Þvottavél og þurrkari til vandræða á Akureyri Bjarki Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2022 13:34 Heimilistæki eru ekki alltaf til friðs. Vísir/Vilhelm Þónokkur mál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina. Ölvaður unglingur hafði í hótunum við aðra, umferðarslys á Akureyri og hávaðasöm þvottavél voru meðal hluta sem tilkynnt var um. Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að mesti erillinn hafi verið á aðfaranótt föstudags. Þá hafði ungmenni hótað öðrum ungmennum í miðbæ Akureyrar og barst lögreglu tilkynning um að hann hafi beitt aðra ofbeldi. Tilkynning um málið var send barnaverndaryfirvöldum. Þá var aðstoð veitt á gistiheimili á Akureyri vegna kvartana um hávaða og ónæði. Önnur hávaðakvörtun barst frá húsi í miðbæ Akureyrar og var það mál leyst á staðnum. Þriðja kvörtunin barst þó ekki vegna skemmtanahalds. Íbúar fjölbýlishúss á Akureyri kvörtuðu yfir þvottavél og þurrkara sem var í gangi. Lögregla fór á staðinn og lögðu við hlustir en heyrðu engan hávaða. Lögreglan telur líklegt að vélarnar hafi verið búnar að þurrka og þvo þegar komið var á staðinn. Slagsmál urðu á föstudagskvöld í heimahúsi, einnig á Akureyri. Lögreglan handtók tvo einstaklinga og var annar þeirra færður undir læknishendur á Sjúkrahúsi Akureyrar. Þriðji einstaklingurinn tengdur slagsmálunum var einnig færður á bráðamóttöku þar sem hann hlaut aðhlynningu. Í gær var karlmaður handtekinn grunaður um heimilisofbeldi. Hann var færður í fangageymslu á Akureyri og er málið í rannsókn. Nokkrir voru til vandræða á aðfaranótt sunnudags en tveir eru grunaður um húsbrot. Þeir fóru inn á stigagang fjölbýlishúss og gengu berserksgang, brutu rúðu í íbúð og vöktu íbúa með hátterni sínu. Umferðarslys varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis á Akureyri þegar ökumaður fipaðist við akstur og ók niður girðingu sem skilur að akreinar á Þórunnarstræti. Tjón varð á bifreiðinni og girðingin féll niður en engin slys urðu á vegfarendum. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að mesti erillinn hafi verið á aðfaranótt föstudags. Þá hafði ungmenni hótað öðrum ungmennum í miðbæ Akureyrar og barst lögreglu tilkynning um að hann hafi beitt aðra ofbeldi. Tilkynning um málið var send barnaverndaryfirvöldum. Þá var aðstoð veitt á gistiheimili á Akureyri vegna kvartana um hávaða og ónæði. Önnur hávaðakvörtun barst frá húsi í miðbæ Akureyrar og var það mál leyst á staðnum. Þriðja kvörtunin barst þó ekki vegna skemmtanahalds. Íbúar fjölbýlishúss á Akureyri kvörtuðu yfir þvottavél og þurrkara sem var í gangi. Lögregla fór á staðinn og lögðu við hlustir en heyrðu engan hávaða. Lögreglan telur líklegt að vélarnar hafi verið búnar að þurrka og þvo þegar komið var á staðinn. Slagsmál urðu á föstudagskvöld í heimahúsi, einnig á Akureyri. Lögreglan handtók tvo einstaklinga og var annar þeirra færður undir læknishendur á Sjúkrahúsi Akureyrar. Þriðji einstaklingurinn tengdur slagsmálunum var einnig færður á bráðamóttöku þar sem hann hlaut aðhlynningu. Í gær var karlmaður handtekinn grunaður um heimilisofbeldi. Hann var færður í fangageymslu á Akureyri og er málið í rannsókn. Nokkrir voru til vandræða á aðfaranótt sunnudags en tveir eru grunaður um húsbrot. Þeir fóru inn á stigagang fjölbýlishúss og gengu berserksgang, brutu rúðu í íbúð og vöktu íbúa með hátterni sínu. Umferðarslys varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis á Akureyri þegar ökumaður fipaðist við akstur og ók niður girðingu sem skilur að akreinar á Þórunnarstræti. Tjón varð á bifreiðinni og girðingin féll niður en engin slys urðu á vegfarendum.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira