Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2022 10:48 Rússar sprengdu Antonovsky-brúna sem liggur yfir Dnipro. Úkraínumenn höfðu skemmt hana töluvert en hægt var að ganga og hjóla yfir hana, þar til í nótt. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. Undanhaldinu lauk í nótt. Rússar halda því einnig fram að þeir hafi ekki misst einn hermann né skilið eitt einasta hergagn eftir á vesturbakkanum. Útlit er fyrir að undanhaldið hafi heppnast vel. Myndefni á samfélagsmiðlum sýndi íbúa á svæðinu rífa niður rússneska fána og skilti. Úkraínskir hermenn eru komnir til Kherson-borgar. Kherson liberation chronicles, from Ukrainian social media: When soldiers enter to clear a village that was occupied by Russia and a local girl comes out with a violin to play the Ukrainian anthem. pic.twitter.com/jcWNcquHZ4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, lýstu því yfir í beinni útsendingu á miðvikudaginn að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár og það yrði meðal annars gert til að bjarga lífum rússneskra hermanna. Sjá einnig: Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Úkraínumenn óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða úkraínska hermenn í gildru og lýstu yfir efasemdum um að Rússar ætluðu að hörfa í alvörunni. Minna en tveir mánuðir eru liðnir frá því Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu og þar á meðal Kherson. Forsetinn lýsti því þá yfir að Kherson tilheyrði nú Rússlandi og myndi gera það að eilífu. Fjölmargir rússneskir embættismenn hafa sótt borgina heim og slegið á svipaða strengi og Pútín en borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Frelsun Kherson-borgar gæti táknað mikil kaflaskipti í stríðinu og mikinn hernaðarlegarn og táknrænan sigur fyrir Úkraínumenn. AP fréttaveitan segir að það gæti gert úkraínska hernum kleift að herja á Rússa í Saporisjía-hérað og önnur svæði í Suður-Úkraínu. Þar á meðal er Krímskagi, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. #Ukraine : this footage taken earlier shows Russian soldiers escaping the city of #Kherson on foot, making their way over a pontoon bridge. pic.twitter.com/bV9yeZBWoH— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 11, 2022 Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar hafi verið að grafa skotgrafir og byggja upp varnir á landamærum Krímskaga og Kherson-héraðs, sem þykir til marks um að forsvarsmenn rússneska hersins telji mögulegt að Rússar muni hörfa enn lengra til suðurs. Russians have started to build extensive defense networks along the administrative borders of Kherson and Crimea, clearly admitting that they don't expect to hold AFU even at current frontlines. South of Henichesk one of their defense lines appeared. #Ukraine #Crimea #Kherson pic.twitter.com/03fXbMp2eF— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Pútín ber enga ábyrgð Dmitry Peskov, talsmaður Pútins, sagði í morgun að ákvörðun um undanhald hefði verið tekin af Shoigu, varnarmálaráðherra, og að Pútín sjálfur hefði ekki komið að henni. Reuters hefur eftir Peskov að staða Kherson-héraðs hafi ekki breyst frá bæjardyrum Rússa séð. Héraðið tilheyri rússneska sambandsríkinu og ekkert muni breyta því. Peskov sagði einnig að hin sértæka hernaðaraðger, sem Rússar kalla innrásina í Úkraínu, myndi halda áfram þar til markmiðum hennar yrði náð eða Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna. Peskov sagði ljóst að yfirvöld í Kænugarði vildu ekki viðræður að svo stöddu og því héldi hernaðaraðgerðin áfram. Sjá einnig: Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Markmið hernaðaraðgerðarinnar svokölluðu hafa lengi verið óljós og hefur innrásin borið keim hefðbundins landvinningastríðs. Hersveitir Rússa hafa þó ekki sótt svo máli skiptir á víglínum Úkraínu svo mánuðum skiptir. Rússar hafa nú þurft að hörfa frá stórum svæðum í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar og hefur rússneski herinn oft á tíðum verið harðlega gagnrýndur. Pútín hefur þó verið einangraður frá þeirri gagnrýni. Sérfræðingar sem vakta átökin í Úkraínu og Rússland segja líklegt að ákvörðunin um undanhald frá Kherson hafi verið sýnd í beinni útsendingu hafi verið tekin svo gagnrýninni vegna hennar yrði beint að Shoigu og Surovkin. Málpípur ríkisstjórnarinnar í Rússlandi hafa sagt ákvörðunina erfiða en að treysta þurfi herforingjum Rússlands til að taka réttar ákvarðanir. Í frétt New York Times segir að í ríkismiðlum Rússlands sé talað um Kherson-tilfærsluna eða enduruppbyggingu hersveita. Neitaði að tjá sig Það vakti þó athygli í gær þegar þáttastjórnandinn Andrei Norkin sagði í sjónvarpsþætti sínum að hann ætlaði ekki að tjá sig um undanhald hersins í Kherson. Norkin sagði að ástæðan væri sú að hvort sem hann sagðist styðja ákvörðunina eða gagnrýna hana, myndi hann brjóta rússnesk lög. Ef hann styddi ákvörðunina væri hann að brjóta lög varðandi fullveldi Rússlands og landamæri þeirra. Ef hann gagnrýndi ákvörðunina væri hann að brjóta lög sem banna það að gagnrýna herinn. Russian TV host Andrei Norkin's realisation that his country lacks freedom of speech:If I back the decision to withdraw from Kherson, I'm going to jail for questioning Russia's territorial integrityAnd if I oppose it, I'm going to jail for discrediting the armed forces pic.twitter.com/KRj0RsI00i— Francis Scarr (@francis_scarr) November 10, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Undanhaldinu lauk í nótt. Rússar halda því einnig fram að þeir hafi ekki misst einn hermann né skilið eitt einasta hergagn eftir á vesturbakkanum. Útlit er fyrir að undanhaldið hafi heppnast vel. Myndefni á samfélagsmiðlum sýndi íbúa á svæðinu rífa niður rússneska fána og skilti. Úkraínskir hermenn eru komnir til Kherson-borgar. Kherson liberation chronicles, from Ukrainian social media: When soldiers enter to clear a village that was occupied by Russia and a local girl comes out with a violin to play the Ukrainian anthem. pic.twitter.com/jcWNcquHZ4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, lýstu því yfir í beinni útsendingu á miðvikudaginn að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár og það yrði meðal annars gert til að bjarga lífum rússneskra hermanna. Sjá einnig: Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Úkraínumenn óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða úkraínska hermenn í gildru og lýstu yfir efasemdum um að Rússar ætluðu að hörfa í alvörunni. Minna en tveir mánuðir eru liðnir frá því Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu og þar á meðal Kherson. Forsetinn lýsti því þá yfir að Kherson tilheyrði nú Rússlandi og myndi gera það að eilífu. Fjölmargir rússneskir embættismenn hafa sótt borgina heim og slegið á svipaða strengi og Pútín en borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Frelsun Kherson-borgar gæti táknað mikil kaflaskipti í stríðinu og mikinn hernaðarlegarn og táknrænan sigur fyrir Úkraínumenn. AP fréttaveitan segir að það gæti gert úkraínska hernum kleift að herja á Rússa í Saporisjía-hérað og önnur svæði í Suður-Úkraínu. Þar á meðal er Krímskagi, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. #Ukraine : this footage taken earlier shows Russian soldiers escaping the city of #Kherson on foot, making their way over a pontoon bridge. pic.twitter.com/bV9yeZBWoH— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 11, 2022 Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar hafi verið að grafa skotgrafir og byggja upp varnir á landamærum Krímskaga og Kherson-héraðs, sem þykir til marks um að forsvarsmenn rússneska hersins telji mögulegt að Rússar muni hörfa enn lengra til suðurs. Russians have started to build extensive defense networks along the administrative borders of Kherson and Crimea, clearly admitting that they don't expect to hold AFU even at current frontlines. South of Henichesk one of their defense lines appeared. #Ukraine #Crimea #Kherson pic.twitter.com/03fXbMp2eF— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Pútín ber enga ábyrgð Dmitry Peskov, talsmaður Pútins, sagði í morgun að ákvörðun um undanhald hefði verið tekin af Shoigu, varnarmálaráðherra, og að Pútín sjálfur hefði ekki komið að henni. Reuters hefur eftir Peskov að staða Kherson-héraðs hafi ekki breyst frá bæjardyrum Rússa séð. Héraðið tilheyri rússneska sambandsríkinu og ekkert muni breyta því. Peskov sagði einnig að hin sértæka hernaðaraðger, sem Rússar kalla innrásina í Úkraínu, myndi halda áfram þar til markmiðum hennar yrði náð eða Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna. Peskov sagði ljóst að yfirvöld í Kænugarði vildu ekki viðræður að svo stöddu og því héldi hernaðaraðgerðin áfram. Sjá einnig: Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Markmið hernaðaraðgerðarinnar svokölluðu hafa lengi verið óljós og hefur innrásin borið keim hefðbundins landvinningastríðs. Hersveitir Rússa hafa þó ekki sótt svo máli skiptir á víglínum Úkraínu svo mánuðum skiptir. Rússar hafa nú þurft að hörfa frá stórum svæðum í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar og hefur rússneski herinn oft á tíðum verið harðlega gagnrýndur. Pútín hefur þó verið einangraður frá þeirri gagnrýni. Sérfræðingar sem vakta átökin í Úkraínu og Rússland segja líklegt að ákvörðunin um undanhald frá Kherson hafi verið sýnd í beinni útsendingu hafi verið tekin svo gagnrýninni vegna hennar yrði beint að Shoigu og Surovkin. Málpípur ríkisstjórnarinnar í Rússlandi hafa sagt ákvörðunina erfiða en að treysta þurfi herforingjum Rússlands til að taka réttar ákvarðanir. Í frétt New York Times segir að í ríkismiðlum Rússlands sé talað um Kherson-tilfærsluna eða enduruppbyggingu hersveita. Neitaði að tjá sig Það vakti þó athygli í gær þegar þáttastjórnandinn Andrei Norkin sagði í sjónvarpsþætti sínum að hann ætlaði ekki að tjá sig um undanhald hersins í Kherson. Norkin sagði að ástæðan væri sú að hvort sem hann sagðist styðja ákvörðunina eða gagnrýna hana, myndi hann brjóta rússnesk lög. Ef hann styddi ákvörðunina væri hann að brjóta lög varðandi fullveldi Rússlands og landamæri þeirra. Ef hann gagnrýndi ákvörðunina væri hann að brjóta lög sem banna það að gagnrýna herinn. Russian TV host Andrei Norkin's realisation that his country lacks freedom of speech:If I back the decision to withdraw from Kherson, I'm going to jail for questioning Russia's territorial integrityAnd if I oppose it, I'm going to jail for discrediting the armed forces pic.twitter.com/KRj0RsI00i— Francis Scarr (@francis_scarr) November 10, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira