Fjölskylda Kristins ætlar að kæra ákvörðun lögreglu að fella niður rannsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 11:40 Hér má sjá mynd af Kristni á Mallorca eftir vertíðarlok 1973. Í septembermánuði lést Kristinn í slysinu, þá nítján ára gamall. Aðsend/Þórólfur Hilbert Fjölskylda Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í bílslysi í Óshlíð árið 1973, hefur ákveðið að kæra niðurstöðu lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn. Þetta staðfestir Þórólfur Hilbert Jóhannesson, bróðir Kristins, í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti um miðjan október að niðurstaða rannsóknar réttarlæknis væri að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist í slysi. Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí og rannsakaðar af réttarlækni að beiðni lögreglu. Ættingjar Kristins telja rannsókn lögreglu á sínum tíma hafa verið ábótavant og fóru fram á að hún yrði tekin upp á ný. Vísir greindi frá því 31. maí síðastliðinn að skýrslur hafi ekki verið teknar af ökumanni og farþega í bílnum fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Fram kemur í lögregluskýrslum um málið, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Kristinn hafi farið á dansleik í Hnífsdal kvöldið áður og síðan í einkasamkvæmi á Ísafirði með þremur stúlkum. Upp úr klukkan fjögur um morguninn hafi þau farið úr samkvæminu, ásamt fjórðu stúlkunni, hitt fyrir leigubílstjóra, sem keyrði þau um Ísafjörð. Tvær stúlknanna hafi farið úr bílnum áður en haldið var til Bolungarvíkur þar sem ein stúlknanna bjó. Þegar hún hafi verið komin heim til sín hafi leigubílstjórinn haldið, með Kristinn og fjórðu stúlkuna, aftur til Ísafjarðar. Stúlkan sat í framsætinu en Kristinn Haukur lá í aftursætinu. Rykkur hafi komið á bílinn Höskuldur Guðmundsson, leigubílstjórinn fyrrverandi, sagði í samtali við fréttastofu 31. maí síðastliðinn að stúlkan hafi verið vinkona hans og hann hafi verið hættur að aka gegn gjaldi þetta kvöld þegar hann tók hópinn upp í bíl. Hann hafi aðeins ekið til Bolungarvíkur þar sem stúlkan sem þangað hafi þurft að komast hafi verið í vandræðum með að finna far. Kristinn Haukur hafi verið mjög drukkinn og fljótlega dáið áfengisdauða í aftursætinu. Kristinn Haukur með vini.Aðsend/Þórólfur Hilbert Fram kemur í lögregluskýrslum að við blindbeygju á Óshlíðarvegi hafi komið rykkur á bílinn og Höskuldur misst stjórn á honum áður en bíllinn valt þrjátíu metra niður í flæðarmálið. Bílstjórinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu 23. nóvember 1973 að áður en bíllinn fór út af veginum hafi vinstra afturhjólið „neglt sig fast í bremsu“ og við það hafi hann misst stjórn á bílnum. Við rannsókn málsins var bifreiðaeftirlitsmaður fenginn til að skoða bílinn og sagði hann að stýrisliður hafi verið rofinn. Hann hafi ekkert fundið að hemlum bifreiðarinnar. Líkið farið að stirðna þegar lögregla kom á slysstað Höskuldur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekið hægt um Óshlíðarveginn því aðstæður hafi ekki, eins og alltaf í Óshlíð, verið góðar. Þegar hann hafi ýtt lauslega á bremsuna hafi annað hjólið á bílnum læst sig og bíllinn farið út af. Hann segir það oft hafa gerst í amerískum bílum, en bíllinn var úr verksmiðju Ford 1967. Ljósmynd af bílnum í fjörunni undir Óshlíðarvegi.Haukur Sig./Ljósmyndasafnið Ísafirði Bíllinn valt niður í flæðarmálið en lenti á hjólunum og komust bæði ökumaðurinn og stúlkan, sem hvorugt var í bílbelti, út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þau sögðust í skýrslutöku hjá lögreglu hafa fundið vasaljós í bílnum og leitað Kristins stutlega án árangurs. Þau hafi síðan gengið inn í Hnífsdal, um klukkustundar leið, þar sem þau gátu gert lögreglu viðvart. Einn lögreglumaður var sendur á slysstað þar sem hann fann Kristin látinn í hlíðinni miðri, um fimmtán metra fyrir ofan staðinn þar sem bíllinn hafði stöðvast. Lögreglumaðurinn segir í skýrslu að ljóst hafi verið að Kristinn væri látinn, en storknað blóð hafi verið í munni hans og hann hafi haft mikið sár á höfði. Líkaminn hafi þar að auki verið farinn að stirðna. Læknanemi, sem hafði verið kallaður til, úrskurðaði Kristinn látinn á staðnum. Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Lögreglumál Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Þetta staðfestir Þórólfur Hilbert Jóhannesson, bróðir Kristins, í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti um miðjan október að niðurstaða rannsóknar réttarlæknis væri að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist í slysi. Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí og rannsakaðar af réttarlækni að beiðni lögreglu. Ættingjar Kristins telja rannsókn lögreglu á sínum tíma hafa verið ábótavant og fóru fram á að hún yrði tekin upp á ný. Vísir greindi frá því 31. maí síðastliðinn að skýrslur hafi ekki verið teknar af ökumanni og farþega í bílnum fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Fram kemur í lögregluskýrslum um málið, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Kristinn hafi farið á dansleik í Hnífsdal kvöldið áður og síðan í einkasamkvæmi á Ísafirði með þremur stúlkum. Upp úr klukkan fjögur um morguninn hafi þau farið úr samkvæminu, ásamt fjórðu stúlkunni, hitt fyrir leigubílstjóra, sem keyrði þau um Ísafjörð. Tvær stúlknanna hafi farið úr bílnum áður en haldið var til Bolungarvíkur þar sem ein stúlknanna bjó. Þegar hún hafi verið komin heim til sín hafi leigubílstjórinn haldið, með Kristinn og fjórðu stúlkuna, aftur til Ísafjarðar. Stúlkan sat í framsætinu en Kristinn Haukur lá í aftursætinu. Rykkur hafi komið á bílinn Höskuldur Guðmundsson, leigubílstjórinn fyrrverandi, sagði í samtali við fréttastofu 31. maí síðastliðinn að stúlkan hafi verið vinkona hans og hann hafi verið hættur að aka gegn gjaldi þetta kvöld þegar hann tók hópinn upp í bíl. Hann hafi aðeins ekið til Bolungarvíkur þar sem stúlkan sem þangað hafi þurft að komast hafi verið í vandræðum með að finna far. Kristinn Haukur hafi verið mjög drukkinn og fljótlega dáið áfengisdauða í aftursætinu. Kristinn Haukur með vini.Aðsend/Þórólfur Hilbert Fram kemur í lögregluskýrslum að við blindbeygju á Óshlíðarvegi hafi komið rykkur á bílinn og Höskuldur misst stjórn á honum áður en bíllinn valt þrjátíu metra niður í flæðarmálið. Bílstjórinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu 23. nóvember 1973 að áður en bíllinn fór út af veginum hafi vinstra afturhjólið „neglt sig fast í bremsu“ og við það hafi hann misst stjórn á bílnum. Við rannsókn málsins var bifreiðaeftirlitsmaður fenginn til að skoða bílinn og sagði hann að stýrisliður hafi verið rofinn. Hann hafi ekkert fundið að hemlum bifreiðarinnar. Líkið farið að stirðna þegar lögregla kom á slysstað Höskuldur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekið hægt um Óshlíðarveginn því aðstæður hafi ekki, eins og alltaf í Óshlíð, verið góðar. Þegar hann hafi ýtt lauslega á bremsuna hafi annað hjólið á bílnum læst sig og bíllinn farið út af. Hann segir það oft hafa gerst í amerískum bílum, en bíllinn var úr verksmiðju Ford 1967. Ljósmynd af bílnum í fjörunni undir Óshlíðarvegi.Haukur Sig./Ljósmyndasafnið Ísafirði Bíllinn valt niður í flæðarmálið en lenti á hjólunum og komust bæði ökumaðurinn og stúlkan, sem hvorugt var í bílbelti, út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þau sögðust í skýrslutöku hjá lögreglu hafa fundið vasaljós í bílnum og leitað Kristins stutlega án árangurs. Þau hafi síðan gengið inn í Hnífsdal, um klukkustundar leið, þar sem þau gátu gert lögreglu viðvart. Einn lögreglumaður var sendur á slysstað þar sem hann fann Kristin látinn í hlíðinni miðri, um fimmtán metra fyrir ofan staðinn þar sem bíllinn hafði stöðvast. Lögreglumaðurinn segir í skýrslu að ljóst hafi verið að Kristinn væri látinn, en storknað blóð hafi verið í munni hans og hann hafi haft mikið sár á höfði. Líkaminn hafi þar að auki verið farinn að stirðna. Læknanemi, sem hafði verið kallaður til, úrskurðaði Kristinn látinn á staðnum.
Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Lögreglumál Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira