Að styðja við foreldra/forráðamenn í sorg þá erum við að styðja börnin Karólína Helga Símonardóttir skrifar 9. nóvember 2022 10:00 Í byrjun sumars á þessu ári var brotið blað í stuðningi við syrgjendur þegar frumvarp um sorgarleyfi foreldra varð að lögum. Lögin tryggja foreldrum, sem missa barn sitt, leyfi frá störfum og greiðslur sem koma til móts við tekjutap. Hingað til hefur það verið undir vinnuveitanda komið hvort foreldri fái launað leyfi eftir barnsmissi. Sorgarmiðstöð hvatti ríkisstjórnina, velferðarnefnd og alþingsimenn til að hefja hið fyrsta undirbúning að næsta skrefi: Frumvarpi til breytinga á lögunum, með það að markmiði að færa einstaklingum sem missa maka frá ungum börnum, sambærilega réttarbót. Ungt fólk sem missir maka sinn snemma á lífsleiðinni frá ungum börnum, er sá hópur sem sérstaklega þarf að huga að. Í umsögn Sorgarmiðstöðvar um sorgarleyfið þá lögðum við mikla áherslu á að það þyrfti líka að mæta þessum. Þau félög sem sendu inn umsögn um frumvarpið voru á sama máli. Ungt fólk sem missir maka snemma á lífsleiðinni og er með börn á framfæri verður ekki aðeins fyrir mikilli sorg, heldur líka miklu tekjutapi. Í flestum tilfellum eru það báðir aðilar sem hafa verið fyrirvinnur heimilisins. Í sorginni þarf að sinna börnunum, ásamt því að eftirlifandi maki reynir að sinna sinni eigin sorg og finna úrlausnir á þeirri fjárhagslegu stöðu sem komin er upp. Við þekkjum það af reynslu að þetta er sá hópur sem dettur hvað líklegast út af vinnumarkaðinum nokkrum árum eftir makamissinn, því þau höfðu ekki nægt svigrúm eða tækifæri til þess að takast á við sorgina sína, allt þeirra fór í að styðja börnin og halda hversdagslífinu gangandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, svaraði ákallinu og lagði nýverið fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis. Frumvarp þetta er útvíkkun á lögum sem samþykkt voru í sumar, um sorgarleyfi í kjölfar barnsmissis. Megin tilgangurinn með útvíkkuninni er að fókuspunkturinn sé á börnin og að taka utan um og styðja um þær fjölskyldur þar sem móðir eða faðir deyr frá börnum sínum. Við fögnum þessu mikilvægu skrefum í réttindabaráttu syrgjenda. Vonum að ríkistjórnin og ráðamenn þjóðarinnar samþykki þessa breytingu. Markmið og starf Sorgarmiðstöðvar er að styðja syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra með fræðslu og ráðgjöf. Sorgarmiðstöð er öllum opin. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun sumars á þessu ári var brotið blað í stuðningi við syrgjendur þegar frumvarp um sorgarleyfi foreldra varð að lögum. Lögin tryggja foreldrum, sem missa barn sitt, leyfi frá störfum og greiðslur sem koma til móts við tekjutap. Hingað til hefur það verið undir vinnuveitanda komið hvort foreldri fái launað leyfi eftir barnsmissi. Sorgarmiðstöð hvatti ríkisstjórnina, velferðarnefnd og alþingsimenn til að hefja hið fyrsta undirbúning að næsta skrefi: Frumvarpi til breytinga á lögunum, með það að markmiði að færa einstaklingum sem missa maka frá ungum börnum, sambærilega réttarbót. Ungt fólk sem missir maka sinn snemma á lífsleiðinni frá ungum börnum, er sá hópur sem sérstaklega þarf að huga að. Í umsögn Sorgarmiðstöðvar um sorgarleyfið þá lögðum við mikla áherslu á að það þyrfti líka að mæta þessum. Þau félög sem sendu inn umsögn um frumvarpið voru á sama máli. Ungt fólk sem missir maka snemma á lífsleiðinni og er með börn á framfæri verður ekki aðeins fyrir mikilli sorg, heldur líka miklu tekjutapi. Í flestum tilfellum eru það báðir aðilar sem hafa verið fyrirvinnur heimilisins. Í sorginni þarf að sinna börnunum, ásamt því að eftirlifandi maki reynir að sinna sinni eigin sorg og finna úrlausnir á þeirri fjárhagslegu stöðu sem komin er upp. Við þekkjum það af reynslu að þetta er sá hópur sem dettur hvað líklegast út af vinnumarkaðinum nokkrum árum eftir makamissinn, því þau höfðu ekki nægt svigrúm eða tækifæri til þess að takast á við sorgina sína, allt þeirra fór í að styðja börnin og halda hversdagslífinu gangandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, svaraði ákallinu og lagði nýverið fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis. Frumvarp þetta er útvíkkun á lögum sem samþykkt voru í sumar, um sorgarleyfi í kjölfar barnsmissis. Megin tilgangurinn með útvíkkuninni er að fókuspunkturinn sé á börnin og að taka utan um og styðja um þær fjölskyldur þar sem móðir eða faðir deyr frá börnum sínum. Við fögnum þessu mikilvægu skrefum í réttindabaráttu syrgjenda. Vonum að ríkistjórnin og ráðamenn þjóðarinnar samþykki þessa breytingu. Markmið og starf Sorgarmiðstöðvar er að styðja syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra með fræðslu og ráðgjöf. Sorgarmiðstöð er öllum opin. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun