Öll börn gera vel ef þau geta Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 09:30 Lífið er flókið. Samskipti eru flókin og samskipti barna eru vissulega flókin. Eineltismál er erfið og og geta skilið eftir sig djúp sár. Ég finn mikið til með þolendum eineltis og fordæmi allar myndir ofbeldis. Um daginn rak ég augun í blaðagrein og hluti fyrirsagnarinnar var að „gerendur í einelti hrósuðu sigri og fyndu sér ný fórnarlömb”. Þessi fyrirsögn stakk mig. Þeir sem eru gerendur í einelti sigra aldrei. Þetta eru börn sem koma illa fram því þeim líður illa. Ofbeldið og ill framkoma er svörun þeirra við eigin sársauka og svo margt getur legið að baki. Allir í eineltismálum þurfa hjálp. Það þarf að skoða alla fleti og veita aðstoð með það að markmiði að börnunum líði betur. Þannig eru minni líkur á ad slíkt endurtaki sig. Undirótin er ekki illska heldur sársauki og vanmáttur. Jafnframt las ég þónokkrar illa ígrundaðar athugasemdir á Netinu um gerendur eineltis. Athugasemdir sem ég tel síst líklegar til að leysa neinn vanda. Þær myndu án efa valda áframhaldandi sársauka sem er svo undirrót frekara ofbeldis. Við getum lagað ofbeldi með skilningi á þeim margþætta vanda sem þarna liggur að baki. Það þarf að kafa undir yfirborðið og fara inn í kjarnann. Við getum lagað ofbeldi með því að vinna í okkar eigin sársauka því þá eru minni líkur á að við yfirfærum hann á næstu kynslóð. Við getum unnið gegn ofbeldi með kærleika og samkennd en aldrei hatri. Við þurfum að snúa bökum saman frekar en mynda fylkingar. Við þurfum að vinna saman að vellíðan barna því ef börnum líður vel þá gera þau vel! Höfundur er móðir fjögurra barna og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Lífið er flókið. Samskipti eru flókin og samskipti barna eru vissulega flókin. Eineltismál er erfið og og geta skilið eftir sig djúp sár. Ég finn mikið til með þolendum eineltis og fordæmi allar myndir ofbeldis. Um daginn rak ég augun í blaðagrein og hluti fyrirsagnarinnar var að „gerendur í einelti hrósuðu sigri og fyndu sér ný fórnarlömb”. Þessi fyrirsögn stakk mig. Þeir sem eru gerendur í einelti sigra aldrei. Þetta eru börn sem koma illa fram því þeim líður illa. Ofbeldið og ill framkoma er svörun þeirra við eigin sársauka og svo margt getur legið að baki. Allir í eineltismálum þurfa hjálp. Það þarf að skoða alla fleti og veita aðstoð með það að markmiði að börnunum líði betur. Þannig eru minni líkur á ad slíkt endurtaki sig. Undirótin er ekki illska heldur sársauki og vanmáttur. Jafnframt las ég þónokkrar illa ígrundaðar athugasemdir á Netinu um gerendur eineltis. Athugasemdir sem ég tel síst líklegar til að leysa neinn vanda. Þær myndu án efa valda áframhaldandi sársauka sem er svo undirrót frekara ofbeldis. Við getum lagað ofbeldi með skilningi á þeim margþætta vanda sem þarna liggur að baki. Það þarf að kafa undir yfirborðið og fara inn í kjarnann. Við getum lagað ofbeldi með því að vinna í okkar eigin sársauka því þá eru minni líkur á að við yfirfærum hann á næstu kynslóð. Við getum unnið gegn ofbeldi með kærleika og samkennd en aldrei hatri. Við þurfum að snúa bökum saman frekar en mynda fylkingar. Við þurfum að vinna saman að vellíðan barna því ef börnum líður vel þá gera þau vel! Höfundur er móðir fjögurra barna og grunnskólakennari.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun