Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. nóvember 2022 20:09 Bjarni Benediktsson segist ekki sjá að Íslandsbankaskýrslan gefi tilefni til skipunar rannsóknarnefndar á vegum Alþingis. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem fréttastofa hefur rætt við um málið, eru ósammála því. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu. Fram kemur að standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Farið var yfir helstu aðfinnslur Ríkisendurskoðunar vegna sölunnar á Vísi í dag. Í lögum er kveðið á um að söluferli hluta ríkisins í fjármálafyrirtæki skuli vera gagnsætt, leitað skuli hæsta verðs og tilboðsgjafar njóti jafnræðis. Það er því ljóst að Ríkisendurskoðun lætur að því liggja að þessi tilteknu lög hafi verið brotin í söluferlinu. Fjármálaráðherra telur svo ekki vera. „Ég sé engar alvarlegar ábendingar um lögbrot í þessari skýrslu það finnst mér nú vera stærsta atriðið,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni segist ánægður með skýrsluna og ekki sé þörf á rannsóknarnefnd Alþingis. „Ég sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn. Það er bara mín skoðun og aðrir geta verið á annarri skoðun og það er bara í góðu lagi,“ segir hann. Stjórnarandstaðan fer fram á skipun rannsóknarnefndar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um Bjarna í samtali við fréttastofu í dag. „Það liggur alveg fyrir að það er mjög alvarleg gagnrýni á vinnubrögð ráðherra í þessari skýrslu. Það liggur fyrir að ráðherra ber ábyrgð á að tryggja hæsta verð og að jafnræðis sé gætt og það liggur fyrir í þessari skýrslu að svo hafi ekki verið,“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að skipuð yrði rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til þess að komast að því hver beri ábyrgð á sölunni. Þá sagði hún að öll þjóðin sæi að salan hafi verið klúður og að einhver þurfi að bera ábyrgð á því klúðri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sló á sama streng og sagði rannsókn Ríkisendurskoðunar ekki duga til. „Á öllum stigum þess sem Ríkisendurskoðun skoðar eru brotalamir. Það segir einfaldlega að það er algjörlega ómöglegt að það séu engar brotalamir á þeim sviðum sem Ríkisendurskoðun skoðar ekki og það segir að það þarf að komast til botns í málinu í heild,“ sagði hann. Ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á málinu Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin og þá helst fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því hvers vegna illa tókst til við söluna. „Þegar svona illa tekst til, eins og raunin er í þessu tilviki, jafnvel þó ekki sé búið að fara yfir alla þætti málsins. Við skulum nú athuga það að það á enn þá eftir að athuga það sem snýr að söluráðgjöfunum og auðvitað hinni pólitísku ábyrgð. Þá eru það auðvitað ríkistjórnarflokkarnir og ekki síst fjármálaráðuneytið sem bera höfuðábyrgð á að svona illa tókst til,“ sagði hann. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu. Fram kemur að standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Farið var yfir helstu aðfinnslur Ríkisendurskoðunar vegna sölunnar á Vísi í dag. Í lögum er kveðið á um að söluferli hluta ríkisins í fjármálafyrirtæki skuli vera gagnsætt, leitað skuli hæsta verðs og tilboðsgjafar njóti jafnræðis. Það er því ljóst að Ríkisendurskoðun lætur að því liggja að þessi tilteknu lög hafi verið brotin í söluferlinu. Fjármálaráðherra telur svo ekki vera. „Ég sé engar alvarlegar ábendingar um lögbrot í þessari skýrslu það finnst mér nú vera stærsta atriðið,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni segist ánægður með skýrsluna og ekki sé þörf á rannsóknarnefnd Alþingis. „Ég sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn. Það er bara mín skoðun og aðrir geta verið á annarri skoðun og það er bara í góðu lagi,“ segir hann. Stjórnarandstaðan fer fram á skipun rannsóknarnefndar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um Bjarna í samtali við fréttastofu í dag. „Það liggur alveg fyrir að það er mjög alvarleg gagnrýni á vinnubrögð ráðherra í þessari skýrslu. Það liggur fyrir að ráðherra ber ábyrgð á að tryggja hæsta verð og að jafnræðis sé gætt og það liggur fyrir í þessari skýrslu að svo hafi ekki verið,“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að skipuð yrði rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til þess að komast að því hver beri ábyrgð á sölunni. Þá sagði hún að öll þjóðin sæi að salan hafi verið klúður og að einhver þurfi að bera ábyrgð á því klúðri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sló á sama streng og sagði rannsókn Ríkisendurskoðunar ekki duga til. „Á öllum stigum þess sem Ríkisendurskoðun skoðar eru brotalamir. Það segir einfaldlega að það er algjörlega ómöglegt að það séu engar brotalamir á þeim sviðum sem Ríkisendurskoðun skoðar ekki og það segir að það þarf að komast til botns í málinu í heild,“ sagði hann. Ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á málinu Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin og þá helst fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því hvers vegna illa tókst til við söluna. „Þegar svona illa tekst til, eins og raunin er í þessu tilviki, jafnvel þó ekki sé búið að fara yfir alla þætti málsins. Við skulum nú athuga það að það á enn þá eftir að athuga það sem snýr að söluráðgjöfunum og auðvitað hinni pólitísku ábyrgð. Þá eru það auðvitað ríkistjórnarflokkarnir og ekki síst fjármálaráðuneytið sem bera höfuðábyrgð á að svona illa tókst til,“ sagði hann.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira