Hvað næst? Sykurskattur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2022 13:31 Fyrirætlanir stjórnvalda um veggjöld fela einfaldlega í sér skattahækkun. Bifreiðaeigendum, sem þegar eru að greiða háar fjárhæðir til hins opinbera vegna bifreiða sinna, verður þannig gert að greiða enn meira með þeim rökum að eigendur annarra bifreiða séu ekki lengur að gera það. Skilaboðin til þeirra eru þau að vilji þeir losna við þessa auknu skattheimtu geti þeir einfaldlega bara keypt sér öðruvísi bifreiðar. Talað er gjarnan um það að þeir sem noti tiltekna opinbera þjónustu eigi að greiða fyrir hana. Það er allt gott og blessað. Bifreiðaeigendur hafa hins vegar greitt fúlgur fjár fyrir umrædda þjónustu áratugum saman. Stór hluti af þeim fjármunum hefur ekki farið í samgöngumál sem var réttlætingin fyrir gjaldtökunni. Þeir hafa farið í annað. Og nú vantar meira. Eins og alltaf. Ekki sízt til þess að fjármagna Borgarlínuna!Minnt var réttilega á það í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum að skattkerfinu ætti ekki að beita til þess að stýra neyzluhegðun og spurt að gefnu tilefni hvort vænta mætti sykurskatts í náinni framtíð. Hver er enda í raun munurinn á því að stjórnvöld reyni að stjórna því hvernig ökutæki fólk kaupir og því hvort það kýs að neyta sykraðra matvæla eða ekki? Viðbrögð úr röðum þeirra, sem varið hafa þessa neyzlustýringu, hafa þannig gjarnan verið þau að segja að fólk geti einfaldlega fengið sér rafbíl til þess að þurfa ekki að greiða eins mikið til hins opinbera. Það væri vitanlega eins hægt að segja fólki að hætta einfaldlega að neyta sykraðra matvæla til þess að þurfa ekki að greiða sykurskatt. Hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að stýra neyzluhegðun?Vafalaust hljóma „skattalegir hvatar“ vel í eyrum margra en í raun er þar ekki um annað að ræða en fegrað orðlag yfir opinbera neyzlustýringu. Væri ekki nær að láta einfaldlega markaðinn um málið? Er það ekki nægur hvati að rafmagn sé miklu ódýrari orkugjafi en bensíns og dísilolía? Er þannig ekki rétt að láta slíka markaðslega hvata um málið? Er það ekki í anda Sjálfstæðisflokksins? Þarf líka opinbera neyzlustýringu?Vonandi bera landsfundarfulltrúar gæfu til þess að hafna slíkri opinberri neyzlustýringu. Talsvert skárra væri ef önnur gjöld væru lækkuð á móti á umrædda bifreiðaeigendur sem næmi samsvarandi fjárhæðum. Það stendur hins vegar ekki til. Fyrir vikið er einfaldlega um skattahækkun að ræða hvernig sem á málið er litið. Þeir eiga bæði að greiða gömlu opinberu gjöldin og þau nýju. Nema þeir breyti neyzlu sinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Vegtollar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrirætlanir stjórnvalda um veggjöld fela einfaldlega í sér skattahækkun. Bifreiðaeigendum, sem þegar eru að greiða háar fjárhæðir til hins opinbera vegna bifreiða sinna, verður þannig gert að greiða enn meira með þeim rökum að eigendur annarra bifreiða séu ekki lengur að gera það. Skilaboðin til þeirra eru þau að vilji þeir losna við þessa auknu skattheimtu geti þeir einfaldlega bara keypt sér öðruvísi bifreiðar. Talað er gjarnan um það að þeir sem noti tiltekna opinbera þjónustu eigi að greiða fyrir hana. Það er allt gott og blessað. Bifreiðaeigendur hafa hins vegar greitt fúlgur fjár fyrir umrædda þjónustu áratugum saman. Stór hluti af þeim fjármunum hefur ekki farið í samgöngumál sem var réttlætingin fyrir gjaldtökunni. Þeir hafa farið í annað. Og nú vantar meira. Eins og alltaf. Ekki sízt til þess að fjármagna Borgarlínuna!Minnt var réttilega á það í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum að skattkerfinu ætti ekki að beita til þess að stýra neyzluhegðun og spurt að gefnu tilefni hvort vænta mætti sykurskatts í náinni framtíð. Hver er enda í raun munurinn á því að stjórnvöld reyni að stjórna því hvernig ökutæki fólk kaupir og því hvort það kýs að neyta sykraðra matvæla eða ekki? Viðbrögð úr röðum þeirra, sem varið hafa þessa neyzlustýringu, hafa þannig gjarnan verið þau að segja að fólk geti einfaldlega fengið sér rafbíl til þess að þurfa ekki að greiða eins mikið til hins opinbera. Það væri vitanlega eins hægt að segja fólki að hætta einfaldlega að neyta sykraðra matvæla til þess að þurfa ekki að greiða sykurskatt. Hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að stýra neyzluhegðun?Vafalaust hljóma „skattalegir hvatar“ vel í eyrum margra en í raun er þar ekki um annað að ræða en fegrað orðlag yfir opinbera neyzlustýringu. Væri ekki nær að láta einfaldlega markaðinn um málið? Er það ekki nægur hvati að rafmagn sé miklu ódýrari orkugjafi en bensíns og dísilolía? Er þannig ekki rétt að láta slíka markaðslega hvata um málið? Er það ekki í anda Sjálfstæðisflokksins? Þarf líka opinbera neyzlustýringu?Vonandi bera landsfundarfulltrúar gæfu til þess að hafna slíkri opinberri neyzlustýringu. Talsvert skárra væri ef önnur gjöld væru lækkuð á móti á umrædda bifreiðaeigendur sem næmi samsvarandi fjárhæðum. Það stendur hins vegar ekki til. Fyrir vikið er einfaldlega um skattahækkun að ræða hvernig sem á málið er litið. Þeir eiga bæði að greiða gömlu opinberu gjöldin og þau nýju. Nema þeir breyti neyzlu sinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar