Höfuðborg hárra skatta Ólafur Stephensen skrifar 11. nóvember 2022 10:01 Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á. Myndin sem teiknast upp er sú að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur eru öll með mun lægri álögur á atvinnuhúsnæði en höfuðborgin og sum hyggjast lækka þær enn frekar á næsta ári. Hafnarfjörður hefur þegar lækkað fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði úr hinu lögleyfða hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% á stuttum tíma til að mæta miklum hækkunum á matinu. Sú prósenta verður óbreytt á næsta ári. Kópavogur hefur tilkynnt lækkun á fasteignaskattinum; hann verður 1,42% á atvinnuhúsnæði á næsta ári. Í Mosfellsbæ er lagt til að skattprósentan lækki og verði 1,52%. Í Garðabæ er skatturinn 1,55% á þessu ári, en boðað er að lögð verði til lækkun á milli umræðna í bæjarstjórn. Seltjarnarnes hefur lengi skorið sig úr með 1,185% skatt á atvinnuhúsnæði – en einnig þar er boðuð lækkun. Reykjavík, sem innheimtir um helming allra fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á landinu, trónir á toppnum með sín 1,6%. Borgin hefur lækkað skatt á atvinnuhúsnæði bæði seinna og minna en nágrannasveitarfélögin og þannig vegið lítið upp á móti fordæmalausum hækkunum á fasteignamati. Það var ekki fyrr en árið 2021 sem borgin lækkaði skattinn úr hámarkinu, 1,65%, niður í 1,6%. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan skilaði sú breyting sér í tímabundinni lækkun skatttekna á því ári. Á næsta ári mun borgin hins vegar ná þeim áfanga að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafi tvöfaldazt á þeim tíma sem liðinn er frá frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við gerð fasteignamats fyrir atvinnuhúsnæði. Skatttekjur borgarinnar af húsnæði atvinnurekenda hafa þá hækkað úr 8,4 milljörðum árið 2015 í 16,9 milljarða árið 2023 – um 101%. Á þessum tíma hafa skattarnir hækkað um rúmlega milljarð á ári að jafnaði. Lítil lækkun og seint Þetta gerist þrátt fyrir að í meirihluta borgarstjórnar séu flokkar sem lofuðu lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir kosningarnar síðastliðið vor. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagðist í hlaðvarpsþættinum Kaffikróknum hjá FA vilja færa fasteignaskattinn nær því sem væri t.d. í Hafnarfirði, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sagðist vilja lækka hann niður í 1,55%. Slík lækkun myndi reyndar þýða að borgin væri enn með hæsta fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan í meirihlutasáttmálanum er hins vegar sú að boðuð er lækkun – ekki kemur fram hversu mikil – í lok kjörtímabilsins. Á næsta ári hyggst Reykjavíkurborg sækja 1,7 milljarða í viðbótarskatttekjur til fyrirtækjanna í borginni með því að halda skattprósentunni óbreyttri. Einhverjir sem kusu áðurnefnda flokka út á stefnu þeirra í málefnum atvinnulífsins, hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Höfuðborg atvinnurekstrar? „Fyrirtæki eru að leita annað. Stórfyrirtæki sem vilja koma hingað og reisa stórt atvinnuhúsnæði upp á þúsundir fermetra, fá ekki svör hjá borginni af því að það eru ekki lóðir í boði. Við sjáum fyrirtæki eins og Icelandair sem er að flytja úr borginni. Þetta er allt röng þróun sem við þurfum að snúa við. Ef við horfum á þetta úr þrjátíu þúsund fetum þá vil ég að Reykjavík sé höfuðborg atvinnurekstrar á Íslandi. Það er hægt að snúa þessu við með því að laða fyrirtækin inn í borgina fremur en að ýta þeim út,“ sagði Einar Þorsteinsson, núverandi formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, í áðurnefndum hlaðvarpsþætti FA. Niðurstaðan virðist fremur sú að Reykjavík sé orðin höfuðborg hárra skatta á atvinnulífið. Skattastefnan er hluti af atvinnustefnunni Félag atvinnurekenda gagnrýndi fyrir kosningar að gefin væri út ný atvinnu- og nýsköpunarstefna borgarinnar án þess að minnast einu orði á skatta. Skattastefnan er að sjálfsögðu hluti af atvinnustefnunni. Stefna borgarinnar um háa skatta er ein ástæða þess að fyrirtæki „kjósa með fótunum“, eins og bæjarstjórinn í Kópavogi orðaði það í blaðagrein í vikunni, og færa sig í önnur sveitarfélög. Í samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna í Reykjavík segir: „Við viljum tryggja gott framboð atvinnulóða og finna léttri iðnaðarstarfsemi stað. Við viljum kortleggja eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og skapandi samvinnurýmum og styðja við slíka uppbyggingu í takt við þörf í blandaðri byggð í hverfum.“ Hljómar vel – en hver á að vilja lóðir undir nýtt atvinnuhúsnæði þegar nágrannasveitarfélögin bjóða augljóslega betur, bæði í lóða- og skattamálum? Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn tíma til að gera skynsamlegar breytingar á fjárhagsáætlun næsta árs. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Reykjavík Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á. Myndin sem teiknast upp er sú að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur eru öll með mun lægri álögur á atvinnuhúsnæði en höfuðborgin og sum hyggjast lækka þær enn frekar á næsta ári. Hafnarfjörður hefur þegar lækkað fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði úr hinu lögleyfða hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% á stuttum tíma til að mæta miklum hækkunum á matinu. Sú prósenta verður óbreytt á næsta ári. Kópavogur hefur tilkynnt lækkun á fasteignaskattinum; hann verður 1,42% á atvinnuhúsnæði á næsta ári. Í Mosfellsbæ er lagt til að skattprósentan lækki og verði 1,52%. Í Garðabæ er skatturinn 1,55% á þessu ári, en boðað er að lögð verði til lækkun á milli umræðna í bæjarstjórn. Seltjarnarnes hefur lengi skorið sig úr með 1,185% skatt á atvinnuhúsnæði – en einnig þar er boðuð lækkun. Reykjavík, sem innheimtir um helming allra fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á landinu, trónir á toppnum með sín 1,6%. Borgin hefur lækkað skatt á atvinnuhúsnæði bæði seinna og minna en nágrannasveitarfélögin og þannig vegið lítið upp á móti fordæmalausum hækkunum á fasteignamati. Það var ekki fyrr en árið 2021 sem borgin lækkaði skattinn úr hámarkinu, 1,65%, niður í 1,6%. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan skilaði sú breyting sér í tímabundinni lækkun skatttekna á því ári. Á næsta ári mun borgin hins vegar ná þeim áfanga að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafi tvöfaldazt á þeim tíma sem liðinn er frá frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við gerð fasteignamats fyrir atvinnuhúsnæði. Skatttekjur borgarinnar af húsnæði atvinnurekenda hafa þá hækkað úr 8,4 milljörðum árið 2015 í 16,9 milljarða árið 2023 – um 101%. Á þessum tíma hafa skattarnir hækkað um rúmlega milljarð á ári að jafnaði. Lítil lækkun og seint Þetta gerist þrátt fyrir að í meirihluta borgarstjórnar séu flokkar sem lofuðu lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir kosningarnar síðastliðið vor. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagðist í hlaðvarpsþættinum Kaffikróknum hjá FA vilja færa fasteignaskattinn nær því sem væri t.d. í Hafnarfirði, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sagðist vilja lækka hann niður í 1,55%. Slík lækkun myndi reyndar þýða að borgin væri enn með hæsta fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan í meirihlutasáttmálanum er hins vegar sú að boðuð er lækkun – ekki kemur fram hversu mikil – í lok kjörtímabilsins. Á næsta ári hyggst Reykjavíkurborg sækja 1,7 milljarða í viðbótarskatttekjur til fyrirtækjanna í borginni með því að halda skattprósentunni óbreyttri. Einhverjir sem kusu áðurnefnda flokka út á stefnu þeirra í málefnum atvinnulífsins, hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Höfuðborg atvinnurekstrar? „Fyrirtæki eru að leita annað. Stórfyrirtæki sem vilja koma hingað og reisa stórt atvinnuhúsnæði upp á þúsundir fermetra, fá ekki svör hjá borginni af því að það eru ekki lóðir í boði. Við sjáum fyrirtæki eins og Icelandair sem er að flytja úr borginni. Þetta er allt röng þróun sem við þurfum að snúa við. Ef við horfum á þetta úr þrjátíu þúsund fetum þá vil ég að Reykjavík sé höfuðborg atvinnurekstrar á Íslandi. Það er hægt að snúa þessu við með því að laða fyrirtækin inn í borgina fremur en að ýta þeim út,“ sagði Einar Þorsteinsson, núverandi formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, í áðurnefndum hlaðvarpsþætti FA. Niðurstaðan virðist fremur sú að Reykjavík sé orðin höfuðborg hárra skatta á atvinnulífið. Skattastefnan er hluti af atvinnustefnunni Félag atvinnurekenda gagnrýndi fyrir kosningar að gefin væri út ný atvinnu- og nýsköpunarstefna borgarinnar án þess að minnast einu orði á skatta. Skattastefnan er að sjálfsögðu hluti af atvinnustefnunni. Stefna borgarinnar um háa skatta er ein ástæða þess að fyrirtæki „kjósa með fótunum“, eins og bæjarstjórinn í Kópavogi orðaði það í blaðagrein í vikunni, og færa sig í önnur sveitarfélög. Í samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna í Reykjavík segir: „Við viljum tryggja gott framboð atvinnulóða og finna léttri iðnaðarstarfsemi stað. Við viljum kortleggja eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og skapandi samvinnurýmum og styðja við slíka uppbyggingu í takt við þörf í blandaðri byggð í hverfum.“ Hljómar vel – en hver á að vilja lóðir undir nýtt atvinnuhúsnæði þegar nágrannasveitarfélögin bjóða augljóslega betur, bæði í lóða- og skattamálum? Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn tíma til að gera skynsamlegar breytingar á fjárhagsáætlun næsta árs. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun