Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 4. nóvember 2022 20:25 „Frelsi,“ er kjörorð landsfundarins sem nú fer fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 var á landsfundinum í dag. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars félaga sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum til að stofna nýjan flokk. Hann sagði að ástæða fyrir brottför væri úr gildi gengin vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Samfylkingin væri meira að segja búin að setja þá stefnu niður í kassa. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina og borgaralega þenkjandi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig getum við best þjónað landsmönnum. Kæru vinir, þau eru öll velkomin aftur heim,“ sagði Bjarni. Þakkaði Kristrúnu og Guðmundi Árna Formaðurinn ýtti aðeins í Samfylkinguna sem eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur mátt þola mikið fylgistap í undanförnum kosningum. Hann nefndi nýjan formann flokksins, Kristrúnu Frostadóttur, og taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í henni einhverjar taugar. „Fyrst ég var að minnast á Samfylkinguna vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni til hamingju með nýtt hlutverk. Ég ætti kannski um leið að þakka henni fyrir góð störf í þágu skólanefndar Garðabæjar hérna um árið þar sem hún var varamaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En ég verð líka að óska Samfylkingunni til hamingju með nýja nafnið og glænýja varaformanninn Guðmund Árna. Hafið þið séð betra dæmi um hringrásarhagkerfið í virkni?“ Skattar lækkaðir þannig að um muni Stefna flokksins er mótuð á landsfundinum og sagði Bjarni brýnt að hefja kosningaundirbúning þá þegar. Formaðurinn lofaði ígrunduðum skattalækkunum og nefndi baráttuna um formannssætið. „Þannig að þegar við göngum næst til kosninga mun Sjálfstæðisflokkurinn, fái ég nokkru um það ráðið, leggja til að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir þannig að um muni. Við skulum láta næstu kosningar snúast um tillögur okkar Sjálfstæðismanna um lækkun skatta. Grunnurinn að sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verður lagður hér á þessum fundi. Á næstu dögum munum við ráða ráðum okkar og það verður kosið um forystu flokksins. Án efa mun sú kosning, upp að einhverju marki, lita þennan landsfund. Örugglega mun hún lita hann mjög reyndar og það er bara eðlilegt. Og það er við því að búast að landsfundarfulltrúar skipi sér upp að einhverju marki í fylkingar eins og gengur, en við skulum ekki missa sjónar á aðalatriðinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Viðreisn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 var á landsfundinum í dag. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars félaga sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum til að stofna nýjan flokk. Hann sagði að ástæða fyrir brottför væri úr gildi gengin vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Samfylkingin væri meira að segja búin að setja þá stefnu niður í kassa. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina og borgaralega þenkjandi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig getum við best þjónað landsmönnum. Kæru vinir, þau eru öll velkomin aftur heim,“ sagði Bjarni. Þakkaði Kristrúnu og Guðmundi Árna Formaðurinn ýtti aðeins í Samfylkinguna sem eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur mátt þola mikið fylgistap í undanförnum kosningum. Hann nefndi nýjan formann flokksins, Kristrúnu Frostadóttur, og taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í henni einhverjar taugar. „Fyrst ég var að minnast á Samfylkinguna vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni til hamingju með nýtt hlutverk. Ég ætti kannski um leið að þakka henni fyrir góð störf í þágu skólanefndar Garðabæjar hérna um árið þar sem hún var varamaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En ég verð líka að óska Samfylkingunni til hamingju með nýja nafnið og glænýja varaformanninn Guðmund Árna. Hafið þið séð betra dæmi um hringrásarhagkerfið í virkni?“ Skattar lækkaðir þannig að um muni Stefna flokksins er mótuð á landsfundinum og sagði Bjarni brýnt að hefja kosningaundirbúning þá þegar. Formaðurinn lofaði ígrunduðum skattalækkunum og nefndi baráttuna um formannssætið. „Þannig að þegar við göngum næst til kosninga mun Sjálfstæðisflokkurinn, fái ég nokkru um það ráðið, leggja til að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir þannig að um muni. Við skulum láta næstu kosningar snúast um tillögur okkar Sjálfstæðismanna um lækkun skatta. Grunnurinn að sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verður lagður hér á þessum fundi. Á næstu dögum munum við ráða ráðum okkar og það verður kosið um forystu flokksins. Án efa mun sú kosning, upp að einhverju marki, lita þennan landsfund. Örugglega mun hún lita hann mjög reyndar og það er bara eðlilegt. Og það er við því að búast að landsfundarfulltrúar skipi sér upp að einhverju marki í fylkingar eins og gengur, en við skulum ekki missa sjónar á aðalatriðinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Viðreisn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira