Fjölbreytt verkefni hlutu Menntaverðlaunin í ár Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 4. nóvember 2022 12:27 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ásamt handhöfum Menntaverðlaunanna. Forseti.is/Birgir Ísleifur Gunnarsson. Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Fjórar menntastofnanir og einn kennari hlutu verðlaun. Markmið verðlaunanna er að beina kastljósinu að metnaðarfullu skólastarfi sem unnið er með börnum og ungmennum. Upphaf verðlaunanna má rekja til forsetatíðar Ólafs Ragnars Grímssonar. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2005 en afhendingu þeirra var hætt í kjölfar efnahagshrunsins og þau svo endurvakin árið 2020. Að baki verðlaununum standa hinir ýmsu hagsmunaaðilar íslenska menntageirans auk forsetaembættisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum auk hvatningarverðlauna. Leikskólinn Rauðhóll hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs og menntaumbóta fyrir fagmennsku og gæði í leikskólastarfi og öflugt þróunarstarf. Verkefni innan Grunnskóla Snæfellsbæjar kallað Átthagafræði hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Tækniskólinn hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar fyrir átaksverkefnið #kvennastarf, samstarfsverkefni skólans og annarra iðn- og verkmenntaskóla. Verkefnið gengur út á að benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum og vekja athygli á störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum. Elísabet Ragnarsdóttir, leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Heiðarborg í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi kennara fyrir einstaka fagmennsku við leikskólakennslu. Hvatningarverðlaunin hlaut Menntaskóli Borgarfjarðar fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að undirbúa nemendur sem best fyrir áskoranir í lífi og starfi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Gerður Kristný, rithöfundur og skáld og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins afhentu verðlaunin ásamt forseta. Nánari upplýsingar um verðlaunin má sjá hér eða á forseti.is. Skóla - og menntamál Forseti Íslands Snæfellsbær Grunnskólar Framhaldsskólar Borgarbyggð Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Markmið verðlaunanna er að beina kastljósinu að metnaðarfullu skólastarfi sem unnið er með börnum og ungmennum. Upphaf verðlaunanna má rekja til forsetatíðar Ólafs Ragnars Grímssonar. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2005 en afhendingu þeirra var hætt í kjölfar efnahagshrunsins og þau svo endurvakin árið 2020. Að baki verðlaununum standa hinir ýmsu hagsmunaaðilar íslenska menntageirans auk forsetaembættisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum auk hvatningarverðlauna. Leikskólinn Rauðhóll hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs og menntaumbóta fyrir fagmennsku og gæði í leikskólastarfi og öflugt þróunarstarf. Verkefni innan Grunnskóla Snæfellsbæjar kallað Átthagafræði hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Tækniskólinn hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar fyrir átaksverkefnið #kvennastarf, samstarfsverkefni skólans og annarra iðn- og verkmenntaskóla. Verkefnið gengur út á að benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum og vekja athygli á störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum. Elísabet Ragnarsdóttir, leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Heiðarborg í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi kennara fyrir einstaka fagmennsku við leikskólakennslu. Hvatningarverðlaunin hlaut Menntaskóli Borgarfjarðar fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að undirbúa nemendur sem best fyrir áskoranir í lífi og starfi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Gerður Kristný, rithöfundur og skáld og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins afhentu verðlaunin ásamt forseta. Nánari upplýsingar um verðlaunin má sjá hér eða á forseti.is.
Skóla - og menntamál Forseti Íslands Snæfellsbær Grunnskólar Framhaldsskólar Borgarbyggð Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17