Taldi ákæru í nauðgunarmáli ekki samræmast framburði brotaþola Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 11:06 Héraðssaksóknari sótti málið. Einn dómaranna við Landsrétt taldi að ákæran gegn manninum hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins, þar á meðal framburð brotaþolans. Vísir/Vilhelm Landsréttardómari vildi vísa frá nauðgunarmáli þar sem hann taldi að ákæra héraðssaksóknara væri ekki í samræmi við framburð brotaþola af atvikum. Fangelsisdómur í málinu var mildaður um sex mánuði. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrra karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í september árið 2018. Maðurinn var ákærður á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga sem fjallar um nauðgun þar sem gerandi notfærir sér að þolandi geti ekki spornað við verknaði sökum ástands síns. Í málinu var maðurinn talinn hafi nýtt sér svefndrunga og ölvun konunnar. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt staðfestu sakfellingu mannsins en styttu fangelsisdóminn í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins, bæði frá útgáfu ákæru fram að meðferð þess fyrir héraðsdómi og eftir að því var áfrýjað. Sá þriðji, Eiríkur Jónsson, skilaði sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi vegna annmarka á ákæru. Vísaði hann til þess að framburður konunnar styddi ekki að hún hefði ekki getað spornað við kynferðismökum sökum svefndrunga og ölvunar. Hún hafi borið fyrir héraðsdómi að hún myndi ekki eftir þreytu eftir að hún vaknaði og að henni hefði fundist hún allsgáð. Kynferðismökin sem lýst væri í ákæru hefðu átt sér stað eftir að hún hefði vaknað. Ekki ákært á grundvelli rétts ákvæðis hengingarlaga Framburður konunnar lýsti í reynd kynferðismökum án samþykkis, sem fjallað er um í öðru ákvæði hegningarlaga, frekar en að maðurinn hefði notfært sér ástand hennar. Konan hafi lýst því fyrir dómi að hún hefði verið allsgáð en fengið sjokk, frosið og orðið máttlaus vegna gjörða mannsins. Hafi hún vísað til aflsmunar á þeim og hræðslu við manninn. Í ljósi þessa taldi Eiríkur að ákæran væri í ósamræmi við gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Annmarkinn væri slíkur að rétt væri að vísa málinu frá héraðsdómi. Hvað efnisatriði málsins varðaði taldi Eiríku sannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Ekki væri hins vegar hægt að sakfella hann þar sem ekki hafi verið ákært fyrir kynferðismök án samþykkis. Ósannað væri að maðurinn hefði notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar. Því væri óhjákvæmilegt að sýkna manninn af ákærunni eins og hún var lögð fram. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 2,3 milljónir króna. Í héraði var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunnni 1,8 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrra karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í september árið 2018. Maðurinn var ákærður á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga sem fjallar um nauðgun þar sem gerandi notfærir sér að þolandi geti ekki spornað við verknaði sökum ástands síns. Í málinu var maðurinn talinn hafi nýtt sér svefndrunga og ölvun konunnar. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt staðfestu sakfellingu mannsins en styttu fangelsisdóminn í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins, bæði frá útgáfu ákæru fram að meðferð þess fyrir héraðsdómi og eftir að því var áfrýjað. Sá þriðji, Eiríkur Jónsson, skilaði sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi vegna annmarka á ákæru. Vísaði hann til þess að framburður konunnar styddi ekki að hún hefði ekki getað spornað við kynferðismökum sökum svefndrunga og ölvunar. Hún hafi borið fyrir héraðsdómi að hún myndi ekki eftir þreytu eftir að hún vaknaði og að henni hefði fundist hún allsgáð. Kynferðismökin sem lýst væri í ákæru hefðu átt sér stað eftir að hún hefði vaknað. Ekki ákært á grundvelli rétts ákvæðis hengingarlaga Framburður konunnar lýsti í reynd kynferðismökum án samþykkis, sem fjallað er um í öðru ákvæði hegningarlaga, frekar en að maðurinn hefði notfært sér ástand hennar. Konan hafi lýst því fyrir dómi að hún hefði verið allsgáð en fengið sjokk, frosið og orðið máttlaus vegna gjörða mannsins. Hafi hún vísað til aflsmunar á þeim og hræðslu við manninn. Í ljósi þessa taldi Eiríkur að ákæran væri í ósamræmi við gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Annmarkinn væri slíkur að rétt væri að vísa málinu frá héraðsdómi. Hvað efnisatriði málsins varðaði taldi Eiríku sannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Ekki væri hins vegar hægt að sakfella hann þar sem ekki hafi verið ákært fyrir kynferðismök án samþykkis. Ósannað væri að maðurinn hefði notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar. Því væri óhjákvæmilegt að sýkna manninn af ákærunni eins og hún var lögð fram. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 2,3 milljónir króna. Í héraði var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunnni 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira