Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 07:11 Trump fékk ekki þá siguröldu sem hann beið eftir í þingkosningunum. AP/Andrew Harnik Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. Efasemdir eru nú uppi um hvort það sé hyggilegt fyrir Trump að taka í gikkinn svo skömmu eftir þingkosningarnar í landinu, þar sem hin „rauða alda“ sem spáð var reyndist aðeins spræna. Margir hafa kennt Trump um óvenju slakt gengi Repúblikanaflokksins en margir af þeim frambjóðendum sem hann studdi náðu ekki kjöri. Þá er útlit fyrir að Demókratar eigi góðan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni og jafnvel bæta við sig. Af þessum sökum hafa margir af nánum samstarfsmönnum Trump nú lagt til að hann bíði með tilkynningu sína um forsetaframboð þar til úrslit liggja fyrir í Georgíu, þar sem önnur umferð í kosningum milli Demókratans Raphael Warnock og Repúblikanans Herschel Walker hefur farið fram. Þankagangurinn er á þennan veg: Ef Walker sigrar getur Trump eignað sér heiðurinn af því, ef ekki er staða hans svo sem óbreytt frá því sem nú er. Þá eru menn uggandi yfir því að Trump gæti eyðilagt möguleika Repúblikana þar sem úrslit liggja ekki fyrir, með því að hefja kosningabaráttu sína strax. Trump hefur verið óvenju þögull frá því að úrslit í þingkosningunum fóru að liggja ljós fyrir en gaf sér þó tíma í gær til að ráðast gegn Ron DeSantis, sem er mögulega eini samflokksmaður Trump sem á möguleika á því að sigra hann í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Skaut Trump meðal annars á DeSantis, sem vann stóran sigur í þingkosningunum, fyrir að vilja ekki svara því beint hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Þá er DeSantis kominn í hóp þeirra sem Trump hefur gefið sérstakt uppnefni og er nú kallaður Ron DeSanctimonious af forsetanum fyrrverandi, sem mætti þýða sem Ron helgislepja. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Efasemdir eru nú uppi um hvort það sé hyggilegt fyrir Trump að taka í gikkinn svo skömmu eftir þingkosningarnar í landinu, þar sem hin „rauða alda“ sem spáð var reyndist aðeins spræna. Margir hafa kennt Trump um óvenju slakt gengi Repúblikanaflokksins en margir af þeim frambjóðendum sem hann studdi náðu ekki kjöri. Þá er útlit fyrir að Demókratar eigi góðan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni og jafnvel bæta við sig. Af þessum sökum hafa margir af nánum samstarfsmönnum Trump nú lagt til að hann bíði með tilkynningu sína um forsetaframboð þar til úrslit liggja fyrir í Georgíu, þar sem önnur umferð í kosningum milli Demókratans Raphael Warnock og Repúblikanans Herschel Walker hefur farið fram. Þankagangurinn er á þennan veg: Ef Walker sigrar getur Trump eignað sér heiðurinn af því, ef ekki er staða hans svo sem óbreytt frá því sem nú er. Þá eru menn uggandi yfir því að Trump gæti eyðilagt möguleika Repúblikana þar sem úrslit liggja ekki fyrir, með því að hefja kosningabaráttu sína strax. Trump hefur verið óvenju þögull frá því að úrslit í þingkosningunum fóru að liggja ljós fyrir en gaf sér þó tíma í gær til að ráðast gegn Ron DeSantis, sem er mögulega eini samflokksmaður Trump sem á möguleika á því að sigra hann í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Skaut Trump meðal annars á DeSantis, sem vann stóran sigur í þingkosningunum, fyrir að vilja ekki svara því beint hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Þá er DeSantis kominn í hóp þeirra sem Trump hefur gefið sérstakt uppnefni og er nú kallaður Ron DeSanctimonious af forsetanum fyrrverandi, sem mætti þýða sem Ron helgislepja.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira