Orðlaus yfir mögnuðum tilþrifum Benedikts Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2022 17:46 Benedikt Gunnar Óskarsson hefur náð að heilla áhorfendur með spilamennsku sinni í Evrópudeildinni. Vísir/Diego Valsmenn urðu á dögunum fyrsta íslenska liðið í sögunni til að vinna tvo Evrópuleiki í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur gegn Benidorm á útivelli. Áður hafði liðið unnið fjögurra marka sigur gegn ungverska liðinu Ferencváros og leikmenn Vals eru farnir að vekja athygli fyrir utan landsteinana. Meðal þeirra sem hafa heillað áhorfendur með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum eru bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir. Arnór hefur skorað 14 mörk í þessum tveimur leikjum g Benedikt tíu, en þeir hafa verið potturinn og pannan í sóknarleik Valsliðsins á tímabilinu. Þrátt fyrir það að nú sé rúm vika síðan Valsmenn unnu þriggja marka sigur gegn Benidorm eru þau sem halda úti Twitter-reikningi Evrópudeildarinnar enn að klóra sér í hausnum yfir frábærum tilþrifum Benedikts. Þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður voru Valsmenn með eins marks forskot í stöðunni 5-6. Eins og Valsliðið er orðið frægt fyrir keyrði það hratt upp völlinn og Benedikt nýtti sér yfirtöluna vinstra megin á vellinum, prjónaði sig í gegnum vörnina og snéri boltanum svo snyrtilega framhjá Roberto Rodríguez Lario í marki heimamanna. „Benedikt Gunnar Óskarsson skilur okkur eftir orðlaus,“ var ritað á Twitter-síðu Evrópudeildarinnar og myndband af markinu látið fylgja með. Færsluna og myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Benedikt Gunnar Oskarsson 🇮🇸🔝 leaving us speechless! #ehfel pic.twitter.com/pOJagWQMce— EHF European League (@ehfel_official) November 10, 2022 Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg í Origo-höllinni að Hlíðarenda næstkomandi þriðjudag. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með Flensburg, en liðið er taplaust eftir tvo leiki, líkt og Valsmenn. Handbolti Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa heillað áhorfendur með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum eru bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir. Arnór hefur skorað 14 mörk í þessum tveimur leikjum g Benedikt tíu, en þeir hafa verið potturinn og pannan í sóknarleik Valsliðsins á tímabilinu. Þrátt fyrir það að nú sé rúm vika síðan Valsmenn unnu þriggja marka sigur gegn Benidorm eru þau sem halda úti Twitter-reikningi Evrópudeildarinnar enn að klóra sér í hausnum yfir frábærum tilþrifum Benedikts. Þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður voru Valsmenn með eins marks forskot í stöðunni 5-6. Eins og Valsliðið er orðið frægt fyrir keyrði það hratt upp völlinn og Benedikt nýtti sér yfirtöluna vinstra megin á vellinum, prjónaði sig í gegnum vörnina og snéri boltanum svo snyrtilega framhjá Roberto Rodríguez Lario í marki heimamanna. „Benedikt Gunnar Óskarsson skilur okkur eftir orðlaus,“ var ritað á Twitter-síðu Evrópudeildarinnar og myndband af markinu látið fylgja með. Færsluna og myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Benedikt Gunnar Oskarsson 🇮🇸🔝 leaving us speechless! #ehfel pic.twitter.com/pOJagWQMce— EHF European League (@ehfel_official) November 10, 2022 Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg í Origo-höllinni að Hlíðarenda næstkomandi þriðjudag. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með Flensburg, en liðið er taplaust eftir tvo leiki, líkt og Valsmenn.
Handbolti Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni