Gangast loks við því að útvega Rússum dróna Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 09:10 Leifar þess sem Úkraínuher segir íranskan Shahed-dróna sem var skotinn niður nærri borginni Kúpjansk. AP/Úkraínuher Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst. Íranskir drónar hafa verið notaðir í sprengjuárásum Rússa á orkuinnviði og óbreytta borgara í Úkraínu á undanförnum vikum. Fram að þessu hafa írönsk stjórnvöld þó neitað því að vopna Rússa í stríðinu. Sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði ásakanir um slíkt „algerlega stoðlausar“ fyrr í þessari viku. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, træddi við fréttamenn í Teheran í morgun. „Við létum Rússa fá takmarkað magn dróna mörgum mánuðum fyrir stríðið í Úkraínu,“ fullyrti ráðherrann, að sögn AP-fréttastofunnar. Írönsk stjórnvöld hefðu ekki vitað af því að drónarnir væru notaðir í Úkraínu og þau væru staðráðin í að stöðva átökin. „Ef Úkraína hefur einhver gögn undir höndum um að Rússland hafi notað íranska dróna í Úkraínu ættu þeir að láta okkur fá þau. Ef það er sannað fyrir okkur að Rússland hafi notað íranska dróna í stríði gegn Úkraínu látum við okkur það ekki í léttu rúmi liggja,“ sagði Amirabdollahian. Bandaríkin og fleiri vestræn ríki sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa krafist þess að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri samtakanna, láti rannsaka hvort að Rússar hafi notað íranska dróna til að ráðast á óbreytta borgara í Úkraínu. Íran Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Íranskir drónar hafa verið notaðir í sprengjuárásum Rússa á orkuinnviði og óbreytta borgara í Úkraínu á undanförnum vikum. Fram að þessu hafa írönsk stjórnvöld þó neitað því að vopna Rússa í stríðinu. Sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði ásakanir um slíkt „algerlega stoðlausar“ fyrr í þessari viku. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, træddi við fréttamenn í Teheran í morgun. „Við létum Rússa fá takmarkað magn dróna mörgum mánuðum fyrir stríðið í Úkraínu,“ fullyrti ráðherrann, að sögn AP-fréttastofunnar. Írönsk stjórnvöld hefðu ekki vitað af því að drónarnir væru notaðir í Úkraínu og þau væru staðráðin í að stöðva átökin. „Ef Úkraína hefur einhver gögn undir höndum um að Rússland hafi notað íranska dróna í Úkraínu ættu þeir að láta okkur fá þau. Ef það er sannað fyrir okkur að Rússland hafi notað íranska dróna í stríði gegn Úkraínu látum við okkur það ekki í léttu rúmi liggja,“ sagði Amirabdollahian. Bandaríkin og fleiri vestræn ríki sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa krafist þess að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri samtakanna, láti rannsaka hvort að Rússar hafi notað íranska dróna til að ráðast á óbreytta borgara í Úkraínu.
Íran Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34
Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17
Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent