Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 10:01 Kjósendur í þremur ríkjum í Bandaríkjunum samþykktu að festa rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkjanna. epa/Will Oliver Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. Í Vermont samþykkti meirihluti kjósenda breytingar á stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um að réttur einstaklinga til sjálfræðis hvað varðar barneignir sé lykilþáttur þegar kemur að því að ráða eigin lífi og að ekki megi skerða þennan rétt nema hagsmunir ríkisins séu í húfi. Kjósendur í Michigan samþykktu sömuleiðis að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um réttindi einstaklingsins til þess að ráða öllum ákvörðunum þegar kemur að þungun. Worth noting that amendments to state constitutions in California, Vermont and Michigan to protect the right to abortion all passed with substantial majorities. Meanwhile, amendments to restrict #AbortionRights in Kentucky and Montana look set to fail. pic.twitter.com/n5bZ39KXZb— Marion McKeone (@marionmckeone) November 9, 2022 Fyrirbyggjandi aðgerð gegn gildistöku úreltra laga Michigan var eitt þeirra ríkja þar sem hætt var við því að eldri lög tækju aftur gildi í kjölfar þess að hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunn í Roe gegn Wade. Þannig kemur niðurstaðan í kosningunum nú í veg fyrir að lög frá 1931 um nær algjört þungunarrofsbann virkist á ný. Tillagan sem kjósendur samþykktu felur hins vegar í sér að ríkisþingið mun geta sett lög um þungunarrof þegar komið er að þeim tíma á meðgöngunni þegar fóstrið getur lifað sjálfstæðu lífi utan líkama móðurinnar. Þingið mun hins vegar ekki geta sett lög sem kveða á um refsingu gegn þeim sem gangast undir þungunarrof eða missa fóstur, né þeim sem veita þungunarrofsþjónustu. Í Kaliforníu samþykktu kjósendur að gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins þar sem kveðið verður á um algjöran rétt einstaklingsins til notkunar getnaðarvarna og aðgengis að þungunarrofi. Eins og er kveður stjórnarskráin á um rétt til friðhelgis einkalífsins, sem hæstiréttur ríkisins hefur túlkað sem svo að nái einnig yfir réttinn til þungunarrofs. Í Kentucky og Montana var kosið um tillögur til höfuðs rétti kvenna til þungunarrofs en niðurstöður þar liggja ekki fyrir. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Í Vermont samþykkti meirihluti kjósenda breytingar á stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um að réttur einstaklinga til sjálfræðis hvað varðar barneignir sé lykilþáttur þegar kemur að því að ráða eigin lífi og að ekki megi skerða þennan rétt nema hagsmunir ríkisins séu í húfi. Kjósendur í Michigan samþykktu sömuleiðis að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um réttindi einstaklingsins til þess að ráða öllum ákvörðunum þegar kemur að þungun. Worth noting that amendments to state constitutions in California, Vermont and Michigan to protect the right to abortion all passed with substantial majorities. Meanwhile, amendments to restrict #AbortionRights in Kentucky and Montana look set to fail. pic.twitter.com/n5bZ39KXZb— Marion McKeone (@marionmckeone) November 9, 2022 Fyrirbyggjandi aðgerð gegn gildistöku úreltra laga Michigan var eitt þeirra ríkja þar sem hætt var við því að eldri lög tækju aftur gildi í kjölfar þess að hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunn í Roe gegn Wade. Þannig kemur niðurstaðan í kosningunum nú í veg fyrir að lög frá 1931 um nær algjört þungunarrofsbann virkist á ný. Tillagan sem kjósendur samþykktu felur hins vegar í sér að ríkisþingið mun geta sett lög um þungunarrof þegar komið er að þeim tíma á meðgöngunni þegar fóstrið getur lifað sjálfstæðu lífi utan líkama móðurinnar. Þingið mun hins vegar ekki geta sett lög sem kveða á um refsingu gegn þeim sem gangast undir þungunarrof eða missa fóstur, né þeim sem veita þungunarrofsþjónustu. Í Kaliforníu samþykktu kjósendur að gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins þar sem kveðið verður á um algjöran rétt einstaklingsins til notkunar getnaðarvarna og aðgengis að þungunarrofi. Eins og er kveður stjórnarskráin á um rétt til friðhelgis einkalífsins, sem hæstiréttur ríkisins hefur túlkað sem svo að nái einnig yfir réttinn til þungunarrofs. Í Kentucky og Montana var kosið um tillögur til höfuðs rétti kvenna til þungunarrofs en niðurstöður þar liggja ekki fyrir.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent