Segir upp ellefu þúsund manns Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2022 12:03 Mark Zuckerberg, forstjóri Meta. EPA/MICHAEL REYNOLD Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess. Í yfirlýsingu sem birt var á vef Meta, segir Zuckerberg að ákvörðunin hafi verið gífurlega erfið en að hana megi að miklu leyti rekja til faraldurs Covid. Á þeim tíma hafi fyrirtækið vaxið mjög en það hafi ekki reynst varanlegur vöxtur eins og hann og aðrir hafi búist var við. Aukin samkeppni, versnandi efnahagshorfur og samdráttur í auglýsingasölu hafi komið niður á tekjum fyrirtækisins og þær séu mun lægri en spár Meta gerðu ráð fyrir. Þess vegna þurfi að taka til í rekstri fyrirtækisins og draga úr kostnaði. „Ég vil taka ábyrgð á þessum ákvörðunum og því hvernig við enduðum á þessum stað. Ég veit að þetta er erfitt fyrir alla og ég er sérstaklega leiður yfir þeim sem þetta hefur áhrif á,“ segir Zuckerberg í áðurnefndri yfirlýsingu. Meta birti í síðasta mánuði ársfjórðungsuppgjör þar sem fram kom að tekjurnar hefðu dregist mjög saman og að hagnaður fyrirtækisins hefði minnkað um helming á milli ára. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en á sama tímabili í fyrr var hann 9,2 milljarðar. Eftir að uppgjörið var birt sagði Bloomberg frá því að virði Meta hefði dregist saman um 520 milljarða dala á einu ári. Meta Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var á vef Meta, segir Zuckerberg að ákvörðunin hafi verið gífurlega erfið en að hana megi að miklu leyti rekja til faraldurs Covid. Á þeim tíma hafi fyrirtækið vaxið mjög en það hafi ekki reynst varanlegur vöxtur eins og hann og aðrir hafi búist var við. Aukin samkeppni, versnandi efnahagshorfur og samdráttur í auglýsingasölu hafi komið niður á tekjum fyrirtækisins og þær séu mun lægri en spár Meta gerðu ráð fyrir. Þess vegna þurfi að taka til í rekstri fyrirtækisins og draga úr kostnaði. „Ég vil taka ábyrgð á þessum ákvörðunum og því hvernig við enduðum á þessum stað. Ég veit að þetta er erfitt fyrir alla og ég er sérstaklega leiður yfir þeim sem þetta hefur áhrif á,“ segir Zuckerberg í áðurnefndri yfirlýsingu. Meta birti í síðasta mánuði ársfjórðungsuppgjör þar sem fram kom að tekjurnar hefðu dregist mjög saman og að hagnaður fyrirtækisins hefði minnkað um helming á milli ára. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en á sama tímabili í fyrr var hann 9,2 milljarðar. Eftir að uppgjörið var birt sagði Bloomberg frá því að virði Meta hefði dregist saman um 520 milljarða dala á einu ári.
Meta Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira