Kynfræðsla – hver ætlar að redda málunum? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:31 Kynfræðslu þarf að auka, það þarf að gera stórátak í kynfræðslu á öllum skólastigum, kynfræðsla þarf að vera skyldufag, börn og unglingar þurfa kynfræðslu frá unga aldri. Þessar yfirlýsingar eru ekki nýjar af nálinni, heldur birtust þær fyrst í greinaskrifum um kynfræðslu árið 1986. Síðan þá höfum við oft lagt af stað í þá vegferð að raungera þessar yfirlýsingar. Stýrihópar, sérfræðingahópar, áætlanir og fréttatilkynningar um að nú eigi aldeilis að taka til hendinni, en enn bíða þau sem eiga að taka þátt í eflingunni eftir raunverulegum efndum. Fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum er þannig sett í þá ómögulegu stöðu að vera krafin um fræðslu frá samfélaginu, án nægjanlegs stuðnings eða fræðslu. Hópar sem hljóta öfluga kynfræðslu eru líklegri til að lifa góðu og heilbrigðara kynlífi og eru ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, það hlýtur því að vera til einhvers að vinna að sinna fræðslunni vel. Því miður er það enn of víða þannig að kennarar kasta málefninu á milli sín og of margir treysta sér ekki til að taka kynfræðsluna fyrir. Þó verður að taka það fram að víða er verið að gera vel þar sem margir koma að kennslunni og vonandi styður það fleiri til að takast á við málefnið. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna leyfum við kynfræðslu að verða útundan með afsökunum um að hún sé siðferðislega flókin og vandræðaleg? Værum við sem samfélag sátt við að nemendur á grunnskólastigi myndu ekki læra neitt um fallbeygingar eða deilingu á þeim forsendum að hugtökin væru flókin og fáir kennarar treystu sér í að kenna þessa þætti? Eins og staðan er í dag fá kennaranemar og nemendur í tómstunda og félagsmálafræði, ekki kennslu tengda kynfræði en hægt er að taka diplómagráðu í kynfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það gefur því augaleið að við stöndum ekki nógu vel að því að mennta fagfólkið sem kemur að börnunum okkar á hinum ýmsu skeiðum ævinnar þegar kemur að kynfræðslu. Það er því ekki skrýtið að kennarar og annað fagfólk veigri sér við umræðunni þegar fræðsla til þeirra sjálfra er af skornum skammti. Við verðum, fræðasamfélagið, fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum og öll sem höfum áhuga og vilja á að búa til heilbrigt samfélag þar sem börn fá góða, heildstæða kynfræðslu, að taka okkur saman í andlitinu. Við verðum að styðja fagfólkið okkar betur til að veita kynfræðsluna og það verður að huga betur að endurnýjun námsefnis. Það má ekki láta enn eina kynslóðina detta á milli skips og bryggju því við fullorðna fólkið vorum upptekin í „pant ekki ég“ leiknum. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarkona í KynÍs, Kynfræðifélagi Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga, viðburðaröð KynÍs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kynfræðslu þarf að auka, það þarf að gera stórátak í kynfræðslu á öllum skólastigum, kynfræðsla þarf að vera skyldufag, börn og unglingar þurfa kynfræðslu frá unga aldri. Þessar yfirlýsingar eru ekki nýjar af nálinni, heldur birtust þær fyrst í greinaskrifum um kynfræðslu árið 1986. Síðan þá höfum við oft lagt af stað í þá vegferð að raungera þessar yfirlýsingar. Stýrihópar, sérfræðingahópar, áætlanir og fréttatilkynningar um að nú eigi aldeilis að taka til hendinni, en enn bíða þau sem eiga að taka þátt í eflingunni eftir raunverulegum efndum. Fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum er þannig sett í þá ómögulegu stöðu að vera krafin um fræðslu frá samfélaginu, án nægjanlegs stuðnings eða fræðslu. Hópar sem hljóta öfluga kynfræðslu eru líklegri til að lifa góðu og heilbrigðara kynlífi og eru ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, það hlýtur því að vera til einhvers að vinna að sinna fræðslunni vel. Því miður er það enn of víða þannig að kennarar kasta málefninu á milli sín og of margir treysta sér ekki til að taka kynfræðsluna fyrir. Þó verður að taka það fram að víða er verið að gera vel þar sem margir koma að kennslunni og vonandi styður það fleiri til að takast á við málefnið. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna leyfum við kynfræðslu að verða útundan með afsökunum um að hún sé siðferðislega flókin og vandræðaleg? Værum við sem samfélag sátt við að nemendur á grunnskólastigi myndu ekki læra neitt um fallbeygingar eða deilingu á þeim forsendum að hugtökin væru flókin og fáir kennarar treystu sér í að kenna þessa þætti? Eins og staðan er í dag fá kennaranemar og nemendur í tómstunda og félagsmálafræði, ekki kennslu tengda kynfræði en hægt er að taka diplómagráðu í kynfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það gefur því augaleið að við stöndum ekki nógu vel að því að mennta fagfólkið sem kemur að börnunum okkar á hinum ýmsu skeiðum ævinnar þegar kemur að kynfræðslu. Það er því ekki skrýtið að kennarar og annað fagfólk veigri sér við umræðunni þegar fræðsla til þeirra sjálfra er af skornum skammti. Við verðum, fræðasamfélagið, fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum og öll sem höfum áhuga og vilja á að búa til heilbrigt samfélag þar sem börn fá góða, heildstæða kynfræðslu, að taka okkur saman í andlitinu. Við verðum að styðja fagfólkið okkar betur til að veita kynfræðsluna og það verður að huga betur að endurnýjun námsefnis. Það má ekki láta enn eina kynslóðina detta á milli skips og bryggju því við fullorðna fólkið vorum upptekin í „pant ekki ég“ leiknum. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarkona í KynÍs, Kynfræðifélagi Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga, viðburðaröð KynÍs.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun