Katrín aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 17:58 Björk Guðmundsdóttir segir að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi bakkað út. Katrín hafnar því í skriflegu svari við fyrirspurn á Alþingi. Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf Björk Guðmundsdóttur, söngkonu, aldrei fyrirheit um að gefa út formlega yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum, þvert á fullyrðingar Bjarkar. Þá var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg sem Björk sagði að hefði verið með í ráðum. Björk sakaði Katrínu um að hafa svikið samkomulag sem hún hafi gert við þær Thunberg um að Katrín lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum árið 2019 í viðtali við breska blaðið The Guardian í ágúst. Sakaði söngkonan Katrínu um að hafa ekkert gert fyrir umhverfið. Í svari við skriflegri fyrirspurn á Alþingi staðfestir forsætisráðherra að hún hefði fengið smáskilaboð í síma sinn frá Björk í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York 23. september árið 2019. Þær hafi ræðst við í síma í framhaldi af því. Björk hafi síðan sent Katrínu frekari smáskilaboð dagana fyrir ráðstefnuna en ráðherrann hafi aðeins svarað einu sinni. Í samskiptunum hafi komið fram að Björk teldi mikilvægt að forsætisráðherra lýsti í ræðu á ráðstefnunni yfir neyðarástandi í loftslagsmálum af hálfu Íslands og Norðurlanda. Katrín hafi sagst ætla að ræða málið við samráðherra sína en hún hafi ekki gefið nein fyrirheit um formlega yfirlýsingu. „Í öllum tilfellum voru þessi samskipti við Björk Guðmundsdóttur og var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg,“ segir í svarinu við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Vildu frekar láta verkin tala Katrín sagði í ræðunni á ráðstefnunni að enginn velktist í vafa um það lengur að heimurinn stæði frammi fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að lýsa slíku ástandi ekki yfir. „Eftir umræðu á vettvangi ríkisstjórnar um loftslagsmál var það niðurstaðan, eftir pólitískt samráð, að betur færi á því að láta verkin tala og leggja áherslu á að ná árangri með raunhæfum og nauðsynlegum aðgerðum í loftslagsmálum en að nálgast viðfangsefnið með yfirlýsingu af þessu tagi sem væri táknræn í eðli sínu og hefði ekki sjálfkrafa áhrif á aðgerðir gegn loftslagsvánni,“ segir í svari Katrínar. Málið hafið verið rætt í óformlegum samtölum norrænna forsætisráðherra en loftslagsmál hafi verið aðalefni fundar þeirra á Íslandi í ágúst 2019. Töluverð umræða hafi verið allt það ár um gagnsemi slíkra yfirlýsinga alls staðar á Norðurlöndunum. Hvatti þær ekki til að hætta við blaðamannafund Jóhann Páll spurði Katrínu einnig hvort að hún hefði hvatt Björk og Thunberg til þess að hætta við að halda blaðamannafund þar sem krafist yrði yfirlýsingar um neyðarástand og vísaði hann til ummæla sem Björk lét falla í viðtali á Rás 1. Katrín staðfestir í svari sínu að fram hafi komið í samskiptum þeirrar Bjarkar og til stæði að skora opinberlega á forsætisráðherra Norðurlanda að lýsa yfir neyðarástandi. „Forsætisráðherra hvatti ekki til þess að hætt yrði við slíkt en upplýsti um að þessi mál hefðu verið og væru til umræðu við ríkisstjórnarborðið,“ segir í svarinu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Björk Loftslagsmál Alþingi Tengdar fréttir Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Björk sakaði Katrínu um að hafa svikið samkomulag sem hún hafi gert við þær Thunberg um að Katrín lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum árið 2019 í viðtali við breska blaðið The Guardian í ágúst. Sakaði söngkonan Katrínu um að hafa ekkert gert fyrir umhverfið. Í svari við skriflegri fyrirspurn á Alþingi staðfestir forsætisráðherra að hún hefði fengið smáskilaboð í síma sinn frá Björk í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York 23. september árið 2019. Þær hafi ræðst við í síma í framhaldi af því. Björk hafi síðan sent Katrínu frekari smáskilaboð dagana fyrir ráðstefnuna en ráðherrann hafi aðeins svarað einu sinni. Í samskiptunum hafi komið fram að Björk teldi mikilvægt að forsætisráðherra lýsti í ræðu á ráðstefnunni yfir neyðarástandi í loftslagsmálum af hálfu Íslands og Norðurlanda. Katrín hafi sagst ætla að ræða málið við samráðherra sína en hún hafi ekki gefið nein fyrirheit um formlega yfirlýsingu. „Í öllum tilfellum voru þessi samskipti við Björk Guðmundsdóttur og var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg,“ segir í svarinu við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Vildu frekar láta verkin tala Katrín sagði í ræðunni á ráðstefnunni að enginn velktist í vafa um það lengur að heimurinn stæði frammi fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að lýsa slíku ástandi ekki yfir. „Eftir umræðu á vettvangi ríkisstjórnar um loftslagsmál var það niðurstaðan, eftir pólitískt samráð, að betur færi á því að láta verkin tala og leggja áherslu á að ná árangri með raunhæfum og nauðsynlegum aðgerðum í loftslagsmálum en að nálgast viðfangsefnið með yfirlýsingu af þessu tagi sem væri táknræn í eðli sínu og hefði ekki sjálfkrafa áhrif á aðgerðir gegn loftslagsvánni,“ segir í svari Katrínar. Málið hafið verið rætt í óformlegum samtölum norrænna forsætisráðherra en loftslagsmál hafi verið aðalefni fundar þeirra á Íslandi í ágúst 2019. Töluverð umræða hafi verið allt það ár um gagnsemi slíkra yfirlýsinga alls staðar á Norðurlöndunum. Hvatti þær ekki til að hætta við blaðamannafund Jóhann Páll spurði Katrínu einnig hvort að hún hefði hvatt Björk og Thunberg til þess að hætta við að halda blaðamannafund þar sem krafist yrði yfirlýsingar um neyðarástand og vísaði hann til ummæla sem Björk lét falla í viðtali á Rás 1. Katrín staðfestir í svari sínu að fram hafi komið í samskiptum þeirrar Bjarkar og til stæði að skora opinberlega á forsætisráðherra Norðurlanda að lýsa yfir neyðarástandi. „Forsætisráðherra hvatti ekki til þess að hætt yrði við slíkt en upplýsti um að þessi mál hefðu verið og væru til umræðu við ríkisstjórnarborðið,“ segir í svarinu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Björk Loftslagsmál Alþingi Tengdar fréttir Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26
Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58