Helvítis vaktahvatinn! Sandra B. Franks skrifar 4. nóvember 2022 11:31 Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu. Í mínum eyrum er „vaktahvati“ eins og eitt af þessum pirrandi jólalögum. Vaktahvatinn sem átti að vera jákvætt launamyndunarfyrirbæri fyrir fólk í vaktavinnu. En upplifun starfsfólks sýnir hið gagnstæða. En hvað er „vaktahvati“ fyrir þau ykkar sem kannast ekki við fyrirbærið? Vaktahvati er nýjung í launamyndun vaktavinnufólks. Hann á að hvetja til að jafna betur vaktabyrði meðal starfsmanna. Vaktahvatinn átti sömuleiðis að hvetja til þess að vaktir væru skipulagðar með „heilsu og öryggi starfsfólks að leiðarljósi“. Og hann átti að tryggja að vaktavinnufólk í fullu starfi lækkaði ekki í launum við styttingu vinnuvikunnar. 2,5 - 12,5% vaktahvati Við útreikning vaktahvata er horft á fjölda vakta á launatímabili og fjölbreytileika vakta. Vaktir eru flokkaðar í fjóra flokka; dagvakt, kvöldvakt, helgarvakt og næturvakt (virka daga). Til þess að eiga rétt á vaktahvata þarf viðkomandi starfsmaður að mæta minnst 14 sinnum til vinnu í minnst tvo flokka vakta á launatímabilinu. Til þess að vaktir telji inn í flokk þurfa minnst 15 tímar að vera í hverjum flokki og starfsmaður þarf að auki að vinna minnst 42 tíma utan dagvinnumarka til að eiga rétt á vaktahvata. En hefur vaktahvatinn virkað vel? Stutta svarið er nei. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum iðulega frásagnir frá félagsmönnum um hversu illa þessi vaktahvati virkar. Hann er bæði flókinn og ógagnsær, og getur í raun virkað í öfuga átt. Hann skapar ósveigjanleika, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaðinn. Það er erfitt að uppfylla kröfur vaktahvatans, og ekki bara það, heldur veldur hann beinlínis álagi. „Hann er hamingjuþjófur“ heyri ég sagt meðal félagsmanna, það snýst allt um þennan „helvítis vaktahvata“. Þá þjónar hann alls ekki þeim sem eru í minna starfshlutfalli en aðrir. Hvati sem ekki er hvetjandi, er eins og pirrandi jólalag. En rétt eins og með lög sem eru pirrandi má endurgera þau. Svona eins og þegar Baggalútur tekur gamalt ítalskt dægurlag og gerir það að nýjum íslenskum jólasmelli. Sjúkraliðafélag Íslands mun því í næstu kjarasamningum leggja áherslu á að vaktahvatinn verði tekinn til endurskoðunar, hann endurhugsaður þannig að hann sé einfaldur, gagnsær og þjóni tilgangi sínum þ.e. umbuni starfsfólki sem vinnur fjölbreytta vaktavinnu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu. Í mínum eyrum er „vaktahvati“ eins og eitt af þessum pirrandi jólalögum. Vaktahvatinn sem átti að vera jákvætt launamyndunarfyrirbæri fyrir fólk í vaktavinnu. En upplifun starfsfólks sýnir hið gagnstæða. En hvað er „vaktahvati“ fyrir þau ykkar sem kannast ekki við fyrirbærið? Vaktahvati er nýjung í launamyndun vaktavinnufólks. Hann á að hvetja til að jafna betur vaktabyrði meðal starfsmanna. Vaktahvatinn átti sömuleiðis að hvetja til þess að vaktir væru skipulagðar með „heilsu og öryggi starfsfólks að leiðarljósi“. Og hann átti að tryggja að vaktavinnufólk í fullu starfi lækkaði ekki í launum við styttingu vinnuvikunnar. 2,5 - 12,5% vaktahvati Við útreikning vaktahvata er horft á fjölda vakta á launatímabili og fjölbreytileika vakta. Vaktir eru flokkaðar í fjóra flokka; dagvakt, kvöldvakt, helgarvakt og næturvakt (virka daga). Til þess að eiga rétt á vaktahvata þarf viðkomandi starfsmaður að mæta minnst 14 sinnum til vinnu í minnst tvo flokka vakta á launatímabilinu. Til þess að vaktir telji inn í flokk þurfa minnst 15 tímar að vera í hverjum flokki og starfsmaður þarf að auki að vinna minnst 42 tíma utan dagvinnumarka til að eiga rétt á vaktahvata. En hefur vaktahvatinn virkað vel? Stutta svarið er nei. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum iðulega frásagnir frá félagsmönnum um hversu illa þessi vaktahvati virkar. Hann er bæði flókinn og ógagnsær, og getur í raun virkað í öfuga átt. Hann skapar ósveigjanleika, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaðinn. Það er erfitt að uppfylla kröfur vaktahvatans, og ekki bara það, heldur veldur hann beinlínis álagi. „Hann er hamingjuþjófur“ heyri ég sagt meðal félagsmanna, það snýst allt um þennan „helvítis vaktahvata“. Þá þjónar hann alls ekki þeim sem eru í minna starfshlutfalli en aðrir. Hvati sem ekki er hvetjandi, er eins og pirrandi jólalag. En rétt eins og með lög sem eru pirrandi má endurgera þau. Svona eins og þegar Baggalútur tekur gamalt ítalskt dægurlag og gerir það að nýjum íslenskum jólasmelli. Sjúkraliðafélag Íslands mun því í næstu kjarasamningum leggja áherslu á að vaktahvatinn verði tekinn til endurskoðunar, hann endurhugsaður þannig að hann sé einfaldur, gagnsær og þjóni tilgangi sínum þ.e. umbuni starfsfólki sem vinnur fjölbreytta vaktavinnu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun