Áfram með orkuskiptin Guðjón Hugberg Björnsson skrifar 11. nóvember 2022 12:00 Orkuskiptin í samgöngum eru svo sannarlega á fleygiferð og við hér á Íslandi erum að standa okkur frábærlega enda númer tvö í heiminum, næst á eftir Noregi, þegar horft er til þeirra þjóða sem eru að skipta brunabílum út fyrir bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Eitt af lykilatriðunum í orkuskiptunum er uppbygging innviða og hefur Orka náttúrunnar verið leiðandi í þeirri uppbyggingu síðustu ár. Við settum upp fyrstu hleðslustöðina hér á landi þegar það voru færri en 100 bílar sem nota rafmagn á landinu en nú eru þeir orðnir rúmlega 35 þúsund og hleðslustöðvar okkar fyrir almenning komnar vel yfir 400. Engar ólöglegar hleðslustöðvar En við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram. Eitt af því sem við hjá ON leggjum áherslu á er að fræða og hjálpa fólki að taka skrefið og þá skiptir máli að tala skýrt og af ábyrgð. Í umræðunni um orkuskiptin undanfarið hefur samkeppnisaðili okkar ítrekað fullyrt í útvarpi, á netinu og bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að aðilar á þessum markaði séu að selja og reka ólöglegar hleðslustöðvar. Gefið hefur verið í skyn að verið sé með einhverjum hætti að svindla á neytendum og vísað í reglugerð um mælingar í hleðslustöðvum. Orka náttúrunnar fullyrðir að þetta er rangt og neytendur hér á landi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Athugasemdir samkeppnisaðila okkar felast aðallega í því að skv. reglugerð frá árinu 2019 þurfi svokallaða MID mæla í hleðslustöðvar til að þær geti talist löglegar. Allar okkar stöðvar uppfylla nákvæmni MID staðalsins en við höfum bent á að reglugerðin nái t.d. ekki yfir hraðhleðslur og eigi einungis við um raforkumæla sem sölumæla í dreifiveitum. Dreifiveitur eru þeir aðilar sem dreifa rafmagninu til hleðslustöðvanna t.d. Veitur, Rarik o.fl. og tekur því ekki á mælingum í hleðslustöðvunum sjálfum. Þetta kann að hljóma flókið í eyrum þeirra sem ekki hafa sérhæft sig í faginu en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessu alla daga er grundvallarmunur þarna á. Orkustofnun sammála ON Sá hraði og sú tækniþróun sem fylgir orkuskiptunum er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum að standa okkur vel en eins og oft er með nýja markaði og tækni eru lög og reglur á eftir í þeirri þróun. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig best sé að gera hlutina og aðlaga lög og reglur í samræmi við markaðinn, tæknina og þá þróun sem er að eiga sér stað. Orka náttúrunnar hefur átt í virku samtali við lykilaðila í því samhengi og höfum við beitt okkur fyrir því að regluverkið sé uppfært í samræmi við þessa þróun. Og þarna erum við sammála samkeppnisaðila okkar og ekki bara honum heldur einnig sjálfri Orkustofnun sem segir að skýra þurfi regluverkið betur. Í síðustu viku barst okkur nefnilega bréf frá Orkustofnun þar sem tekið er undir sjónarmið ON um að ákveðinn óskýrleiki sé til staðar og að þörf sé á breytingum svo tryggt sé að leikreglur séu skýrar. Það gengur auðvitað ekki að yfirfæra gamla reglugerð sem fjallar um allt annað en hleðslustöðvar yfir á hleðslustöðvar. Þá segir enn fremur að stofnunin hyggist beita sér fyrir því að reglurnar verði rýndar og uppfærðar í ljósi nýrrar tækni og þróunar á rafbílamarkaði. Þessu fögnum við að sjálfsögðu enda verða leikreglurnar að vera skýrar og taka af allan vafa um hvernig ber að haga mælingum í hleðslustöðvum. Það er mikilvægt að hafa samráð við markaðinn um þróun reglnanna þannig að nýta megi þá gríðarlegu þekkingu og reynslu sem þar býr. Í því samtali eru okkar sérfræðingar tilbúnir að taka þátt. Þessi afstaða Orkustofnunar er skref í átt að betri og málefnalegri umræðu um mælingar í hleðslustöðvum sem skiptir rafbílaeigendur mestu máli. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að flýta orkuskiptunum eins mikið og við getum – móður jörð og okkur öllum sem hér búum til heilla. Áfram með orkuskiptin. Höfundur er Tæknistjóri hleðsluþjónustu ON Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin í samgöngum eru svo sannarlega á fleygiferð og við hér á Íslandi erum að standa okkur frábærlega enda númer tvö í heiminum, næst á eftir Noregi, þegar horft er til þeirra þjóða sem eru að skipta brunabílum út fyrir bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Eitt af lykilatriðunum í orkuskiptunum er uppbygging innviða og hefur Orka náttúrunnar verið leiðandi í þeirri uppbyggingu síðustu ár. Við settum upp fyrstu hleðslustöðina hér á landi þegar það voru færri en 100 bílar sem nota rafmagn á landinu en nú eru þeir orðnir rúmlega 35 þúsund og hleðslustöðvar okkar fyrir almenning komnar vel yfir 400. Engar ólöglegar hleðslustöðvar En við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram. Eitt af því sem við hjá ON leggjum áherslu á er að fræða og hjálpa fólki að taka skrefið og þá skiptir máli að tala skýrt og af ábyrgð. Í umræðunni um orkuskiptin undanfarið hefur samkeppnisaðili okkar ítrekað fullyrt í útvarpi, á netinu og bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að aðilar á þessum markaði séu að selja og reka ólöglegar hleðslustöðvar. Gefið hefur verið í skyn að verið sé með einhverjum hætti að svindla á neytendum og vísað í reglugerð um mælingar í hleðslustöðvum. Orka náttúrunnar fullyrðir að þetta er rangt og neytendur hér á landi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Athugasemdir samkeppnisaðila okkar felast aðallega í því að skv. reglugerð frá árinu 2019 þurfi svokallaða MID mæla í hleðslustöðvar til að þær geti talist löglegar. Allar okkar stöðvar uppfylla nákvæmni MID staðalsins en við höfum bent á að reglugerðin nái t.d. ekki yfir hraðhleðslur og eigi einungis við um raforkumæla sem sölumæla í dreifiveitum. Dreifiveitur eru þeir aðilar sem dreifa rafmagninu til hleðslustöðvanna t.d. Veitur, Rarik o.fl. og tekur því ekki á mælingum í hleðslustöðvunum sjálfum. Þetta kann að hljóma flókið í eyrum þeirra sem ekki hafa sérhæft sig í faginu en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessu alla daga er grundvallarmunur þarna á. Orkustofnun sammála ON Sá hraði og sú tækniþróun sem fylgir orkuskiptunum er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum að standa okkur vel en eins og oft er með nýja markaði og tækni eru lög og reglur á eftir í þeirri þróun. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig best sé að gera hlutina og aðlaga lög og reglur í samræmi við markaðinn, tæknina og þá þróun sem er að eiga sér stað. Orka náttúrunnar hefur átt í virku samtali við lykilaðila í því samhengi og höfum við beitt okkur fyrir því að regluverkið sé uppfært í samræmi við þessa þróun. Og þarna erum við sammála samkeppnisaðila okkar og ekki bara honum heldur einnig sjálfri Orkustofnun sem segir að skýra þurfi regluverkið betur. Í síðustu viku barst okkur nefnilega bréf frá Orkustofnun þar sem tekið er undir sjónarmið ON um að ákveðinn óskýrleiki sé til staðar og að þörf sé á breytingum svo tryggt sé að leikreglur séu skýrar. Það gengur auðvitað ekki að yfirfæra gamla reglugerð sem fjallar um allt annað en hleðslustöðvar yfir á hleðslustöðvar. Þá segir enn fremur að stofnunin hyggist beita sér fyrir því að reglurnar verði rýndar og uppfærðar í ljósi nýrrar tækni og þróunar á rafbílamarkaði. Þessu fögnum við að sjálfsögðu enda verða leikreglurnar að vera skýrar og taka af allan vafa um hvernig ber að haga mælingum í hleðslustöðvum. Það er mikilvægt að hafa samráð við markaðinn um þróun reglnanna þannig að nýta megi þá gríðarlegu þekkingu og reynslu sem þar býr. Í því samtali eru okkar sérfræðingar tilbúnir að taka þátt. Þessi afstaða Orkustofnunar er skref í átt að betri og málefnalegri umræðu um mælingar í hleðslustöðvum sem skiptir rafbílaeigendur mestu máli. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að flýta orkuskiptunum eins mikið og við getum – móður jörð og okkur öllum sem hér búum til heilla. Áfram með orkuskiptin. Höfundur er Tæknistjóri hleðsluþjónustu ON
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun