Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2022 17:18 Úkraínskir hermenn að störfum í Kherson í vikunni. EPA/STANISLAV KOZLIUK Úkraínumenn segja Kherson-borg hafa verið frelsaða úr höndum Rússa. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hertekið frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar en forsvarsmenn rússneska hersins tilkynntu á dögunum að til stæði að hörfa þaðan. Undanhaldinu virðist svo hafa lokið í nótt. Rússar segjast hafa flutt um þrjátíu þúsund hermenn og fimm þúsund farartæki af vesturbakkanum. Óljóst er hvort að Úkraínumenn hafi náð að blóðga Rússa á undanhaldinu en ljóst er að Rússar hörfuðu hraðar en búist var við. Sjá einnig: Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Útlit er fyrir að Rússar hafi komist tiltölulega óskaddaðir frá vesturbakkanum þar sem þeir hafi hörfað hraðar en Úkraínumenn hafi sótt fram. Ef satt reynist, gæti það verið vegna þess að forsvarsmenn úkraínska hersins óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða Úkraínumenn í gildru. Sjá einnig: „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Rússar eru sagðir mögulega enn með fótfestu á einum stað á vesturbakkanum en það er við Kakhovka stífluna en hún er í raun eini staðurinn þar sem enn er hægt að keyra yfir ána. Myndbönd af íbúum héraðsins og Kherson-borgar að taka á móti úkraínskum hermönnum hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Amazing footage of the first Ukrainian troops reaching Kherson s main square. pic.twitter.com/XsTb8S81fD— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því að Rússari hafi komið jarðsprengjum og gildrum fyrir í Kherson. Í dag hafa þeir svo sagt að Rússar ætli líklega að gera árásir á borgina frá austurbakka Dnipro. Í frétt New York Times segir að þeir fáu íbúar sem hafi búið í Kherson eftir hernám Rússa hafi upplifað erfiða tíma. Hve erfiða muni koma betur í jós á næstu tímum en þegar hersveitir Rússa hafa hörfað frá öðrum svæðum í Úkraínu hafa grimmileg ódæði litið dagsins ljós. Íbúar í Kherson hafa sagt frá því að fólk hafi horfið, verið pyntað og myrt og að börnum hafi verið rænt til Rússlands. Þeir hafa tekið úkraínskum hermönnum vel í dag. This is how the Ukrainian army was greeted when entering Kherson City. Moments like this happened very rarely in history. Nobody will ever forget this. #Kherson #Ukraine pic.twitter.com/7Nbim8MHX9— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Sendu út uppgjafarleiðbeiningar Úkraínski herinn birti í dag færslur á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn sem enn eru í Kherson voru hvattir til þess að gefast upp. Þeir hafi verið yfirgefnir og yfirmenn þeirra hafi sagt þeim að klæða sig eins og óbreyttir borgarar og reyna að flýja. „Augljóslega getið þið það ekki,“ segir í færslunum. Þar segir að allar undankomuleiðir séu lokaðar og að ef þeir vilji ekki deyja, verði þeir að gefast upp. Þá er þeim hermönnum sem vilja gefast upp ráðlagt að hringja í sérstök símanúmer að senda skilaboð á samfélagsmiðlum. Geti þeir það ekki fylgja færslunum leiðbeiningar um hvernig best sé að gefast upp. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Undanhaldinu virðist svo hafa lokið í nótt. Rússar segjast hafa flutt um þrjátíu þúsund hermenn og fimm þúsund farartæki af vesturbakkanum. Óljóst er hvort að Úkraínumenn hafi náð að blóðga Rússa á undanhaldinu en ljóst er að Rússar hörfuðu hraðar en búist var við. Sjá einnig: Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Útlit er fyrir að Rússar hafi komist tiltölulega óskaddaðir frá vesturbakkanum þar sem þeir hafi hörfað hraðar en Úkraínumenn hafi sótt fram. Ef satt reynist, gæti það verið vegna þess að forsvarsmenn úkraínska hersins óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða Úkraínumenn í gildru. Sjá einnig: „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Rússar eru sagðir mögulega enn með fótfestu á einum stað á vesturbakkanum en það er við Kakhovka stífluna en hún er í raun eini staðurinn þar sem enn er hægt að keyra yfir ána. Myndbönd af íbúum héraðsins og Kherson-borgar að taka á móti úkraínskum hermönnum hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Amazing footage of the first Ukrainian troops reaching Kherson s main square. pic.twitter.com/XsTb8S81fD— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því að Rússari hafi komið jarðsprengjum og gildrum fyrir í Kherson. Í dag hafa þeir svo sagt að Rússar ætli líklega að gera árásir á borgina frá austurbakka Dnipro. Í frétt New York Times segir að þeir fáu íbúar sem hafi búið í Kherson eftir hernám Rússa hafi upplifað erfiða tíma. Hve erfiða muni koma betur í jós á næstu tímum en þegar hersveitir Rússa hafa hörfað frá öðrum svæðum í Úkraínu hafa grimmileg ódæði litið dagsins ljós. Íbúar í Kherson hafa sagt frá því að fólk hafi horfið, verið pyntað og myrt og að börnum hafi verið rænt til Rússlands. Þeir hafa tekið úkraínskum hermönnum vel í dag. This is how the Ukrainian army was greeted when entering Kherson City. Moments like this happened very rarely in history. Nobody will ever forget this. #Kherson #Ukraine pic.twitter.com/7Nbim8MHX9— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Sendu út uppgjafarleiðbeiningar Úkraínski herinn birti í dag færslur á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn sem enn eru í Kherson voru hvattir til þess að gefast upp. Þeir hafi verið yfirgefnir og yfirmenn þeirra hafi sagt þeim að klæða sig eins og óbreyttir borgarar og reyna að flýja. „Augljóslega getið þið það ekki,“ segir í færslunum. Þar segir að allar undankomuleiðir séu lokaðar og að ef þeir vilji ekki deyja, verði þeir að gefast upp. Þá er þeim hermönnum sem vilja gefast upp ráðlagt að hringja í sérstök símanúmer að senda skilaboð á samfélagsmiðlum. Geti þeir það ekki fylgja færslunum leiðbeiningar um hvernig best sé að gefast upp.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira