarskipta og flutningsöryggi rafmagns. Jú, hérna er minna kapphlaup, það þarf ekki að eiga allt eða hafa allt innan seilingar. Það eru styttri boðleiðir, meiri nánd í samfélaginu. Hérna þarf ekki að borga sig inn í afslöppunarsetur til að upplifa kyrr og ró, það er nóg að fara út fyrir dyr. Þátttaka í hverskyns félagsstarfi miðar að því að skilja eitthvað eftir í samfélaginu. Samfélag þar sem er ekkert mál að lána eða redda, því slíkt er borgað til baka, við hjálpumst að við að láta hjólin snúast. Hérna er hægt að hafa nóg fyrir stafni dag eftir dag ef maður vill og einnig hægt að hafa ekkert á dagskrá þegar maður þarfnast þess. Þrátt fyrir þessi lífsgæði sem draga úr leiða, álagi og kulnun, þá megum við og eigum að láta vita af vanköntum. Við megum sem skattgreiðendur, þjónustunotendur, viðskiptavinir, fyrirtækjaeigendur, foreldrar og almennir íbúar tjá okkur um það sem mætti fara betur. Tækifæri Dalabyggðar eru svo gífurlega mörg og við viljum leita allra leiða svo hægt sé að nýta þau. Hver er staðan? Íbúar Dalabyggðar búa við það að Skógarstrandarvegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags, þar sem um 40km án slitlags standa innan Dalabyggðar. Klofningsvegur er um 83km þar sem aðeins er bundið slitlag við nokkur lögbýli á leiðinni. Einnig má nefna Orrahólsveg, Staðarhólsveg, Hjarðarholtsveg, Haukadalsveg, Hlíðarveg, Hálsbæjaveg, Hörðudalsvegi og svo framvegis. Hér erum við ekki að tala um vegi á heimsminjaskrá UNESCO þó þeir virki oft þannig í augum gesta. Þetta eru vegir þar sem býr fólk, þar sem skólabílar aka, þar sem rekin eru fyrirtæki. Þetta eru vegirnir sem færa okkur aðföng og flytja frá okkur vörur. Vegirnir sem við ferðumst um til að komast til vinnu eða heimsækja vini og vegirnir sem við bjóðum ferðamönnum að aka um þegar þeir koma inn á svæðið. Kemur við atvinnurekstur Sumarið 2022 var ferðaþjónum í Dalabyggð gott, gistirými vel nýtt og margir ferðaþjónar sem völdu að hafa opið lengra inn í haustið heldur en vanalega vegna eftirspurnar. Þetta sýnir hvað svæðið á ótrúlega mikið inni og við finnum fyrir auknum þrýstingi. Þrýstingi umferðar utan frá Snæfellsnesi um að hægt verði að opna hringleið með slitlagi um Snæfellsnes yfir í Dali. Það er ekkert launungamál að ferðaskrifstofur banna bílstjórum sínum að aka um Skógarstrandarveg á hópferðabílum og að ferðamönnum er ráðlagt að fara ekki um þennan veg á ferð sinni um landið vegna ástands hans. Á sama tíma hvetja ferðamenn sem fara þarna um aðra ferðamenn til að láta ástand vegarins ekki stoppa sig í að fara þessa leið eða heimsækja ferðaþjóna sem þar eru, því umhverfið og náttúran séu einstök. Náum fram árangri Það er ekki bara fúlt fyrir skólabörn að skrölta um þessa vegi tvisvar á dag eða fyrir íbúa við þessa vegi að geta aldrei verið fyllilega lausir við rykský á hlaðinu og óhreina bíla eða þurfa ætíð að hafa nokkur varadekk meðferðis. Heldur er það einnig fúlt fyrir fyrirtæki, sem missa viðskipti vegna þess að gestir treysta sér ekki til að aka til þeirra eða þeir fá lægri einkunn og færri stjörnur, þrátt fyrir fyrirmyndaraðstöðu aðeins vegna ástands vega á leiðinni. Ástand vegakerfis og umferðaröryggi hafa komið mjög illa út í Dalabyggð í íbúakönnunum undanfarin ár. Ákall íbúa Dalabyggðar um lagningu slitlags á vegi í sveitarfélaginu snertir ekki aðeins á mikilvægi samgangna heldur einnig byggðarmálum, atvinnu og öryggi. Fundir, ályktanir, greinaskrif, símtöl og samtöl um þessi mál miða öll að því að við getum fullnýtt möguleika Dalabyggðar og bætt lífsskilyrði íbúa sveitarfélagsins til muna. Leggjumst á eitt og náum fram árangri, fyrir íbúa Dalabyggðar. Höfundur er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála hjá Dalabyggð.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar