Lofaði að halda áfram að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 14:31 Guðlaugur Þór hafði ekki erindi sem erfiði í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson lýsti yfir stuðningi við Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins eftir að hann beið lægri hlut í formannskjöri í dag. Lofaði hann að vinna áfram að framgangi sjálfstæðisstefnunnar. Bjarni hlaut 59,4% atkvæða gegn 40,4% Guðlaugs Þórs í formannskjörinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Í ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt óskaði Guðlaugur Þór keppinaut sínum til hamingju með glæsilegt kjör. Hann hafi boðið sig fram vegna þess að hann hafi einlæga trú á að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert betur og styrkt sig. Landsfundurinn nú væri fyrsta skrefið í þá átt. Sagðist Guðlaugur Þór stoltur af þeim sem studdu sig og unnu fyrir framboðið. „Núna liggur það fyrir að Bjarni Benediktssonar er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann til þeirra verka,“ sagði Guðlaugur Þór við flokkssystkini sín og uppskar dynjandi lófatak úr salnum. Lýsti hann kosningu sinni sem ótrúlega góðri og að honum þætti vænt um hana. „Ég lofa ykkur því, og ég mun standa við það, að ég mun áfram vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að þegar við gerum það saman þá stöðvar okkur ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór. Guðlaugur Þór yfirgaf fundinn eftir að hann lauk ræðu sinni. Þá átti enn eftir að greiða atkvæði um embætti varaformanns og ritara og ýmsar ályktanir landsfundarins. Guðlaugur Þór yfirgefur landsfund Sjálfstæðisflokksins ásamt konu sinni Ágústu Johnson eftir að laut í lægra hald fyrir Bjarna.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Bjarni hlaut 59,4% atkvæða gegn 40,4% Guðlaugs Þórs í formannskjörinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Í ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt óskaði Guðlaugur Þór keppinaut sínum til hamingju með glæsilegt kjör. Hann hafi boðið sig fram vegna þess að hann hafi einlæga trú á að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert betur og styrkt sig. Landsfundurinn nú væri fyrsta skrefið í þá átt. Sagðist Guðlaugur Þór stoltur af þeim sem studdu sig og unnu fyrir framboðið. „Núna liggur það fyrir að Bjarni Benediktssonar er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann til þeirra verka,“ sagði Guðlaugur Þór við flokkssystkini sín og uppskar dynjandi lófatak úr salnum. Lýsti hann kosningu sinni sem ótrúlega góðri og að honum þætti vænt um hana. „Ég lofa ykkur því, og ég mun standa við það, að ég mun áfram vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að þegar við gerum það saman þá stöðvar okkur ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór. Guðlaugur Þór yfirgaf fundinn eftir að hann lauk ræðu sinni. Þá átti enn eftir að greiða atkvæði um embætti varaformanns og ritara og ýmsar ályktanir landsfundarins. Guðlaugur Þór yfirgefur landsfund Sjálfstæðisflokksins ásamt konu sinni Ágústu Johnson eftir að laut í lægra hald fyrir Bjarna.Vísir/Vilhelm
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira