Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 07:11 Trump fékk ekki þá siguröldu sem hann beið eftir í þingkosningunum. AP/Andrew Harnik Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. Efasemdir eru nú uppi um hvort það sé hyggilegt fyrir Trump að taka í gikkinn svo skömmu eftir þingkosningarnar í landinu, þar sem hin „rauða alda“ sem spáð var reyndist aðeins spræna. Margir hafa kennt Trump um óvenju slakt gengi Repúblikanaflokksins en margir af þeim frambjóðendum sem hann studdi náðu ekki kjöri. Þá er útlit fyrir að Demókratar eigi góðan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni og jafnvel bæta við sig. Af þessum sökum hafa margir af nánum samstarfsmönnum Trump nú lagt til að hann bíði með tilkynningu sína um forsetaframboð þar til úrslit liggja fyrir í Georgíu, þar sem önnur umferð í kosningum milli Demókratans Raphael Warnock og Repúblikanans Herschel Walker hefur farið fram. Þankagangurinn er á þennan veg: Ef Walker sigrar getur Trump eignað sér heiðurinn af því, ef ekki er staða hans svo sem óbreytt frá því sem nú er. Þá eru menn uggandi yfir því að Trump gæti eyðilagt möguleika Repúblikana þar sem úrslit liggja ekki fyrir, með því að hefja kosningabaráttu sína strax. Trump hefur verið óvenju þögull frá því að úrslit í þingkosningunum fóru að liggja ljós fyrir en gaf sér þó tíma í gær til að ráðast gegn Ron DeSantis, sem er mögulega eini samflokksmaður Trump sem á möguleika á því að sigra hann í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Skaut Trump meðal annars á DeSantis, sem vann stóran sigur í þingkosningunum, fyrir að vilja ekki svara því beint hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Þá er DeSantis kominn í hóp þeirra sem Trump hefur gefið sérstakt uppnefni og er nú kallaður Ron DeSanctimonious af forsetanum fyrrverandi, sem mætti þýða sem Ron helgislepja. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Efasemdir eru nú uppi um hvort það sé hyggilegt fyrir Trump að taka í gikkinn svo skömmu eftir þingkosningarnar í landinu, þar sem hin „rauða alda“ sem spáð var reyndist aðeins spræna. Margir hafa kennt Trump um óvenju slakt gengi Repúblikanaflokksins en margir af þeim frambjóðendum sem hann studdi náðu ekki kjöri. Þá er útlit fyrir að Demókratar eigi góðan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni og jafnvel bæta við sig. Af þessum sökum hafa margir af nánum samstarfsmönnum Trump nú lagt til að hann bíði með tilkynningu sína um forsetaframboð þar til úrslit liggja fyrir í Georgíu, þar sem önnur umferð í kosningum milli Demókratans Raphael Warnock og Repúblikanans Herschel Walker hefur farið fram. Þankagangurinn er á þennan veg: Ef Walker sigrar getur Trump eignað sér heiðurinn af því, ef ekki er staða hans svo sem óbreytt frá því sem nú er. Þá eru menn uggandi yfir því að Trump gæti eyðilagt möguleika Repúblikana þar sem úrslit liggja ekki fyrir, með því að hefja kosningabaráttu sína strax. Trump hefur verið óvenju þögull frá því að úrslit í þingkosningunum fóru að liggja ljós fyrir en gaf sér þó tíma í gær til að ráðast gegn Ron DeSantis, sem er mögulega eini samflokksmaður Trump sem á möguleika á því að sigra hann í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Skaut Trump meðal annars á DeSantis, sem vann stóran sigur í þingkosningunum, fyrir að vilja ekki svara því beint hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Þá er DeSantis kominn í hóp þeirra sem Trump hefur gefið sérstakt uppnefni og er nú kallaður Ron DeSanctimonious af forsetanum fyrrverandi, sem mætti þýða sem Ron helgislepja.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira