Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort – vörumst netsvik Heiðrún Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 07:01 Jólageit IKEA er komin á sinn stað og fyrsti stóri netverslunar dagurinn nálgast. Þetta verður ekki flúið, það eru að koma jól. Burtséð frá því hvenær fólki finnst eðlilegt að byrja að minnast á jólin þá er fjöldi fólks sem nýtir sér þau tækifæri sem gefast í netverslunum í nóvember. Framundan eru stórir netverslunar dagar: Svokallaður dagur einhleypra eða „Singles Day” og og Net mánudagur eða „Cyber Monday“ að ógleymdum hinum svarta föstudegi eða „Black Friday”. Mikil þægindi felast í netverslun og er hægt að spara bæði tíma og fjármuni með því að klára kaupin á veraldavefnum. Þrátt fyrir margar aðgerðir sem verslunarmenn, kortafyrirtæki og bankar hafa ráðist í byggir netverslun samt sem áður á trausti, það traust misnota glæpamenn daglega. Þeir eru afar vel skipulagðir og búa yfir mikilli þekkingu og færni. Í aðdraganda stórra netverslunardaga aukast tilraunir til netsvika verulega. Tæknimenn banka, færsluhirða og fjarskiptafyrirtækja ásamt starfsmönnum stofnana á borð við CERT-IS vinna hörðum höndum að því að takmarka aðgengi glæpamanna að einstaklingum sem stunda viðskipti á netinu. Þrátt fyrir allar þeirra aðgerðir hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir stærsta öryggisgallann, veikasti hlekkurinn er nefnilega oftast endanotandinn, við sjálf. Því er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hvað við kaupum, hvort upphæðir stemmi og hvort skilaboðin komi frá réttum aðila og alls ekki deila myndum af kortum eða skilríkjum. Þá er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að síðurnar sem verslað er á séu réttmætar og hvort vefslóðin líti afbrigðilega út. Allir geta lent í klónum á þessum þrjótum, það er ekkert til að skammast sín fyrir, en ef við lendum í svikum er mikilvægt að frysta kort og tilkynna svikin strax. Því miður er það þó þannig að yfirleitt sitja neytendur uppi með tjónið. Markaðsrannsóknir benda eindregið til þess að vegur netverslunar haldi áfram að aukast. Sú þróun er jákvæð fyrir neytendur og verslun, en mikilvægast af öllu er að við temjum okkur heilbrigða tortryggni í verslun og viðskiptum á alnetinu. Ekki láta þessa búbót verða til þess að þú tapir háum fjárhæðum rétt fyrir jól. Verum vel vakandi yfir öllum skrefum sem við stígum á netinu og ekki hika við að hafa samband beint við söluaðila eða sendingaraðila ef eitthvað lítur óeðlilega út. Í aðdraganda jóla eykst oft hraðinn og stressið og því er ekki einungis mikilvægt að við tökum smá tíma fyrir okkur sjálf mitt í öllu stressinu, heldur einnig að við tökum okkur tvær mínútur og göngum úr skugga um að allt sé með felldu í viðskiptum okkar á netinu. Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort yfir jólasteikinni. Við hvetjum alla til að kynna sér málið nánar á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verslun Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Jólageit IKEA er komin á sinn stað og fyrsti stóri netverslunar dagurinn nálgast. Þetta verður ekki flúið, það eru að koma jól. Burtséð frá því hvenær fólki finnst eðlilegt að byrja að minnast á jólin þá er fjöldi fólks sem nýtir sér þau tækifæri sem gefast í netverslunum í nóvember. Framundan eru stórir netverslunar dagar: Svokallaður dagur einhleypra eða „Singles Day” og og Net mánudagur eða „Cyber Monday“ að ógleymdum hinum svarta föstudegi eða „Black Friday”. Mikil þægindi felast í netverslun og er hægt að spara bæði tíma og fjármuni með því að klára kaupin á veraldavefnum. Þrátt fyrir margar aðgerðir sem verslunarmenn, kortafyrirtæki og bankar hafa ráðist í byggir netverslun samt sem áður á trausti, það traust misnota glæpamenn daglega. Þeir eru afar vel skipulagðir og búa yfir mikilli þekkingu og færni. Í aðdraganda stórra netverslunardaga aukast tilraunir til netsvika verulega. Tæknimenn banka, færsluhirða og fjarskiptafyrirtækja ásamt starfsmönnum stofnana á borð við CERT-IS vinna hörðum höndum að því að takmarka aðgengi glæpamanna að einstaklingum sem stunda viðskipti á netinu. Þrátt fyrir allar þeirra aðgerðir hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir stærsta öryggisgallann, veikasti hlekkurinn er nefnilega oftast endanotandinn, við sjálf. Því er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hvað við kaupum, hvort upphæðir stemmi og hvort skilaboðin komi frá réttum aðila og alls ekki deila myndum af kortum eða skilríkjum. Þá er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að síðurnar sem verslað er á séu réttmætar og hvort vefslóðin líti afbrigðilega út. Allir geta lent í klónum á þessum þrjótum, það er ekkert til að skammast sín fyrir, en ef við lendum í svikum er mikilvægt að frysta kort og tilkynna svikin strax. Því miður er það þó þannig að yfirleitt sitja neytendur uppi með tjónið. Markaðsrannsóknir benda eindregið til þess að vegur netverslunar haldi áfram að aukast. Sú þróun er jákvæð fyrir neytendur og verslun, en mikilvægast af öllu er að við temjum okkur heilbrigða tortryggni í verslun og viðskiptum á alnetinu. Ekki láta þessa búbót verða til þess að þú tapir háum fjárhæðum rétt fyrir jól. Verum vel vakandi yfir öllum skrefum sem við stígum á netinu og ekki hika við að hafa samband beint við söluaðila eða sendingaraðila ef eitthvað lítur óeðlilega út. Í aðdraganda jóla eykst oft hraðinn og stressið og því er ekki einungis mikilvægt að við tökum smá tíma fyrir okkur sjálf mitt í öllu stressinu, heldur einnig að við tökum okkur tvær mínútur og göngum úr skugga um að allt sé með felldu í viðskiptum okkar á netinu. Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort yfir jólasteikinni. Við hvetjum alla til að kynna sér málið nánar á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar