„Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 17:32 „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni. Vísir/Steingrímur Dúi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tókust á í framboðsræðum sínum á landsflundi flokksins. Þetta var þeirra síðasti séns til að sannfæra flokksfulltrúa um að greiða sér atkvæði. Guðlaugur Þór reið á vaðið og hóf ræðu sína á því að ítreka að ekki sé verið að berjast innbyrðis í flokknum heldur sé verið að berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni. Í hálftímalangri ræðu Guðlaugs heyrðist kunnulegt stef hans í þessari kosningabaráttu; lagði hann áherslu á grunngildi, stétt með stétt og að sækja þurfi til sigurs nú eftir eintóma varnarsiga. „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna,“ sagði Guðlaugur og bætti við að allir þjóðfélagshópar þyrftu rödd. Þá sagðist hann aldrei myndu skýla sér á bak við embættisstörf sín þegar það kæmi ákall um að sinna grasrótinni og efla og styrkja starf flokksins. „Heldur þvert á móti sinntu þeir hvoru tveggja jöfnum höndum með glæsibrag,“ sagði Guðlaugur og vísaði þar til verka fyrri formanna. „Náum fyrri styrk á ný“ Þá nefndi hann afskipti annarra stjórnmálamanna í öðrum flokkum af formannskjörinu. „Einhverjir hafa haldið því fram að andstæðingar okkar í stjórnmálum eigi að ráða því hver sé formaður Sjálfstæðisflokksins. En höfum það alveg á hreinu að það eruð þið, landsfundarfulltrúar sem ráðið því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðlaugur og uppskar fögnuð í salnum. Bætti hann við að afsakanir líkt og að flokkakerfið sé breytt séu notaðar og markmiðin smækka með hverjum kosningum. Hægt sé að breyta því, segir Guðlaugur. „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt.“ Sagðist hann vilja endurheimta gamla félaga úr flokknum sem hann saknar í salnum. „Ég vil verða formaður Sjálfstæðisflokksins, af því ég trúi því af öllum mætti, að við getum endurheimt fyrri styrk. Virkjað fleira fólk, staðið þétt saman landi og þjóð til heilla, með grunngildi flokksins í fyrirrúmi. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir þjóðina til að leyfa sér litla drauma. Stöndum saman, sýnum hugrekki, verum óhrædd við breytingar og náum fyrri styrk á ný,“ sagði Guðlaugur í lok ræðu sinnar sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Guðlaugur Þór reið á vaðið og hóf ræðu sína á því að ítreka að ekki sé verið að berjast innbyrðis í flokknum heldur sé verið að berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni. Í hálftímalangri ræðu Guðlaugs heyrðist kunnulegt stef hans í þessari kosningabaráttu; lagði hann áherslu á grunngildi, stétt með stétt og að sækja þurfi til sigurs nú eftir eintóma varnarsiga. „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna,“ sagði Guðlaugur og bætti við að allir þjóðfélagshópar þyrftu rödd. Þá sagðist hann aldrei myndu skýla sér á bak við embættisstörf sín þegar það kæmi ákall um að sinna grasrótinni og efla og styrkja starf flokksins. „Heldur þvert á móti sinntu þeir hvoru tveggja jöfnum höndum með glæsibrag,“ sagði Guðlaugur og vísaði þar til verka fyrri formanna. „Náum fyrri styrk á ný“ Þá nefndi hann afskipti annarra stjórnmálamanna í öðrum flokkum af formannskjörinu. „Einhverjir hafa haldið því fram að andstæðingar okkar í stjórnmálum eigi að ráða því hver sé formaður Sjálfstæðisflokksins. En höfum það alveg á hreinu að það eruð þið, landsfundarfulltrúar sem ráðið því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðlaugur og uppskar fögnuð í salnum. Bætti hann við að afsakanir líkt og að flokkakerfið sé breytt séu notaðar og markmiðin smækka með hverjum kosningum. Hægt sé að breyta því, segir Guðlaugur. „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt.“ Sagðist hann vilja endurheimta gamla félaga úr flokknum sem hann saknar í salnum. „Ég vil verða formaður Sjálfstæðisflokksins, af því ég trúi því af öllum mætti, að við getum endurheimt fyrri styrk. Virkjað fleira fólk, staðið þétt saman landi og þjóð til heilla, með grunngildi flokksins í fyrirrúmi. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir þjóðina til að leyfa sér litla drauma. Stöndum saman, sýnum hugrekki, verum óhrædd við breytingar og náum fyrri styrk á ný,“ sagði Guðlaugur í lok ræðu sinnar sem má sjá í heild sinni hér að neðan.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira